Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 4
FMRDflfi póstunm Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útiit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Kaupstaður á tímamótum Það má með sanni segja, að Hafnarfjarðarkaupstaður fagni 80 ára afmæli kaupstaðarréttinda sinna á nokkrum tímamótum. Uppgangur í byggð og atvinnulífi hefur sjaldan verið eins mikill, og á sama tíma og velflest sveitarfélög landsins kveina yfir lélegri fjárhagsstöðu skilar Hafnarfjarð- arbær af sér til íbúanna hverri stórframkvæmdinni á fætur annarri. Fagrar menningar-, lista- og félagsmiðstöðvar eru þó lít- ils virði, eins og annar veraldlegur auður, ef íbúarnir una ekki glaðir við sitt hlutskipti. f tilefni af afmælinu leitaði Fjarðarpósturinn því álits nokkurra Hafnfirðinga og spurði þá álits á afmælisbarninu og vistinni hjá því. f þessum við- tölum má greina nokkurn þverskurð af skoðunum fólks og líðan. Viðmælendur voru allir sammála um að Hafnarfjöður væri einna fegurstur bæja hérlendis og þótt vfðar væri leit- að. Til viðbótar var fólki tíðrætt um veðursæld og gróður- sæld. Hafnarfjörður er einnig rótgróinn bær og hefur sinn fasta kjarna, þ.e. höfnina og miðbæinn og Ásdís Konráðs- dóttir sagði m.a., að hér sé allt við hendina; hægt sé að ganga eftir allri þjónustu og því alls ekki nauðsynlegt að eiga bíl. Forseti bæjarstjórnar, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, segir aðspurð um fyrirsjáanlega þenslu í bænum, að Hafnar- fjörður sé betur í stakk búinn að taka á móti henni en önnur sveitarfélög. Hún varar þó við því, að menn sofni á verðin- um og segir mikilvægt, að skipulag byggðar sé æt íð svol ítið á undan, þannig að ekki sigli í óefni, þegar þenslutímabil skella á. Sigurður Þorleifsson segir, að Hafnarfjörður geti tekið við allri aukningu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Landsvæði sé nægt og bestu lóðirnar á svæðinu séu hér, bæði hvað varðar veðursæld og útsýni. Hann bendir á nauðsyn þess að stjórnvöld hafi á hverjum tíma upp á aö bjóða allar gerðir lóða, þannig að sá fjöldi, sem hér vill byggja sér bústað, komi ekki að lokuðum dyrum. Viðmælendur Fjarðarpóstsins fundu helst að því, að of margt þurfi að sækja og sé sótt til Reykjavíkur. Bæjarstarfs- mennirnir Dóra, Kristjana og Þórunn, sem eru 16 og 17 ára, kvörtuðu yfir því að þurfa að sækja allar skemmtanir og félagslíf til Reykjavíkur. Þær sækja einnig allar framhalds- skóla þar og kvörtuðu sáran yfir lélegri almenningsvagna- þjónustu. Kristín Árnadóttir sagði Hafnfirðinga einnig sækja alltof mikið þjónustu til Reykjavíkur og oftast að óþörfu. Þegar umsagnir þessar eru teknar saman, hlýtur afmælis- barnið fleiri jákvæða þunkta en neikvæða. Auðvitaö þykir velflestum vænt um bæinn sinn og þar að auki er Hafnar- fjörður áreiðanlega rótgrónara sveitarfélag en önnur ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur, eins og forseti bæjar- stjórnar bendir á. Máltækið segir, að það þurfi sterk bein til að þola með- læti, og oft reynist meðlætið erfiðara en mótlæti. Sigurður Kristjánsson segir, að ósk sín til handa afmælisbarninu sé sú, að hér verði áframhaldandi gott mannlíf. Allar ytri aðstæður gefa tilefni til að sú ósk geti rætst. Hugsanir barna virðast oft einfaldar, en gefa því oftar tilefni til þess að skoða hlutina í nýju Ijósi. Næstyngsti við- mælandinn okkar í viðtölum, sem hér hefur verið vitnað til, Gunnar Hendrik 4 ára, var spurður, af hverju honum þætti svo gott að búa í Hafnarfirði. Svarið vafðist ekki fyrir honum. Það var einfaldlega vegna þess að hér eru engin tígrisdýr, eins og í Afríku. Frá ráðstefnunni norrœnu, sem haldin var í Holiday-Inn. FulKrúi grænlensku heimastjómarinnan Þjónustan í Hafnarfirði er mun betri en á ísafirði Á norrænni ráðstefnu sem Tunisassiorfíat, meðal ræðum- haldin var í Reykjavík nýverið um anna. Kalallit Tunisassiorfiat er samgöngur milli Islands, Græn- heiti á stofnun grænlensku heima- lands og Færeyja, var Erik Hess- stjórnarinar, sem annast stjórnun elbjerg, skipulagsstjóri Kalaallit á allri sjávarútvegsframleiðslu þar Óskum Hafnarfjarðarbæ og bæjarbúum öllum til hamingju með 80 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar Viðbyggjumá traustumgrunni ^BVGGÐAVERKHE Reykavikurvegi 60 Hafnarfirði. Simi: 546 44 Frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Kára Þeir félagar sem hafa áhuga á að nýta sér or- lofsheimili félagsins í Hraunborgum í sumar hafi samband við umsjónarmann orlofsheimilanna, Steingrím Benediktsson, í síma 51400 (heima), 99-6414 (félagsheimih Hraunborga) eða bíla- síma 985-27263. Einnig geta menn snúið sér til Guðmundar Ólafssonar í síma 51391. Vinsam- legast pantið í tíma. í landi. Hann sagði m.a. í ræðu sinni að reynsla Grænlendinga af löndunum rækjuskipa í Hafnar- firði hefði gefið mjög góða raun. Fjarðarpósturinn hitti Erik Hesselbjerg að máli í lok ráð- stefnunnar. Hann var m.a. spurð- ur um ástæðu þess að Grænlend- ingar hefðu kosið að flytja starf- semi sína hingað frá Isafirði. Hann sagði: „Við höfum átt mjög góða samvinnu við Hafnfirðinga. Við seljum rækjuna meðal annars á Japansmarkað og með aukinni kröfugerð höfum við tekið upp blandaðar pakkningar. Af þeirri ástæðu meðal annars teljum við meiri hagræðingu í að hafa þjón- ustu við skipin á einum stað. Þar sem þjónustan í Hafnarfirði er mun betri en á ísafirði höfum við tekið þá ákvörðun að halda þjón- ustunni þar framvegis." Aðspurður um, hvort íslensk stjómvöld hefðu haft samband við Grænlendinga vegna þessa máls, sagði Erik Hesselbjerg: „Nei, við höfum ekki heyrt neitt frá þeim.“ Erik Hesselbjerg í rœðustóli. 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.