Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 12

Fjarðarpósturinn - 02.06.1988, Síða 12
EfflRMR Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Rafveita Hafnarfjariar 50 ára: Yngsta kynslóðin fyllti bókasafnið Hún Leiðindaskjóða og for- Eins og sjá má á myndinni var ráðamaður hennar, Hallveig hvergi hægt að drepa niður fæti, Thorlacius, áttu alla athygli þegar þær Leiðindaskjóða og yngstu kynslóðarinnar hafnfirsku Hallveig, sem eru á innfelldu á afmælisdegi bæjarins í gær, því myndinni, komu fram. Löng bið- hleypa varð krökkunum inn í hóp- röð var fyrir utan bókasafnið og um til að allir gætu hlustað á þær umferðaröngþveiti ríkti uni tíma. stöllur sem skemmtu krökkunum. Nýr flugvöllur verður vigður á laugardag Fyrsti flugvöllurinn í bænum verður vígður við hátíðlega athöfn á laugardagsmorgun kl. 11. Það verður Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, sem vígir völlinn og verður honum boðið að stjórna flugvél sem tekur sig á loft frá vellinum. VöIIurinn er skammt frá svæð- inu þar sem gömlu öskuhaugarnir voru. Flugvöllurinn hefur verið lagður á undraskömmum tíma, enda er hér um að ræða flugvöll 40 félaga úr Flugmódelfélaginu Þyt, en þeir stunda flug á fjarstýrðum módelflugum. Myndin hér að neðan var tek- in á þriðjudagskvöld þegar unnið var við frágang í kringum völlinn. Fjöldi manns var samankominn við athöfnina að Öldugötu 39. Á myndinni hér til hœgri tekur Sigurður G. Emilsson fyrstu skóflustunguna. Skóflustunga tekin að nýju aðveitu- stöðvarhúsi Rafveita Hafnarfjarðar varð 50 ára í gær, sama dag og Hafnar- fjarðarkaupstaður fagnaði 80 ára afmæli sínu. í tilefni dagsins var tekin fyrsta skóflustunga að nýju aðveitustöðvarhúsi við Öldugötu 39, sem verður viðbót við þá bygg- ingu sem þar er. Sigurður G. Emilsson, formaður rafveitu- nefndar, tók skóflustunguna og bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, flutti ávarp við athöfnina. Rafvæðing í Hafnarfirði hófst með því, að Jóhannes Reykdal trésmíðameistari byggði níu kíló- watta rafstöð við Flamarskotslæk árið 1904. Við hana voru í upphafi tengd 16 íbúðarhús ásamt tré- smíðaverkstæði Jóhannesar. Var þetta um leið fyrsta almennings- rafveita á íslandi. í dag eru viðskiptavinir rafveit- unnar um 5.750 að tölu og sölu- mælar um 6.680. Heimtaugar eru um 3.270 og háspennujarðstreng- ir um 40 km að lengd og háspennu- loftlínurum 12,2 km. Dreifistöðv- ar eru 70 að tölu. Orkuveitusvæð- ið nær yfir Hafnarfjörð, Bessa- staðahrepp og hluta af Garðabæ. í tilefni af afmæli samþykkti stjórn rafveitunnar á fundi sínum í gærmorgun, að stuðla að því að minjar um fyrstu almenningsraf- veitu á íslandi við Hamrakotslæk, þar sem verslun og verksmiðjan Dvergur er nú, verði varðveittar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.