Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 17
Bankar eru allir fullir af peningum. Það veit bara enginn hvað á að gera við þá.“ Hann bendir á að stjórnvöldum hafi mistekist að ná fólki á sitt band þar sem vel gengur. „Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki og eru í eðli sínu þannig að þeir miðla fréttum til almennings sem eru oft mjög neikvæðar,“ segir hann. „En ef Ís­ land er borið saman við land eins og Grikkland eru engin vandamál hér. Það eru þrengingar. Þær má all­ ar meira og minna rekja til neyslu. Auðvitað eru einhverjir atvinnu­ lausir eða tæp sjö prósent sem þýð­ ir að 93 prósent eru í vinnu,“ segir hann og bendir á andstæðuna. „Mér finnst þó ein vísbending standa upp úr um að hér sé jákvæð þróun. Hún er ekki vísindaleg en byggir á því að Bauhaus auglýsti eftir fólki um helgina. Ég held að þeir hafi stúderað efnahagsástandið hér mjög vel. Svo þetta veiti á gott,“ segir hann. Gott í kortunum Samkvæmt nýjum tölum Capacent búast tæplega 30 prósent við að tekjur heimilisins lækki en sextán prósent að þær hækki. Þetta er stökkbreyting frá því við hrunið en strax eftir það bjuggust tæplega 60 prósent við því að tekjurnar lækk­ uðu. Og dagleg neysla eykst, því nú eyðir fólk um fimm þúsund krón­ um hvern dag í stað fjögur þúsunda um miðjan maímánuð. Munar um minna! Merkilegast er þó að sjá tölur Capacent um mat landans á því hvort hann dafnar, er í þrenging­ um eða basli. Fjögur hundruð eru spurð í hverri viku og nú telja 37 af hundraði sig basla, fjórir af hverjum hundrað að þeir séu í þrengingum en sextíu af hundraði að þeir dafni vel. Það eru sautján fleiri af hverjum hundrað sem dafna en í júníbyrjun í fyrra. Þá bösluðu líka 52 af hundr­ aði, eða fimmtán fleiri af hverjum hundrað. Traust til stofnana og ríkis­ stjórnarinnar eykst milli ára en ekki til stjórnarandstöðunnar. Það minnkar. Það er niðurstaða nýrr­ ar könnunar MMR þar sem 921 úr tólf þúsund manna úrtaki svaraði spurningunum. Í fyrra treystu 18 prósent stjórnarandstöðunni en nú tæp fjórtán. Rúm fjórtán prósent treysta ríkisstjórninni en í fyrra aðeins ellefu prósent. Bankakerfið slær þó öll met, því 75 prósent bera lítið traust til þess en einungis sex prósent bera mikið traust til þess. Enda varð hér hrun. Já, gamla stjórnmálakarpið dreg­ ur okkur niður. „Ég hef stundum hugsað að ef þingmenn vissu hvern­ ig þetta karp virkaði á okkur hin þá myndu þeir ekki tala svona,“ segir Þórkatla. „Það er stuðandi þegar fólk er stóryrt í garð hvers annars þegar raunverulegur vandi er á höndum. Það er eins og að standa á árbakka og byrja að rífast með rosalegum látum um það hvaða vað á að nota til að fara yfir, í stað þess að skipuleggja sig bara; hver er með langa stöng og getur byrjað að vaða og feta sig áfram.“ Hún saknar sam­ vinnunnar. Glasið hálffullt eða hálftómt? „Og ég er alveg viss um að það eru fleiri sem sakna þess að sjá meiri samvinnu og þar með meiri ábyrgð­ arkennd gagnvart því sem við erum að gera og þarf að gera.“ Þórkatla segir ábyrgðarkennd nauðsynlega í bata. „Algjörlega. Það er nauð­ synlegt að axla sínar skyldur mjög vandlega og vanda sig. En það er líka nauðsynlegt að tala jákvætt. Svartsýni og bjartsýni eru ákvarð­ anir. Þær byggja ekki á neinum staðreyndum. Það er aðeins spurn­ ing hvort við ákveðum að trúa því að allt fari á besta veg eða hvort við ákveðum að trúa því að allt sé á leiðinni til andskotans. Báðir hafa jafn rétt fyrir sér – eru með sömu „Þetta er ekki ímyndun heldur ímynd. Ef fólk upplif- ir tóma erfiðleika í kringum sig verður það ímynd þess á stöðu samfélagsins. Þótt það sjálft eigi hugsanlega ekki í miklum vanda.“ Þórhallur Örn Guðlaugsson. staðreyndirnar fyrir framan sig, en lesa mismunandi í þær,“ segir hún. „Ameríkanar tala um hálffullt glas og hálftómt glas. Mér finnst það góð lýsing.“ Þórhallur tekur undir þetta og segir. „Ágætur maður sagði að þeg­ ar leysa á vanda þurfi að lifa í lausn­ inni, því þá birtist hún manni. Sé lifað í vandanum vex hann. Ég tel að það sé svolítið til í þessu. Hér er ekki allt að fara til fjandans. Margir eiga eftir að ganga í gegnum sína erfiðleika en hér varð engin kata­ strófa.“ En efnahagslegar hamfarir eða ekki; Þórkatla hamrar á að þjóðin upplifi ástandið einfaldlega mis­ munandi. „Sumir eru enn í afneitun á meðan aðrir eru fastir í reiðinni og enn aðrir eru komnir það langt að þeir eru farnir að trúa því að Ís­ lendingar og íslensk þjóð eigi von í framtíðinni. Ég er í þeim hópi. Mér finnst ég sjá merki um það þótt ég viti að ástandið er miserfitt á heim­ ilum og í fyrirtækjum, vinnuhópum og svo framvegis. Ég hef heyrt og lesið að kreppur fyrri tíma hafi haft svo slæm áhrif á einhverja að fólk var alltaf svartsýnt, hrætt, kjar­ klaust og fljótt að fyllast ragnarak­ atilfinningu og telja að allt sé búið. Það er hættan við áföll. Við verðum að gæta okkur á því.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is fréttaskýring 17 Helgin 28.-30. október 2011 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 1- 23 71 Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Hvað ef? skemmtifræðslu og býður grunnskólanemum á sýningar í vetur. Um er að ræða uppistand og skemmtifræðslu fyrir unglinga, foreldra og kennara um málefni sem ungt fólk stendur frammi fyrir þegar það er að vaxa úr grasi. Með húmorinn og einlægnina að vopni er opnuð umræða um raunveruleika ungmenna á Íslandi og fjallað um mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál. Hvað ef? hefur hlotið fádæma góðar viðtökur og lof áhorfenda og þeirra sem vinna við forvarnir og fræðslu. Nú þegar hafa á þriðja þúsund nemendur og foreldrar séð þetta frábæra verk í boði Íslandsbanka. Verkið er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla sem ég hef upplifað. Frábær rússíbani og nemendur tala um atriðin lengi á eftir.“ Stefán Helgi „Þetta var geðveikt leikrit ...(:“ Guðrún „Þetta var mjög skemmtilegt og held að allavegana ég hafi lært eithvað á þessu :)“ Magdalena Myndskreyting: Kristján Þór / FÍT / dagsverk.is „Ein áhrifamesta forvarnarfræðsla sem ég hef upplifað“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.