Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Page 6
6 Hafnflrskt - Já takk!
í Hafnarfirði starfa margir hóp-
ar skipaðir áhugamönnum sem
flytja tónlist. Sem dæmi um slíkan
hóp má nefna kór Flensborgarskól-
ans. Hann hefur starfað innan
Flensborgarskólans í fjölda ára.
Núverandi kórstjóri er Hrafnhildur
Blomsterberg, en aðrir kórstjórar
hafa verið Margrét Pálmadóttir,
sem var fyrsti stjórnandi hans, en
Hrafnhildur tók við því starfi af
henni. Margrét gegndi aftur kór-
stjórastarfi um margra ára skeið,
en eftir að hún lét af störfum tók
Þórunn Guðmundsdóttir við. Helgi
Þ. Svavarsson tók við starfinu af
Þórunni. Helgi lét af störfum vorið
1996, og Hrafnhildur tók aftur til
starfa í september sama ár.
Til þess að fá inngöngu í
kórinn þurfa nemendur að
taka sérstakt inntökupróf. Það
er haldið í upphafi hverrar
annar, þ.e. í byrjun janúar og
byrjun september. í stuttu
máli fer próf þetta þannig
fram, að nemendur eru látnir
syngja laglínur, annars vegar
auðveldar laglínur sem þeir
hafa aldrei séð eða heyrt
áður, hins vegar laglínur með
píanóundirleik. Inntökupróf-
ið er alls ekki eins hræðilegt
og ætla mætti. Að vísu eru
flestir dálítið stressaðir fyrir
próf af þessu tagi, en sú
streita hverfur fljótt.
Kórstarfið í Flensborg
í dag eru um 40 virkir félagar í
kórnum. Æfingar eru haldnar tvisvar
sinnum í viku; ein samæfing, þar sem
allur kórinn æfir saman. Þessar æf-
ingar standa að jafnaði yfir í tvo
klukkutíma, en þær geta lengst ef ver-
ið er að undirbúa eitthvað sérstakt til-
efni. Tvennar raddæfingar eru haldnar
í hverri viku, önnur fyrir karlaraddir,
en hin fyrir kvennaraddir. Þær eru
einn og hálfur klukkutími að lengd.
Verkefnavalið er mjög fjölbreytt; tekin
eru fyrir verk frá ýmsum tímum, alls
staðar að úr heiminum og reynt er að
höfða til sem flestra félaga.
Kórinn er hluti af félagslífi Flens-
borgarskólans. Þátttaka í honum er
metin líkt og annað nám við skólann.
Hann kemur fram við ýmis tækifæri,
bæði innan og utan skólans. Jóla- og
vortónleikar eru fastir liðir, og einnig
er söngur í miðnæturmessu í Kar-
melklaustrinu í Hafnarfirði á aðfanga-
dagskvöld orðin löng hefð. Þann 8.
mars síðastliðinn söng kórinn á opnu
húsi í Flensborgarskólanum, og vakti
það mikla lukku hjá áheyrendum. Af
því sem á döfinni er, ber hæst vortón-
leika kórsins, en þar mun Lúðrasveit
Hafnarfjarðar einnig koma fram. Tón-
leikar þessir eru áætlaðir í byrjun maí.
Eina helgi í febrúar síðastliðnum
brá kórinn sér í æfingabúðaferð út
fyrir bæjarsteinana, nánar tiltekið að
Brautarholti í Skeiðum. Þar gerðu fé-
lagar margt sér til gamans fyrir utan
æfingar í fimm til átta klukkutíma
samtals. Farið var í sund, spilað, sung-
ið og ýmislegt fleira. Ferð sem þessi
er mikilvæg til þess að efla kórinn,
auk þess sem félagar fá að kynnast
betur og styrkja tengslin sín á milli.
Allir félagar kórsins voru sammála
um það, að þessi ferð hafi verið vel
heppnuð í alla staði.
