Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 40
Fært til bókar Allar frúr sig illa bera Áður fyrr urðu vísur landfleygar og þurfti ekki nútímafjölmiðlun til. Fræg- ust er eflaust vísa Páls J. Árdal er hann kvað niður allar hugmyndir á Alþingi um þegnskylduvinnu með fjórum línum ferskeytlunnar. Vísuna orti Páll árið 1903 en hún birtist í ljóðmælum hans tveimur árum síðar: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Þótt fátíðara sé að vísur fljúgi svo ört sem fyrrum kemur það þó fyrir. Þannig er með vísu Jónasar Friðriks Guðna- sonar, skálds á Raufarhöfn og fyrrum hirðskálds Ríó-tríósins, sem hlýtur að nálgast þann sess að kallast landfleyg. Leiða setti að Húsvíkingum er þau tíð- indi bárust að Reðasafnið, hið frægasta í plássinu, yrði flutt til Reykjavíkur. Þá orti Jónas Friðrik – og þarf ekki að hafa um frekari orð: Allar frúr sig illa bera ótíðindi að heyra slík: Frá tólfta okt. er talið vera tittlingslaust á Húsavík. Krabbameinsfélagið nýtur velvildar og trausts landsmanna og það er fjöreggið okkar. Við höfum unnið fyrir því trausti og munum standa undir því áfram. Ágæta Erna. Í annars góðu viðtali við þig í Fréttatímanum 21. október síðastliðinn komu fram staðhæfing- ar sem valdið hafa mis- skilningi. Þarft er að leiðrétta þær ekki síst til að tryggja gott sam- starf þeirra sem sinna margvíslegum þörf- um þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þú nefnir að Kræftens bekæmpelse (Danska krabbameinsfélagið, systurfélag K rabbameinsfélags Íslands) styðji f járhagslega við rekstur endurhæf ingarstöðvar f yr ir krabbameinssjúklinga í Árósum. Þú berð þetta saman við Ljósið og bendir á að þið fáið ekki slíkan styrk frá Krabbameinsfélagi Ís- lands. Kræftens bekæmpelse á og rekur ráðgjafarstöðina Heimdal í Árósum, og er því þarna ein- faldlega að greiða fyrir eigin starfsemi. Þetta má skýrt sjá á heimasíðu ráðgjafarstöðvar- innar (sérstakt félag er um fast- eignina), og var staðfest við mig í símtali við forsvarsmenn Kræftens bekæmpelse að þessu væri svona háttað. Kræftens be- kæmpelse á því og rekur endur- hæfingarstöðina í Árósum alveg eins og Krabbameinsfélag Íslands á og rekur Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð. Danska krabbameinsfélagið er því ekki að styðja fjárhagslega starfsemi annarra samtaka með þessu. Sjö þjónustustöðvar aðild- arfélaga Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni njóta líka fjár- hagslegs stuðnings okkar, enda félögin innan vébanda okkar. Við vildum gera miklu betur og efla bæði þjónustustöðvarnar og Ráðgjafarþjónustuna. Allur hinn fjölbreytti rekstur okkar er hins vegar í járnum, og erfitt að sjá að fjárhagsleg staða félagsins leyfi verulegan fjárstuðning við önnur verkefni en okkar, eins og sakir standa. Í öðru lagi er rétt að halda því til haga að Ljósið hefur fengið styrki frá Krabbameinsfélaginu. Árið 2006, á fyrsta starfsári Ljóssins, lagði KÍ 2,5 milljónir króna til starfseminnar og 2 milljónir árið eft- ir. Þetta var gert til þess að aðstoða við að hleypa starfsem- inni af stokkunum. Enginn annar rekst- ur hefur fengið svo háar f járhæðir frá Krabbameinsfélaginu frá þessum tíma. Við auglýsum starfsemi ykkar dyggilega og hvetjum þá sem koma til okkar og við teljum að geti haft gagn af því að fara í Ljósið ein- dregið til að nýta sér þá þjónustu. Við erum viss um að samlegðar- áhrifin eru góð. Þú bendir á að þeir sem styðja Krabbameinsfélagið fjárhagslega telji sig vera að styrkja Ljósið, og kann svo að vera í einhverjum til- vikum. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um þá sem greiða til Ljóssins, en sumir þeirra segja þegar við leitum eftir fjárstuðningi að þeir séu búnir að styðja okkur því þeir hafi greitt til Ljóssins. Þetta rek- um við okkur því líka á. Krafa þín um að söfnunarfé gefið í fjáröflun til eins aðila renni síðan beint til rekstur hjá öðrum myndi augljós- lega gera þetta mun flóknara og ógagnsærra. Við leggjum að sjálf- sögðu megináherslu á að fé sem okkur er trúað fyrir sé nýtt í sam- ræmi við markmið með söfnun þess. Þannig er safnað í átakinu karlmenn og krabbamein (sem þú virðist telja að eigi að renna til ykkar að einhverju leyti) fyrir fræðslu og forvörnum, ráðgjöf og rannsóknum. Það er grundvall- araðtriði að standa við þau áform um nýtingu fjár sem við kynnum, og það gerum við. Krabbameinsfélagið nýtur vel- vildar og trausts landsmanna og það er fjöreggið okkar. Við höfum unnið fyrir því trausti og munum standa undir því áfram. Við vilj- um því gæta þess í hvívetna að upplýsingar um starfsemi okkar í fjölmiðlum sem byggðar eru á misskilningi eins og hér er raun- in séu leiðréttar. Við munum að sjálfsögðu leggja áfram áherslu á gott samstarf við Ljósið og óskum því starfi alls hins besta. Krabbameinsfélagið Opið bréf til forstöðu- manns Ljóssins Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameins- félags Íslands Reks trarle iga Opið alla virka daga frá 10 - 18 www.benni.is Tækifæri til að hagræða í rekstri fyrirtækisins ! Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 590 2000 Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8-12 Reykjavík - sími 590 2000 Sérfræðingar í bílum Fyrir tæki færi! Bílabúð Benna býður fyrirtækjum sem hafa hug á að yngja upp og hagræða í bílaflota sínum, breiða línu af Chevrolet, til rekstrarleigu. Um er að ræða rekstrarleigu á Chevrolet bílum í 12-24 eða 36 mánuði. • Minni fjármagnsbinding fyrir fyrirtæki • Engin endursöluáhætta • Þjónustueftirlit og smurþjónusta innifalin • Leigugreiðslur að fullu gjaldfærðar í bókhaldi • Bifreiðar hvorki eignfærðar né afskrifaðar • Bifreiðar fáanlegar vsk. breyttar Bensín Metan Dísel Fáanlegir: Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.