Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Page 5

Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Page 5
HAFNFIRSKT ji lúk! HAFNARDAGUR FERÐAÞJÓNUSTUDAGUR BYGGINGARDAGAR v fíijTT „ R Allt milli heimilisiðnaðar og stóriðju í byrjun marsmánaðar sl. var hleypt af stokkunum átaksverkefni á veg- um Hafnarfjarðarbæjar undir yfirskriftinni „Hafnfirskt já takk“. Er það í tengslum við árlegt átak til þess gert að kynna og livetja fólk til þess að velja íslenskar vörur og stuðla þannig að eflingu inn- lendrar framleiðslu og auk- innar atvinnu i iandinu. „Hafnfirskt já takk“ nær lengra en að kynna eingöngu vörur fram- leiddar í Hafnarfirði. Markmið átaks- ins er að vekja athygli á öllu hafnfirsku athafnalífi, hvort sem það er á sviði framleiðslu, verslunar eða þjónustu, einkavæddrar eða opinberr- ar. Það er von okkar sem að verkefninu stöndum, að það verði sem víðtækast og að Hafnfirðingum og öðrum landsmönnum verði betur ljóst þaö þrótt- mikla athafnalíf sem er til staðar í Hafnarfirði. Fullyrða má að í Hafnarfirði sé sérlega mikil breidd í atvinnulífi bæjarins sem nær frá heimilisiðnaði til stóriðju, enn fremur skal nefna fjölbreytni í skólamálum og opinberri þjón- ustu, öflugt íþróttalíf, grósku- mikla verslun og fjölskrúðugt lista-, félags- og menningarlíf. Allt stuðlar þetta að góðu sam- félagi sem batnar við þaö að eflast og það eflist með því að verða sýnilegra sem einmitt er meginmarkmið okkar með „Hafnfirsku já takk“. Anton Bjarnason. Höfundur erformaður átakshópsins, „Hafnfirskt já takk“. Hollt er heima hvað Fólki er eðiilega tamt að ræða afkomu sína og möguleika til þess að njóta gæða lífsins og lystisemda. Margur ber sig saman við náung- ann og finnur sig oft ofurliði borinn í þeim sam- anburði. Astæðurnar fyrir slíkri niðurstöðu geta oft verið fleiri en droparnir sent fylla rnælinn. Margur notar reglulega áfengi og tóbak og grætur yfir því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Margir að- hyllast forsjá og álíta að samfélagið eigi að sjá þeini fyrir mannsæmandi lífsviðurværi fremur en að þeir noti sína eigin atorku og athafnagetu, þar sem hún er næg fyrir hendi. Margir iðrast þess á miðjum aldri að hafa ekki menntað sig til betri lífskjara og harma það að hafa ekki viðhaft meiri fyrirhyggju á fyrri hluta æviskeiðs síns. Sumir þeirra sem betur mega sín ferðast til útlanda og gera þar hamslaus innkaup. Innkaupin eru svo réttlætt með því að tala um allan gróðann sem vannst upp í ferðakostnað- inn. Oft hleypur fólk líka yfir lækinn til þess eins að sækja vatnið! Þetta kann nú e.t.v. að heita bölntóður og kald- hæðnislegar athugasemdir en er ekki sannleikskorn í þessu? Af hverju hagar einmitt svona til hjá mörg- um? Það vita flestir, að með því að velja heimagert erum við að stunda fyrirhyggju og byggja upp at- vinnustarfsemi í eigin landi eða byggðarlagi. Fyrir hverja? Jú, okkur sjálf, afkomendur okkar og sam- ferðafólk. Þrátt fyrir það stekkur margur um óravegu með ærnum tilkostnaði til þess að sækja þjónustu og versla hluti sem veitir atvinnu í einhverju íjarlægu landi og jafnvel byggir undir aðila sem stunda atvinnukúgun og barnaþrælkun. Sent betur fer eru þeir þó miklu fleiri sem skilja lögmál viðskipta og mann- legra samskipta. Þess vegna þrífst í ís- lensku og hafnfirsku samfélagi ýmiss starfsemi er veitir fjölmörgum atvinnu sent þeir og fjölskyldur þeirra byggja lífsafkomu sína á. Við vitum að betur má þó ef duga skal. Ataks- hópurinn „Hafnfirskt já takk“ hefur að undanförnu unnið kappsamlega með fulltrúum hafnfirsks at- hafnalífs að því að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu þjónustu sem okkur býðst hér í bæ. Til þess höfunt við m.a. notið aðstoðar Morgunblaðsins, RÚV, Stöðvar 2, Sjónvarps I lafnarfjörður og Fjarðar- póstsins með birtingu viðburðaskráa, greinarskrifa, blaðaviðtala, auglýsinga og útgáfu viðauka um sér- tæk málefni eins og skóladag, verslunardaga og nú þennan sem hér ber fyrir augu. Enn frernur hafa ijölmargir aðrir komið að málum á undanförnum misserum. Víða blakta fánar átaksins við hún sem minna á það sent allt þetta snýst um. Með blaði þessu er gert einskonar áfangauppgjör þar sem átak- ið er skoðað til beggja átta. „Hafnfirskt já takk“ hefur nú verið við lýði frá því í byrjun mars og mun vara fram að Víkingahátíð um miðjan júlí. í blaði þessu keinur fram ýmislegt það sem framkvæmt hefur verið og enn fremur er gerð grein fyrir því sem til stendur á allra næstu dögum. I upphafinu sögðum við sem að átakinu stöndum, að hnoðaður hafi verið lítill bolti sem öðrum væri ætlað að velta með okkur. Svo sannarlega hafa væntingar okkar farið fram úr björtustu vonum og boltinn veltur áfram á meðan einhver Ijær hönd, atvinnulífinu til framdráttar og íbú- unum til farsældar og bættra lífskjara. Annann Eiríksson Höfundur er atvinnumálöfulltrúi Hafnurfjarðar ogfulltrúi átakshópsins ,, Hafnfirskt já takk''.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.