Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 28
É g gat hvergi kallað á hjálp. Það vildi enginn hlusta. Fólk hélt að það væri ekkert mikið að, á meðan ég var að berjast fyrir lífi mínu. Það hélt að ég væri bara þreyttur!“ segir Gísli Þráinsson. Gísli er með svokall- aðan ME-sjúkdóm (Myalgic Enceap- halomyelitis), öðru nafni CFS (Chronic Fatigue Syndrome), sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. Gísli er þó ekki hrifinn af sjúkdómsheitinu síþreyta og segir það engan veginn lýsa afleið- ingum ME. Þeir sem eru með ME eru með veikt ónæmiskerfi og þjást meðal annars af svefntruflunum, verkjum, orku- og ein- beitingarskorti. Aðaleinkennið er þó hin yfirþyrmandi þreyta sem hverfur ekki við hvíld en versnar við líkamlega og andlega áreynslu. Gísli byrjaði að finna fyrir einkennum um tíu ára aldur, varð fyrst rúmliggjandi í kringum tuttugu og fimm ára aldur en náði sér alltaf aftur á nokkrum mánuðum. En fyrir þremur árum versnuðu veikindin mikið, eftir venjulega flensusýkingu, og hann varð fárveikur. Þegar ástandið var sem verst var dæmigerður dagur í lífi hans ein- hvern veginn svona: „Ég komst ekki fram úr rúminu á morgnana fyrir þreytu og vanlíðan. Ég fór á fætur um eittleytið, náði þá að borða smávegis en fór svo aftur upp í rúm. Þar náði ég kannski að vinna í tölv- unni í klukkutíma en lá svo bara í rúm- inu fram til sjö, þegar fréttirnar byrjuðu. Þá fór ég í bað eða sturtu. Horfði á sjón- varpið í einn til tvo tíma, gætti þess að lækka í því svo að hljóðið væri ekki of mikið álag á mig og fór að sofa aftur. Með smá heppni náði ég líka að borða heita máltíð. Yfirleitt þurfti ég að velja á milli þess að fá mér heita máltíð eða að fara í bað. Ég náði ekki að gera hvort tveggja. Ef ég fór niður í bæ til að reyna að kaupa í matinn þurfti ég að leggja mig úti á túnum á leiðinni, bara til að komast áfram. Eftir innkaupaferðina var ég svo gjörsamlega uppgefinn að ég gat ekki haldið uppi samræðum í síma. Einbeitingin var alveg farin og vanlíð- anin var svakaleg.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgrein- ir ME sem líkamlegan sjúkdóm. Reynsla Gísla og fleiri í hans sporum er hins vegar sú að margir læknar viðurkenna ekki sjúkdóminn sem slíkan. Þekkingu og skilningi á honum er ábótavant, jafnt í heilbrigðiskerfinu sem annars staðar. ME-sjúklingar fá jafnvel þau skilaboð að þeir séu ímyndunarveikir eða latir þegar staðreyndin er sú að þeir eru fárveikir. „Þessum sjúkdómi er ýtt út af borð- inu. Læknar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga gagnvart honum. Staðan er ekki svarthvít og ég hef líka heyrt af góðum læknum, þótt það sé sjaldgæft að sjúklingar mæti skilningi. Almennt vita læknar lítið um þennan sjúkdóm. Einu sinni fékk ég flog og sjóntruflanir og fór í þessu ástandi inn á bráðamót- töku Borgarspítalans. Á spítalanum kom læknir að máli við mig þar sem ég lá í sjúkrarúminu. Hann sagði mér að slappa af og hann ætlaði að fara vel yfir sjúkrasöguna mína til að finna út hvað væri að mér. Svo fór hann fram til að fletta upp í sjúkraskýrslunum mínum. Þegar hann sá að ég væri greindur með síþreytu kom hann aftur inn til mín og sagði mér að fara heim. Þarna var ég í skelfilegu ástandi, var að fá útbrot í and- litið, átti erfitt með sjón, skalf allur og tár runnu úr augunum á mér. Læknirinn sagði að við skyldum ekki hafa miklar áhyggjur af þessu og ég mætti bara fara. Hann sagði að það færi tvennum sögum af því hvort þessi sjúkdómur væri raun- verulegur eða ekki, þ.e. hvort fólk gerði sér þetta upp eða ekki.“ Á þessum tímapunkti segist Gísli hafa áttað sig á því að hann fengi hvergi hjálp. „Heimilislæknirinn minn hafði sótt um að ég fengi að fara í almennilega greiningu á Landspítalanum en ég fékk bara bréf til baka um að þessi sjúkdóm- ur væri ekkert meðhöndlaður þar.