Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Page 6

Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Page 6
Fjar&arpósturinn rabbar við nokkra bæjarbúa um spyr þá hvað þeim finnst um afmælisbami „HafnarQörður er rótgrónari en önnur yngri sveitarfélög" „Ég var fjögurra ára, þegar ég kom hingað fyrst. Hér hef ég verið svo til samfellt síðan, að undanskyldum sex árum erlendis, en ég hef alltaf litið á mig sem Hafnfirðing,“ sagði Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Spurningunni um hvað hún teldi valda því, að Hafnfirð- ingar virtust meðvitaðri en aðrir um bæinn sinn, svaraði hún á þá lund, að Hafnarfjörður væri áreiðanlega rótgrónari en önnur yngri sveitar- félög, það hefði sinn fasta kjarna, miðbæinn og höfnina. Jóna Ósk ólst upp neðst á Vest- urbrautinni og sagðist hafa átt margar góðar stundir við höfnina og sjóinn á æskuárum. „Ég sakn- aði þess mjög erlendis að sjá ekki höfnina og sjóinn“, sagði hún. „Þetta var miðpunkturinn í lífinu og síðan hraunið. Við krakkarnir fórum marga leiðangrana og ævintýrferðirnar út í hraun með teppi og nesti.“ Við spurðum forseta bæjar- stjórnar, hvort hin gífurlega þensla sem virtist framundan í bæjarfélaginu, gæti ekki reynst erfið. „Ég tel að hún sé okkur ekki eins hættuleg og mörgum minni sveitarfélögum, til dæmis sveita 9 Jóna Ósk Guðjónsdóttir Þœrstöllur Þórey Edda og Hildur Dögg, að ógleymdri tíkinni Snoppu. félögunum á Suðurlandi, sem byggðust gífurlega hratt upp vegna virkjanaframkvæmdanna. Hröð þensla sveitarfélags á stutt- um tíma er aldrei heppileg. Ég held að það sé mest áríðandi að vera við öllu búinn og að skipulag sé ætíð örlítið á undan, þannig að unnt sé að taka á móti öldunni, þegar hún skellur á.“ Jóna Ósk var í lokin spurð hvers hún myndi óska bænum sín- um í tilefni af afmælinu. „Ég myndi byrja á að taka skólamálin í gegn. Það hefur verið byrjað á nýjum skóla í Setbergi og annar er í deiglunni, Hvaleyrarskóli. Ef fólksfjölgun heldur áfram þarf að halda þar vel á málum. Þá er aðbúnaður barna mér hugstæður, sérstaklega yngri barnanna. Þar getur breyting á skólatíma komið sem lausn, en nú er vistun barna í fyrstu bekkjum grunnskólans, utan skólatíma, mikið vandamál. Ég sé ekki fyrir mér að mæður flykkist inn á heim- ilin á ný, því er ljóst, að börnin þurfa aukna þjónustu. Þá er mér ekki síst annt um ytri umgjörð bæjarins. Hafnarfjörður er sem betur fer snyrtilegur og fallegur bær og fólk leggur mikla vinnu í snyrtilegt umhverfi. Það er svolítill skortur á að eins sé um iðnaðarhverfi, og það stingur." Lokaorð forseta bæjarstjórnar voru: „Ég á þá ósk fyrir Hafnar- fjörð og bæjarbúa, að hér haldist góð og mikil atvinna sem bærinn treysti áfram í samvinnu við íbú- ana. Ég tel að svo hafi fremur ver- ið regla en undantekning." „Sumir kennarar kvarta stundum11 Þær Þórey Edda Elísdóttir og Hildur Dögg Asgeirsdóttir, báðar 10 ára, voru að spjalla saman um lífið og tilveruna, er við trufluðum þær í sólskini einn morguninn í vikunni uppi í Hvammahverfl. Snoppa bættist síðan í hópin og flatmagaði hjá þeim stöllum í sól- inni. Hvernig líta þær stöllur bæinn sinn. Þykir þeim vænt um hann? Þær höfðu nú kannski ekki hug- jleitt málið beint frá því sjónar- i horni en sögðu báðar, að þeim lík- aði vel í Hafnarfirði. Skólinn þeirra, Öldutúnsskóli, væri góður skóli, og þó sumir kennarar væru stundum að kvarta þá sögðust þær telja allt þar í stakasta lagi. Varðandi tómstundaiðkun sagðist Þórey stunda fimleika hjá Björkunum og Hildur kvaðst stunda skíðaíþróttina, vera í Skíðafélagi Víkings í Reykjavík. Afmælisóskir? Hildur var á því að stofnsetja ætti Skíðafélag í Firðinum, enda nóg af þeim sem stunda þá íþrótt, og Þórey Edda sagði: „Svampgryfju fyrir Bjark- irnar." „Hér eni engin tígrisdýr1 í Hvað skyldu yngstu bæjarbú- arnir hafa um bæinn sinn að segja. Til að finna út úr því heimsóttum við nýja dagvistarheimilið Hvamm. Þar var mikið að gera, þó undirbúningur undir afmælis- haldið væri ekki að þrúga neinn þá stundina. Við náðum samb- andi við tvo knáa stráka, Einar Sigurðsson, 3 ára, og Gunnar Hendrik, 4 ára. Einar kvaðst ánægður með Fjörðinn og tilveruna og sagði allt gaman í Hvammi. Til að undir- strika orð sín var hann þotinn í frekari sandmokstur og gröfu- vinnu í stærðarinnar sandkassa á lóðinni. Kvaðst í lokin ætla að verða „gröfumaður á voða stórri gröfu.“ Gunnar Hendrik gaf sér tíma til að íhuga málið, en sagði fyrst, að mest væri gaman að klifra upp á þak og hjóla. Hann var mjög ánægður með að vera Hafnfirð- ingur og sagðist ætla að verða „Supermann, nei, Zorro“, þegar hann yrði stór. En af hverju finnst Gunnari svo frábært að búa í Firð- inum? Ekki stóð á svari: „Af því að hér eru engin vond dýr, engin tígrisdýr eins og í Afríku“. Sigurður Kristjánsson. Gunnar Hendrik til vinstri og Einar Sigurðsson una glaðir í Firðinum, eins og lesa má í viðtalinu við þá. Dóra lengst til vinstri, þá Kristjana og Þói „Það mæt meiralífíl Stöllurnar Dóra, Kristjana og Þórunn, um kafnar í Hellisgerði eldsnemma á már tíðarhöldin var í fullum gangi og tugir m Við trufluðum þær smástund og spurðum Þær sögðust allar ánægðar að búa í Firðinum en kváðu mannlífið mega vera fjölbreyttara. Dóra sagði bæinn alltof dauðann á kvöldin og voru þær á einu máli að allt skemmtanalíf þyrfti að sækja til Reykjavíkur. Þá voru þær einnig óánægðar með samgöngurnar á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, enda sækja þær allar skóla í höfuðborg- arinni: „Alltof dýrt í strætó, vondar tímaáætlanir og stoppustöðvar", sögðu þær og bættu við að skipulagið á almenningssamgöngunum þyrfti að vera eins og í Kópavogi t.d. varðandi „Áframhak Sigurður Kristjánsson var á i hraðferð eftir Strandgötunni, þegar hann var tekinn tali. Sigurður sagðist hafa flutst til Hafnarfjarðar fyrir 14 árum frá Ólafsfirði og að honum líkaði búsetan mjög vel. Aðspurður um hvað honum líkaði best við Hafnarfjörð sagði hann m.a.: „Hér er mjög fallegt \ veðursæld mikil. Þá er hér allt 6

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.