Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 24
V issulega hefur þetta áhrif á mann. Ég held að það sé óhjá- kvæmilegt vegna þess að verkið fjallar um hrikalega hluti sem eru í gangi út um allan heim og í allt í kringum okkur,“ segir Arnbjörg. „Eftir að ég byrjaði að vinna við Hreinsun gerði ég mér enn betur grein fyrir því hversu mikil og djúpstæð áhrif allur þessi hryllingur, bæði það sem teng- ist verkinu, mansal og kynferðisof- beldi, og svo stríð og aðrar hörm- ungar, hefur á manneskjuna. Og í raun finnst mér ég næstum hroka- full að vera að tala um þetta svona - maður finnur svo sterkt hvað maður er eitthvað vanmáttugur þegar mað- ur hugsar út í hvað stór hluti mann- kyns býr við og þarf að þola miklar hörmungar.“ Vinir mínir hafa bent mér á að það sé svolítið sérstakt að fara í vinn- una til þess að láta lumbra á sér og grenja úr sér augun allan daginn og fara síðan brosandi að sækja barnið á leikskólann og elda kvöldmatinn. Auðvitað tekur maður þetta að ein- hverju leyti inn á sig enda er þetta ekkert grín en ég er ekkert að vor- kenna mér yfir þessu starfi. Þetta er svona með svo margt þar sem fólk fæst við hræðilega hluti, lækna og lögreglumenn til dæmis, að fólk verður að geta aðgreint sig frá starf- inu og lifa sínu lífi áfram.“ Verkið fjallar líka um leið mann- eskjunnar til þess að komast í gegn- um svona hrikalegar hörmungar og finna sjálfa sig aftur, sættast við sjálfa sig og verða betri manneskja. Sú barátta einstaklingsins getur orð- ið erfið þegar hann lifir í samfélagi þar sem óttinn hefur tekið öll völd með tilheyrandi þöggun og kúgun. Þetta er svo fjarri manni en samt ekki og við vitum að þetta er í gangi á Íslandi. Þetta er rosalegur hryll- ingur hjá þeim stúlkum, börnum og körlum líka sem lenda í þessu harð- asta kynlífsofbeldi og er kannski haldið í gíslingu og kynlífsþrældómi árum saman. Arnbjörg segir hópinn sem stend- ur að Hreinsun hafa kafað ofan í heim mansals og kynnt sér skugga- hliðar Eystrasaltslandanna í mikill forvinnu þar sem þau skoðuðu heim- ildarmyndir og lásu sér til um við- fangsefnið. „Við veltum þessu mikið fyrir okkur og þá ekki síst því hvern- ig kynferðislegt ofbeldi hefur verið fylgifiskur stríða í gegnum aldrirnar. Í nútímanum er svo hreinlega verið að selja ungar stúlkur í vændi. Þeg- ar maður las sér til um þetta fylltist maður svo miklum hryllingi að ég á erfitt með að tala um þetta,“ segir Arnbjörg og bætir við að Sofi Oks- anen gangi mjög nærri áhorfendum í verki sínu og nái örugglega að hreyfa betur við þeim með því að hlífa þeim ekki við óhugnaðinum. „Þetta er of- boðslega sjokkerandi verk og bókin er rosalega vel skrifuð. Hún skrifaði leikritið líka á undan skáldsögunni sem er sérstakt. “ Hreinsun er þó ekki aðeins verk um ofbeldi og þann hrylling sem fórnarlömb mansals og kynferðis- ofbeldi upplifa. „Manneskjan er svo margbrotin og lífið líka og við bregðumst við sömu aðstæðum og mismunandi aðstæðum á svo ólíkan hátt. Hvort sem það er gleði eða sorg og þessi þáttur í eðli fólks er meðal þess sem Oksanen er að fjalla um í Hreinsun. Fólk er svo óútreiknan- legt og verkið fjallar líka um ástina og leiðina til þess að lifa af og komast nær sjálfum sér. Þetta var ofsalega djúp vinna og hópurinn er frábær enda verður það að vera þegar fengist er við svona krefjandi verk. Það hefur ýmislegt gengið á á æfingum eins og við er að búast þegar svona brjálaðar til- finningabombur vinna saman í svona verki. Að leika í verki eins og Hreins- un er gerólíkt því að leika í farsa eða hressilegum söngleik og það er skrítið að fara í vinnuna og rífa úr sér hjartað í dramanu allan daginn. En vonandi skilar þetta sér einhvers staðar í einhverju en það er hvers og eins að dæma um það.