“ Undralyfið LDN Hingað til hefur engin lækning fundist við ME en lyfið LDN (Low Dose Nalt- rexone) hefur þó breytt lífi Gísla og fleiri sjúklinga til hins betra. Lyfið, sem upp- haflega var framleitt til að hjálpa fólki í áfengis- og eiturlyfjameðferð, eykur framleiðslu endorfíns í líkamanum eftir ákveðinn tíma. Lyfið hefur ekki bara gefið góða raun fyrir sjúklinga með ME, heldur líka MS og ýmsa gigtarsjúk- dóma, svo dæmi séu tekin. Gísli hefur tekið LDN í rúmlega eitt og hálft ár með góðum árangri. Hann rak augun fyrst í umfjöllun um lyfið á netinu, ákvað að panta það frá Skotlandi og sér svo sannarlega ekki á eftir því. „Margar rannsóknir, meðal annars við Stanford og Pensylvaníu- há- skólana í Bandaríkjunum, hafa staðfest virkni LDN á ónæmiskerfið og að það sé einstaklega öruggt og aukaverkanalítið. Lyfjafyrirtæki eru hins vegar ekki að kynna þetta lyf fyrir læknum, þar sem einkaleyfi eru runnin út á því og engin ágóðavon er fyrir hendi. Á fjórða degi, eftir að ég byrjaði að taka lyfið, fann ég dramatíska breytingu. Ég hafði verið í mjög krítísku ástandi en þarna skynjaði ég að ég átti séns. Ég fór að skýrast í höfðinu aftur, fór að geta myndað setn- ingar og hugsað upp á nýtt. Svefninn hafði allur verið í molum og kirtlastarf- semin líka en þarna fór ég að geta sofið aftur. Eftir um tveggja vikna aðlögunar- tímabil gat ég haldið betur utan um líf mitt. Mér fór að líða betur og ég gat gert meira. Mig langaði til að fleiri gætu fengið þessa hjálp og fór að skrifa um lyfið á netinu. Smám saman kveiktu ME-sjúklingar á því að það væri eitt- hvað að gerast hjá mér og fóru að biðja læknana sína um þetta líka. ME-sjúk- lingar á Íslandi ruddu þannig brautina fyrir þetta lyf. Tveir af hverjum þremur sjúklingum fengu hins vegar neitun hjá læknum. Ég hef eiginlega ekki gert annað síðastliðin tvö ár en að hjálpa sjúklingum með því að taka saman margvísleg gögn fyrir þá til að prenta út og sýna læknum. Fyrir hálfu ári byrjaði ég svo að hjálpa sjúklingum með aðra sjúkdóma, eins og MS o.fl., til að átta sig á lyfinu. Þess ber að geta að ég geri þetta allt í sjálfboðaliðavinnu. Ég er ekki að selja þetta lyf eða neitt slíkt.“ Hvernig hefur líf þitt breyst með til- komu LDN? „Ég hef þrisvar sinnum meiri orku eftir að ég byrjaði að taka LDN. En þótt hún sé svona miklu meiri þá get ég voðalega lítið samt sem áður. Ég hafði til dæmis ekki orku til að koma hingað í strætó, mér var ekið frá Akranesi til Reykjavíkur, liggjandi út af í sætinu til að ég næði sem mestri hvíld. Ef ég geng í meira en klukkutíma á dag fæ ég eft- irálagsþreytu og ligg fyrir allan næsta dag. En hvað huglæga getu, almenna líðan og tilfinningalíf varðar er þetta allt annað líf.“ Greindi sig sjálfur LDN er ekki niðurgreitt hér á landi og margir læknar hafa ekki viljað skrifa upp á það þar sem lokarannsóknir á því hafa ekki farið fram. Þeir sjúklingar sem hafa fengið lyfinu ávísað hafa keypt það sjálfir erlendis frá, aðallega frá Skot- landi. „Þetta er skelfilegur sjúkdómur og Ég gat hvergi hrópað á hjálp Gísli Þráinsson segir ME-sjúklinga vanrækta í heilbrigðiskerfinu og að þeir séu jafnvel stimplaðir ímyndunarveikir. Hann sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá því af hverju ME-sjúklingar á Íslandi þrá viðurkenningu frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum – og frá undralyfinu LDN sem hefur breytt lífi hans til batnaðar. Mynd/ Hari. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is ME-sjúklingar eiga dapra og erfiða sögu að baki í heilbrigðiskerfinu. Flestir þeirra hafa verið greindir þunglyndir, þótt þeir séu fárveikir líkamlega. Ein ástæðan er sú að sjúkdómurinn veldur truflun á inn- kirtlastarfsemi, streituviðbrögð verða ýkt, tilfinningaviðbrögð úr langi gengin og því er ME oft rugl- að saman við geðsjúkdóma. Maður verður helfrosinn af því að ganga í gegnum þetta. Fólk fær svokallaða heilaþoku, sem rænir það einbeit- ingu. Það týnir orðum og á erfitt með að forma setningar,“ útskýrir Gísli sem sjálfur var greindur með þunglyndi til að byrja með. „Ég fór á þunglyndislyf og prófaði allt þunglyndislyfjagall- eríið en var mjög ósáttur við þessa greiningu. Svo tók ég eftir því að ég versnaði alltaf eftir að hafa fengið flensur. Flensur sem annað fólk hristi af sér á einni til tveimur vikum tóku mig úr leik í hálft ár. Fyrir rúmlega þremur árum fékk ég eina umgangspestina enn og þá fór sjúkdómurinn á alveg nýtt stig. Ég komst ekki upp úr rúminu. Ég var rúmliggjandi, með hræðilegar kvalir, í eitt og hálft ár. Ég gekk í gegnum algert neyðarástand. Ónæmiskerfið hrundi. Þá áttaði ég mig endanlega á því að þetta væri eitthvað annað en haldið hafði verið fram. Veikindin færðust í aukana og ný einkenni komu fram, eins og sjálfsofnæmiseinkenni á húð í andliti. Ég fór að leita skýringa og smám saman áttaði ég mig á því að það kæmi bara tvennt til greina: Annað hvort væri þetta ME eða Lupus. Ég er með einkenni beggja Fólk skilur þetta ekki því þetta er svo ósýni- legt. Það er eins og maður sé í ósýnilegum hjólastól. 28 viðtal Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.