Atli T. Egilssort. Höfundur er
nemandi í Flensborgarskóla.
íslenskt dagsverk
í blaðinu birtast fjórar
greinar sem unnar eru af
nemendum á fjölmiðlabraut
í Flensborgarskóla.
Nemendur skólans tóku í
veturþátt í samstarfsverkefni
námsfólks á Islandi og
Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, sem var alfarió íþágu
ungs fólks á IndlanduAf
þessu tilefni sá „Hafnfirskt
já takk“ sér ástœðu til að
kaupa fjögur dagsverk af
nemendunum sem skyldu
vera greinaskrif um
hafnfirskt athafnalíf
ISAL
Opið hús í Stmmsvík
Sunnudaginn 25. maí mun ISAL
og starfsfólk þess bjóða landsmönn-
um í heimsókn í álverið í Straums-
vík.
Undanfarið ár hefur verið mjög
annasamt hjá ISAL og ber þar hæst
stækkun verksmiðjunnar. Fram-
kvæmdum hefur iniðað vel og áætlan-
ir staðist. Stefnt er að gangsetningu
fyrstu keranna í nýjum kerskála í júlí-
byrjun.
Vegna þess að í lok maí verður ekki
enn búið að gangsetja nýja kerskálann
býðst einstakt tækifæri að bjóða al-
menningi að skoða skálann og fræðast
um það starf
sem unnið er í
álverinu. Þess
vegna hefur ver-
ið ákveðið að
halda upp á
þessi tímamót
með því að
bjóða til veislu
sem er kölluð „Opið hús í Straums-
vík“.
Margt verður í boði fyrir gesti.
Verksmiðjusvæðið fær hátíðarbrag.
Tívolí verður sett upp, leiksýning fyr-
ir börn verður sýnd margoft yfir dag-
inn, barna- og unglingakórar syngja
og hljómsveitir úr tónlistarskólum
höfuðborgarsvæðisins spila.
Míluhlaup fyrir börn og unglinga 7-
13 ára verður hlaupið tvisvar yfir dag-
inn en þá verður hlaupið fram og til
baka eftir kjallara nýja kerskálans.
Sýning um ál og álframleiðslu verð-
ur sett upp og léttar veitingar verða í
boði.
Sérstök kynnisferð verður í gangi
allan daginn um álverið. Þá verður
ekið í strætisvögnum í gegnum
kersmiðju, skautsmiðju og steypu-
skála og síðan gengið inn í nýja
kerskálann og þaðan inn í kerskála í
vinnslu. Leiðsögumenn úr röðum
starfsmanna fylgja öllum hópum. Al-
verið í Straumsvík er heill heimur út
af fyrir sig og hafa margir haft áhuga
á að kynnast honurn. Mjög gest-
kvæmt hefur verið í álverinu í gegn-
um árin en aldrei hefur verið boðið
upp á ferðir í svo stórum stíl áður.
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn
ISAL unnið að undirbúningi þessa
dags og vona þeir að dagurinn verði
þeim og fyrirtækinu til sóma og að
þeir gestir sem í Straumsvík koma
fræðist um álverið og skemmti sér.
Tilvalin tilbreyting í vikulegum
sunnudagsbíltúr Qölskyldunnar.
Þess má geta að nýverið staðfesti
svissneska vottunarfyrirtækið SQS að
umhverfisstjórnun hjá ISAL sé að
öllu leyti í samræmi við kröfur al-
þjóðastaðals um umhverfisstjórnunar-
kerfi, ISO 14001. ISAL er fyrst ís-
lenskra fyrirtækja til að ná þessum ár-
angri hér á landi og er þannig í farar-
broddi á vettvangi umhverfismála á
Islandi. Má með sanni segja að hér sé
komin enn ein ástæðan til þess að
gera sér glaðan dag.
Hlið verksmiðjunnar opna klukkan
10 um morguninn og verða opin til
klukkan 5.
HAFNARDAGUR
■
HAFNFIRSKT
já takk!