Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 25
islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný þjónusta Við bjóðum vaxtagreiðsluþak yfir höfuðið Vaxtabreytingar geta valdið sveiflum í greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána. Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka veitir skjól ef vextir hækka. Þá jafnast greiðslubyrðin en það sem fer upp fyrir þakið bætist við höfuð stól og dreifist á lánstímann. Kostir vaxtagreiðsluþaks · Léttir greiðslubyrði ef vextir hækka · Dregur úr óvissu og veitir öryggi · Lánstími lengist ekki · Óverðtryggð lán geta hraðað eignamyndun Ókostir vaxtagreiðsluþaks · Hluta vaxtagreiðslunnar er frestað · Höfuðstóll hækkar ef vextir lánsins eru umfram vaxtagreiðsluþakið · Hærri höfuðstóll hækkar heildarvaxtakostnað lánsins Allar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér nánar skilmála vaxtagreiðsluþaksins og þær tegundir lána sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli. ekki inn í blaðamannaskólann því maður verður að vera með stúdents- próf í grænlensku sem fyrsta mál, sem ég var ekki. Hins vegar var hér fullt af dönskum blaðamönnum þannig að mér fannst að ég gæti al- veg orðið blaðamaður líka, ég talaði og skildi grænlensku vel. Ég hafði því samband við skólastjóra blaða- mannaskólans og sannfærði hann um að taka mig inn í skólann. Það tókst og þegar ég byrjaði í blaða- mennskunni komst ég að því að þar var ég á réttri hillu.“ Inga Dóra hóf störf sem blaða- maður á AG, öðru stærsta dagblaði Grænlands og varð síðar ritstjóri. Hún vakti athygli í samfélaginu fyrir gagnrýna blaðamennsku sem varpaði ljósi á misnotkun þáverandi heimastjórnar á opinberu fé. Þá hafði siumut-flokkur Jonathan Mozfeldt verið við stjórnvölinn í Grænlandi frá tilkomu heimastjórnarinnar, í 30 ár. „Ég byggði upp teymi af ungu fólki sem var með og vildi breytingar. Það var í raun AG að kenna að ríkis- stjórnin féll í kosningunum 2009. Við urðum fjórða valdið, fórum að veita stjórnvöldum aðhald og flett- um ofan af dæmum um misnotkun á almannafé á tíma Jónatans Moz- feldt. Þetta var ofboðslega erfitt. Ég þekkti Jónatan persónulega, hann var fyrrverandi tengdapabbi minn. En ég tók ákvörðun um að þessu yrði ég að fylgja eftir. Það var svo mikið í húfi fyrir samfélagið. Ég vissi þó fyrir víst að þetta myndi þýða að ég yrði einangruð í starfi. Hér er ríkið stærsti vinnu- veitandinn og það passa sig allir á því að vera ekki of gagnrýnir í garð stjórnvalda því flestir munu þurfa að vinna hjá hinu opinbera dag einn. Þetta er dálítið einkennandi fyrir grænlenskt samfélag, óttinn við að segja skoðanir sínar. Maður verður að velja sér málstað til að berjast fyrir og fylgja honum þá alla leið. Ég finn það núna að kerfið passar aðeins upp á hvað Inga Dóra er að fara að gera.“ Hún hætti sem ritstjóri vorið 2011. „Þá var búið að sameina útgáfufélög tveggja stærstu dagblaðanna. Mér fannst bara tími til að hætta eftir það og snúa mér að einhverju öðru.“ Inga Dóra stofnaði í kjölfarið eigið ráðgjafafyrirtæki, ID, þar sem hún veitir ráðgjöf á sviði almannatengsla, stefnumótunar og ýmsu því tengdu. Spennandi hlutir að gerast Inga Dóra talar af leiftrandi ástríðu um land sitt og þjóð. „Það er mik- il krísa í Suður-Grænlandi en það er líka þar sem það sem mest er spennandi er að fara að gerast,“ segir Inga Dóra. Í Grænlandi er að finna miklar náttúruauðlindir. Eitt mesta magn fágætra jarðmálma í heiminum er að finna í Kvarnefjeld í Suður-Grænlandi, taldar eru líkur á því að olía finnist í landgrunnin- um við Norður-Grænland og miklir möguleikar eru á virkjun vatnsafls svo lengi má telja. „Umræðan um það hvort byrja eigi á verkefnum í málmvinnslu, eða hvort leyfa eigi Alcoa að byggja álver í Nuuk-firði er svo tvípóla. Umhverfissinnar fundu þessum hugmyndum allt til foráttu og umræðan komst ekkert á mál- efnalegt stig fyrr en mjög nýlega. Þá fórum við að geta rætt um hvaða þýðingu þessi verkefni geta haft fyrir land og þjóð og hvaða hindr- anir við verðum að yfirstíga þeim samfara. Við vitum í raun ekki enn hvaða þýðingu þau munu hafa, en við erum að minnsta kosti komin þangað í umræðunni,“ segir Inga Dóra. Eitt þeirra úrlausnarefna sem rætt er um í grænlensku samfélagi sam- fara þeim verkefnum sem eru í um- ræðunni er vinnuafl. Ljóst er að flytja þarf inn vinnuafl erlendis frá til að sinna þeim störfum sem verða til. Talið er að verkefnin sem eru í deigl- unni geti skapað allt að fimm þúsund störf. Í Grænlandi búa 56.000 manns og er því áætlað að fólksfjölgun geti orðið nær tíu prósentum. Nýfengið ríkidæmi blasir við „Fólk gerir sér líklega sér ekki grein fyrir hvað þetta eru rosalega stór verkefni og hvað þau geta haft í för með sér. Reyndar held ég held að það sé mjög óhollt fyrir þjóðfélagið ef fólk fer að hugsa um hversu rík við verðum. Við eigum bara að gera eins og Norðmenn, setja peningana í lokaðan sjóð og passa að þeim verði ekki eytt. Kannski eigum við að nota hluta af þeim til að byggja upp almennilegt heilbrigðiskerfi en við verðum að passa upp á þessa pen- inga ef þeir koma. Við munum ekki sjá fjárhagslegan ávinning af þessum verkefnum fyrr en eftir 30 ár en fólk talar hins vegar eins og það verði á morgun. Það sem er að gerast núna í Græn- landi er mjög spennandi. Við erum á tímabili þar sem við erum aðeins byrjuð að krafsa í jörðina og undir niðri ólgar allt. Við erum á ákveðnu tímabili í svokölluðum póst-nýlendu- hugsunarhætti þar sem við erum far- in að dýrka það sem var áður en við urðum nýlenda og horfum mikið til baka til þess tíma áður en Danirnir komu. Við erum að skoða ræturnar og hvernig við getum nýtt það í dag sem við áttum þá. Það er bara svo stutt síðan við vorum nýlenda og það hefur mikið að segja hvernig hug- arfar er við lýði hér í dag. Ég vil sjá það breytast. Ég vil sjá Grænlend- inga læra að taka ábyrgð á sjálfum sér, bæði sem einstaklingar og sem þjóð. Við eigum ekki að kenna fortíð- inni um hvernig við erum í dag. Við getum ekki alltaf bent á nýlendupóli- tíkina og kennt henni um, það gerir okkur ekkert gott. Við verðum að líta til fortíðar og viðurkenna þau mistök sem þá voru gerð, læra af þeim og halda svo áfram.“ viðtal 25 Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.