Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 32
Fúlakvísl rennur í Hvítárvatn. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurjónsson É g er þrællofthræddur en það er svo skrítið þegar maður horfir í gegnum vélina, jafnvel þó mað- ur sitji fyrir utan þyrluna eða þegar búið er að taka hurðina af flugvélinni, þá hverfur hræðslan,“ segir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari sem hefur undanfarin fimm ára verið á flugi yfir Íslandi og myndað landið frá sjónarhorni fuglsins. Afrakstur flugferða Sigurgeirs er kominn út á 192 blaðsíðum og er ævintýra- legur. „Ég datt inn í þetta verkefni fyrir hálf- gerða tilviljun. Ég hafði aldrei haft neinn áhuga á loftljósmyndun en tók að mér eitt slíkt auglýsingaverkefni fyrir bandarískan viðskiptavin árið 2006. Og þá kviknaði áhuginn, eiginlega alveg óvart en vatt svo bara upp á sig og nú er þessi bók komin út.“ Sigurgeir hefur verið stórtækur í bókaút- gáfu undanfarin ár. Í fyrra kom frá honum bókin Poppkorn með frábærum myndum úr tónlistar- og menningarlífinu á sjötta og sjöunda áratugnum. En þekktastur er þó Sigurgeir fyrir ljósmyndabækur með mynd- um af íslenskri náttúru. Þar á meðal eru mest seldu bækur af þeirri gerð: Amazing Iceland og Lost in Iceland. En hvað segir Sigurgeir, er önnur kúnst að mynda úr lofti en af jörðu? „Ekki svo, þetta snýst um tilfinninguna fyrir formi. Og úr lofti að ramma inn þessi málverk sem liggja á jörðinni.“ Sigurgeir er fljótur til svars þegar hann er spurður um hvort hann eigi sér uppá- halds svæði til að mynda. „Ég hef farið út um allan heim að taka ljósmyndir en svæðið í kringum Torfajökul, Tungnaá, Landmannalaugar og nágrenni er fallegasti bletturinn í veröldinni. Engin spurning.“ Málverkin sem liggja á jörðinni Bók Sigurgeirs heitir Yfirsýn. Hún er í stóru og voldugu broti (35 cm x 35 cm) og kemur í sérstæðum umbúðum. 32 ljósmyndun Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.