Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 28.10.2011, Blaðsíða 70
Það kom okkur mjög skemmti- lega á óvart hversu margir góðir dansarar mættu.  IngImar H. IngImarsson sagan sem varð að segja  Dans mIkIll fjölDI HæfIleIkafólks kallaðI á aukaþátt Guðrún Ebba eftirsótt Bókin Ekki líta undan rokselst þessa dagana en í henni segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá því kynferðisofbeldi sem faðir hennar, Ólafur Skúlason biskup, beitti hana árum saman. Á sunnudaginn kom Guðrún Ebba fram á sögufundi Vonar hjá SÁÁ. 210 manns mættu á fundinn sem er metaðsókn á slíkum fundum. Fleiri hafa áhuga á að fá Guðrúnu Ebbu til að flytja erindi og hún hefur til dæmis verið beðin um að flytja hátíðarræðu á aðventuhátíð Íslenska safnaðarins í Noregi, fyrsta sunnudag í aðventu. Fyrir utan formleg erindi hafa fjölmargir sett sig í samband við Guðrúnu Ebbu, til dæmis í gegnum Facebook-síðu hennar og þakkað henni fyrir að segja sögu sína. Sá vaski viðskiptafrétta- maður Magnús Hall- dórsson sem söðlaði nýlega um og færði sig af Viðskiptablaðinu yfir á Vísi.is er þegar farinn að láta til sín taka á Vísi svo eftir er tekið. Þannig gernýtti Magnús mögu- leikan vefmiðlunar á fimmtudag þegar hann lýsti ráðstefnunni um efnahagshrunið beint frá Hörpu í gegnum samskiptavefinn Twitter. Stutt og snörp frétta- skeyti Magnúsar voru býsna fjörug og gáfu skemmtilega og óhefð- bundna mynd af alvöru- þrunginni ráðstefnunni. Á köflum minntu lýsingar Magnúsar einna helst á útsendingu frá íþróttakappleik með innskotum á borð við: „Gylfi Magnússon er nú stiginn í pontu. Hann talar ensku eins og innfæddur Banda- ríkjamaður. Gylfi er með doktorspróf frá Yale háskóla.“ Tekinn til við að twitta Leðurblökumaður vildi Borgríki Glæpamyndin Borgríki eftir Ólaf Jó- hannesson hefur lagst vel í landann og hefur að auki vakið athygli og áhuga stór- laxa í Hollywood. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn James Mangold hyggist endurgera Borgríki Vestanhafs. Mangold var þó síður en svo eini þungavigtar- maðurinn sem sýndi mynd Ólafs áhuga og nokkuð margir munu hafa verið um hituna. Fréttatíminn hefur þannig heimildir fyrir því að einn heitasti leikstjórinn í Banda- ríkjunum um þessar mundir, sjálfur Chri- stopher Nolan, hafi sýnt Borgríki áhuga en lögmaður hans mun hafa falast eftir því að fá að skoða myndina. Nolan hefur undanfarin ár gert það gott með nýju myndunum um Batman og sló hressilega í gegn með Inception í fyrra. Bjórfélagi Björgólfanna leysir frá skjóðunni f jölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson er þessa dagana að leggja lokahönd á ævi- sögu Ingimars H. Ingimarssonar arkitekts. Blaða- og fréttamenn hafa mikið reynt að fá Ingimar til þess að tjá sig um viðskipti sín og þá ekki síst í St. Pétursborg en þar komust Björgólfsfeðgar yfir drykkjaverksmiðju hans og lögðu með henni grunninn að veldi sínu á Íslandi. Meðal þeirra spurninga sem Ingimar svarar í bókinni, Sag- an sem varð að segja, er hvað ís- lenskur eigandi drykkjaverksmiðju í Rússlandi gerir þegar hann fréttir að landar hans og samstarfsmenn hafi yfirtekið verksmiðjuna og læst hann úti. Ingimar hefur lítið viljað tjá sig um viðskipti sín við Björgólfsfeðg- ana hingað til en hann sendi Fjár- málaeftirlitinu greinargerð þegar feðgarnir voru að falast eftir kaup- um á