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Það er skrít- ið að fara í vinnuna og rífa úr sér hjartað í dramanu allan daginn. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur hina rosknu Aliide, sem hefur mátt þola ýmis- legt í gegnum tíðina, en hún skýtur skjólshúsi yfir Zöru, sem Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur. Gæti vakið óhug hjá viðkvæmum Leikritið Hreinsun, eftir Sofi Oksanen í leikstjórn Stefáns Jónssonar, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. Sagan er nærgöngul og í verkinu eru atriði sem geta vakið óhug- og eiga að gera það – þar sem Oksanen opnar áhorfendum sýn inn í viðbjóðslegan heim mansals og kynlífs- þrælkunar. Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikur annað aðalhlutverkið í Hreinsun, stúlkuna Zöru sem er á flótta undan mansalsmafíósum sem hafa haldið henni í ánauð. Arnbjörg Hlíf segist eiga erfitt með að tala um þann hrylling sem fórnarlömb mansals upplifi og hefur upplifað miklar tilfinningasveiflur á æfingum með hópnum sem frumsýndi Hreinsun á fimmtu- daginn. Ljósmynd/Hari Sofi Oksanen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Hreins- un í fyrra. Hreinsun var upphaflega leikrit sem sýnt var við miklar vinsældir í Finnlandi árið 2007. Oskanen ákvað síðan í framhald- inu að skrifa skáldsögu upp úr verkinu, með- al annars til þess að leyfa fleiri röddum að fá að heyrast í þessari átakanlegu örlagasögu tveggja kvenna og heillar þjóðar. Faðir Oksanen er Finni en móðir hennar er eistnesk og með verkinu vildi Oksanen vekja athygli á sögu þjóðar móður sinnar á meðan Eistar voru undir ægivaldi Sovét- ríkjanna. Sagan gerist í Eistlandi og hefst árið 1992, ári eftir að þjóðin lýsti yfir sjálfstæði. Aliide er tæplega sjötug kona sem skýtur skjóls- húsi yfir Zöru, unga stúlku sem hún finnur illa á sig komna við lítinn bóndabæ. Þrátt fyrir aldursmuninn sem á konunum er og þá breyttu heimsmynd sem blasir við þjóð þeirra kemur á daginn að margt er líkt með sögum þeirra. Saga Zöru kallast því á við samtímaum- ræðuna um mansal en þegar hrikti í stoð- um samfélagsins urðu Eystrasaltslöndin að gróðrarstíu mannsals og hvítrar þrælasölu. Zara er á flótta undan hættulegum glæpa- mönnum sem hafa haldið henni í hlekkjum mansals og vændis. Aliide gekk í gegnum hörmungar á sínum yngri árum þegar landið var í járngreipum Sovétsins. Með sjálfstæðinu vaknaði von um betri heim en Zara er lifandi sönnun þess að þegar einn kúgari hverfur á brott tekur annar við og rússneska mafían var fljótt að fylla skarðið sem kremlarkúgararnir skildu eftir sig. Hreinsun kom út hjá Forlaginu í fyrra og vakti bæði mikla athygli og umtal. Páll Bald- vin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi Fréttatímans, sagði þá að Hreinsum væri „líklega merkilegasta skáldverkið sem kem- ur á markað í ár,“ og að bókin væri „hvalreki öllum sem vilja næra sig með mikilvægri og brýnni sögusmíð. Hreinsun verða allir að lesa sér til gagns.“ Fyrsta bók Oksanen, Kýr Stalíns sem kom út árið 2003, er nýútkomin hjá Forlaginu en þar eru söguhetjurnar mæðgur og sú yngri er einmitt jafngömul Oksanen sjálfri, dóttir finnsk föður og eistneskrar móður þannig að líklegt má telja að sagan sé að einhverju leyti sjálfsævisöguleg. Oksanen hlaut Finlandia verðlaunin, yngst allra höfunda, fyrir Kýr Stalíns og skipaði sér með bókinni í fremstu röð finnskra rithöfunda af yngri kynslóðinni. Leikritið sem varð metsölubók Sofi Oksanen skrifaði Hreinsun fyrst sem leikrit og í kjölfar mikilla vinsælda verskins á sviði í Finnlandi vann hún upp úr því skáldsögu sem hefur farið sigurför um Evrópu og þar er Ísland engin undantekning. 24 viðtal Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.