Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 34
34 Ferðir Helgin 29. júní-1. júlí 2012  Suðurland Fjölbreytt aFþreying Suðurland ÝmSir viðburðir í júlí ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 6 01 34 0 6/ 12 Tjaldaland ÚTilífs er við hliðina á TBr-höllinni við glæsiBæ. Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga kl. 10-17. Fleiri Upplýsingar á www.UtiliF.is verð: 32.990 / 42.990 Kr. HigH Peak Como 4 og 6 manna tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm. verð: 59.990 Kr. THe norTH FaCe TadPole 2 manna létt göngutjald 2,4 kg. vatnsvörn 1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm taffeta. álsúlur. Hæð 100 cm. verð: 84.990 Kr. HigH Peak nunaTak 3 manna göngutjald með góðu fortjaldi og áföstum dúk. vatnsvörn 4.000 mm. Botn 5.000 mm. álsúlur. Hæð 110 cm. Þyngd 3,9 kg. verð: 56.990 Kr. HigH Peak anCona 5 manna rúmgott fjölskyldutjald. vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. Tjöldin fásT í Tjaldalandi NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS m arkaðsstofan er sam-starfsverkefni sveitar-félaga og fyrirtækja á Suðurlandi sem stofnað var til í því skyni að efla markaðs- og kynning- arstarf á svæðinu. Markmið henn- ar er að auka atvinnustarfsemi og umsvif í ferðaþjónustu með aukn- um fjölda ferðamanna inn á svæðið. Davíð bendir á að Suðurlandið er sá landshluti sem flestir ferðamenn heimsækja enda skartar svæðið ein- staklega fjölbreyttri náttúru, sögu og menningu. Svæðið er víðfeðmt en það teygir sig frá Selvogi í vestri og alla leið að Höfn í Hornafirði í austri og þar er einn mesti fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem fyrir- finnst í einum landshluta. Fjölbreytt afþreying „Í kjölfar eldsumbrotanna hafa enn fleiri fyrirtæki komið inn á mark- aðinn hér og fjölbreytni í alls kyns afþreyingu hefur aukist til muna.“ Davíð nefnir sem dæmi ný fyrir- tæki sem tengjast hestamennsku, útivist og matarmenningu. Þar á meðal eru bæði fyrirtæki sem leggja áherslu á útreiðar um víðerni og göngur um jökla og fyrirtæki sem leigja út hvers kyns frístunda- tæki eins og snjósleða og fjórhjól. Þannig er nú hægt að komast í fjór- hjólaferðir í Skaftárhreppi og um ríki Vatnajökuls á svæðinu við Hof- fellsjökul. Vatnajökulsþjóðgarður hefur gríðarlega mikið að bjóða og þar er rekin öflug ferðaþjónusta allt árið. Leiðirnar inn á Fjallabak og hálendið liggja um Rangárþing, meðal annars upp af Hvolsvelli, og jarðvangurinn í kringum Kötlu og Eyjafjallajökul á eftir að verða því svæði mikil lyftistöng. Suðurströndin er mikið gós- enland fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun. Fyrsti viðkomustað- ur farfuglanna er einmitt á þess- um slóðum og þar má oft rekast á fágæta fugla sem hafa flækst til landsins með háloftavindum. Einn þessara staða er Ingólfshöfði en yfir sumarmánuðina eru einmitt skipu- lagðar fuglaskoðunarferðir í höfð- ann. „Það er tvímælalaust hægt að mæla með því að fólk gefi sér góðan tíma til að skoða náttúruna og dýra- lífið,“ segir Davíð. Við ströndina eru líka ótal aðrir möguleikar tengdir sjóðstangaveiði, strandveiði, fisk- markaðir, siglingar og brimbretti. Upplýsingar um þá fjölbreyttu afþreyingarmöguleika sem er að finna á Suðurlandi er hægt að nálg- ast í fjölda upplýsingamiðstöðva sem starfræktar eru á svæðinu. „Við leggjum áherslu á að möguleikar til afþreyingar eru mjög fjölbreyttir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á Suðurlandi,“segir Davíð, en Markaðsstofa Suðurlands heldur einnig úti upplýsingaveitu á netinu á slóðinni: www.south.is og www. markadsstofa.is Best varðveitta leyndarmálið Að sögn Davíðs liggur styrkur ferðaþjónustunnar á Suðurlandi í því að stærstur hluti svæðisins er aðgengilegur allan ársins hring og mikilvægar samgönguumbæt- ur hafa stytt vegalengdir til muna. „Undanfarin ár hafa mildir vetur unnið með okkur en einnig er búið að byggja upp fleiri vegi eins og nýja Gjábakkaveginn sem styttir leiðina að Gullfossi og Geysi umtalsvert. Nú tekur það ekki nema rúman hálftíma að aka frá Reykjavík að Geysi um Gjábakkaveg.