Landsbankanum. Þar sagði Ingimar þá hafa stolið af sér verk- smiðjunni með skjalafalsi og að veldi þeirra virtist að einhverju leyti byggt á þaulhugsuðu svindli. Saga Ingimars er býsna reyfara- kennd á köflum og næsta víst er að bókin verði ein óvæntasta bomb- an í jólabókaflóðinu enda Ingimar manna líklegastur til þess að geta varpað frekara ljósi á viðskiptaveldi Björgólfs Guðmundssonar og Björg- ólfs Thors. Ingimar segir einnig frá því hvernig hann, íslenskur arkitekt, komst inn á gafl hjá æðstu ráða- mönnum í St. Pétursborg skömmu eftir fall kommúnismans en í ævin- týri hans koma ekki ómerkari menn en Vladimír Pútín og Anatolí Sobc- hak, borgarstjóri í St. Pétursborgar, við sögu. Þá skjóta einnig upp koll- inum dularfullir náungar í austur- þýska kommúnistaflokknum sem gátu opnað ýmsar óþekktar dyr auk þess sem kunnir íslenskir útrásar- víkingar gegna veigamiklum hlut- verkum. -þþ Miðað við þá vitneskju sem Ingimar býr yfir má reikna með safaríkri frásögn í bókinni sem Þorfinnur skráir. æ tlunin var að nota fyrsta þáttinn til þess að sýna frá prufunum en það kom okkur mjög skemmtilega á óvart hversu margir góðir dansarar mættu. Þau voru miklu fleiri en við bjuggumst við þannig að þetta kom svolítið aftan að okk- ur og okkur fannst ómögulegt að skera þetta góða efni niður í einn þátt þannig að það varð úr að við hefjum leikinn með tveimur þáttum á laugardaginn,“ segir Ragnhildur Steinunn sem er himinlif- andi, bæði yfir áhuga dans- ara á þættinum sem og þeirri góðu stemningu sem myndaðist í pruf- unum. Danskeppnin sjálf hefst síðan fyrir alvöru í bein- um útsendingum á laugardaginn eftir viku en þar sýna dansarar listir sínar, einstaklingar, pör og hópar. Tvö atriði úr hverjum þætti halda síðan áfram í úrslitakeppnina. „Þetta er búið að vera ofboðslega gaman og það voru sterkar tilfinningar í gangi í prufunum, bæði grátur og gleði, og greini- legt að allir eru að gefa sig í þetta af lífi og sál. Og ég segi það í fullri alvöru að þarna eru samankomnir bestu dansarar landsins. Ég meina það. Það er frábært hvað allt þetta hæfileikafólk sýnir þessu mikinn áhuga. Ég heyrði það á dönsurunum að þeim leið eins og þeir væru í útlöndum vegna þess hversu mikil stemning var í prufunum.“ Dómnefnd þáttarins skipa, auk Katrínar Hall, listræns stjórnanda Íslenska dans- flokksins, þau Karen Björk Björgvinsdótt- ir, fyrrverandi Íslands- og heimsmeistari í samkvæmisdönsum, og Gunnar Helgason leikari. Ragnhildur Steinunn veit fátt skemmtilegra en að horfa á dans þannig að hún verður í bana- stuði þegar hún leiðir áhorfendur í gegnum hádramatíska danskeppnina í vetur. Mikið drama, grátur og gleði Þátturinn Dans, dans, dans, sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stjórnar, hefur göngu sína í Sjónvarpinu á laugardaginn. Slíkur fjöldi hæfileikaríkra dansara mætti í prufur þannig að Ragnhildur og félagar sátu uppi með svo mikið efni að ekki þótti annað fært en að gera prufunum skil í tveimur þáttum sem verða sendir út á laugardagskvöld sitt hvoru megin við Kexvexmiðjuna. Dómararnir Gunnar Helgason, Katrín Hall og Karen Björk tóku þátt í dramanu í Laugardalshöllinni þar sem stutt var á milli hláturs og gráts þegar tilfinningarnar tóku völdin hjá áköfum og einbeittunum dönsurunum. 66 dægurmál Helgin 28.-30. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.