“ Talsverð eftirvænting er einnig bundin við opnun Suðurstrandarvegarins. Til- koma hans breytir miklu og bætir aðgengi að svæðinu við Selvog og Herdísarvík á Reykjanesi. Suður- strandarvegurinn greiðir Sunnlend- ingum leið til Keflavíkur og gerir þeim sem koma til landsins kleift að aka beint frá flugvellinum í Keflavík inn á Suðurland án þess að þurfa að fara í gegnum umferðamannvirk- in og allar slaufurnar í Reykjavík. „Svæðið sem Suðurstrandavegur opnar er gríðarlega fallegt og að mínu viti eitt best varðveitta leynd- armálið í nágrenni höfuðborgarinn- ar. Þarna er mikið af minjum sem tengjast atvinnusögu okkar eins og til dæmis útróðrasvæðin við Selvog og víðar.“ Ósnortin náttúra og kyrrð Þrátt fyrir mannvirkin öll og fjöl- breytta flóru afþreyingarmöguleika á Suðurlandi er mesta sérstaðan þó ef til vill fólgin í þeirri auðlegð sem landið lagði með sér sjálft. „Þeir sem hingað koma eru oft að sækjast eftir því sem þeir hafa ekki greiðan aðgang að annars staðar, ósnort inni náttúru, kyrrð og ró.“ Suðurland í sókn Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands hvetur fólk til ferðalaga á Suður- landi, enda sé óvíða meiri afþreying og þjónusta í boði auk þess sem náttúran þar skartar því besta sem Ísland hefur að bjóða n úna um helgina verður sum-armót Hvítasunnumanna haldið á Selfossi. Hátíðin er haldin við hvítasunnukirkjuna og stendur frá föstudegi til sunnudags. Þá verður einnig núna á sunnu- daginn hátíð í Grímsnesinu undir nafninu Brú til Borgar. 5.-8. júlí er Besta útihátíðin hald- in á Gaddstaðaflötum við Hellu og verður þar mikið um að vera. Nán- ari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.bestautihatidin.is 7. júlí er hjólahátíðin Tour de Hvolsvöllur haldin með látum. Ræs- ing fer fram frá Reykjavík klukkan 7 að morgni, frá Selfossi klukkan 8.30 og frá Hellu klukkan 9.30 og geta þátttakendur því valið úr nokkrum vegalengdum. Á Hvolsvelli verður síðan ýmis af- þreying svo sem hópaakstur, sýn- ing, vélaleikir og rúnturinn fyrir gesti á vegum Fornvélafélags Ís- lands. Þá verður einnig á staðnum ljósmyndasýning, leikir fyrir börn, hjólafærni, Dr. Bæk, Sveitamarkað- ur og fleira. Þá verður heljarinnar götugrill og er stefnt á að kveikja upp í kolunum á slaginu 18.00. Nán- ari upplýsingar og skráning er á www.hvolsvollur.is 8. júlí verður Íslenski safnadagur- inn haldinn hátíðlegur víðsvegar í sveitarfélaginu Árborg og má finna nánari upplýsingar um hann inni á www.arborg.is 20.-22. júlí er Bryggjuhátíðin á Stokkseyri þar sem að verður fjöl- breytt fjölskyldudagskrá, varðeldur og bryggjusöngur. Nánari upplýs- ingar inni á www.arborg.is og www. stokkseyri.is 28. júlí verður síðan klikkt út með metnaðarfullri djasshátíð á Hellu, Hvolsvelli og víðsvegar um Rangár- þing. Þess má einnig geta að Sumar- tónleikar eru haldnir í Skálholti all- ar helgar í júlí. Viðburða- og menning- ardagskrá á Suðurlandi Samkvæmt Sigurdísi Lilju Guðjónsdóttur hjá Upplýsingamið- stöðinni í Hveragerði er ýmislegt við að vera á Suðurlandi í júlí. Frá Safnadeginum 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.