Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 40
40 bækur Helgin 29. júní-1. júlí 2012  RitdómuR Allt eR ást Sigurjón Pálsson hlaut íslensku glæpasagnaverð- launin í síðustu viku fyrir bók sína Klæki. Í kjölfarið tók sala á bókinni við sér og situr hún nú í fimmta sæti kiljulistans á metsölulista Eymundsson. Vinsæl spennusAgA  RitdómuR sumARhús með sundlAug K ápumynd nýrrar skáldsögu hollenska rithöfundarins og sjón-varpsmannsins Hermans Koch sýnir á rauðum fleti hlustunarpípu læknis sem einhver hefur lagt frá sér flækta og snúna. Myndin er myndlíking, boði um efni skáldsögunnar Sumarhús með sund- laug sem komin er út í afbragðs þýðingu Rögnu Sigurðardóttur nú rétt ári eftir að sagan kom út á frummálinu. Heiti sög- unnar vísar til helgra frídaga fjölskyldu; hita, nektar einkalífs í nálægð vatns og birtu. Læknir í sumarleyfi með fjölskyldu eru merkin sem okkur eru gefin. Fyrir tveimur árum kom út á sama forlagi saga Kochs, Kvöldverðurinn, og naut vinsælda, vakti athygli – verð- skuldað. Millistéttin evrópska er við- fangsefni hans, siðir hennar og siðgæði, hvað leynist undir fáguðu velferðaryfir- borði nútímamannsins; karla, kvenna og unglinga. Áreksturinn sem höfundurinn notar til að bregða kviksjá undir yfirborð okkar tíma er þar eins og hér framferði unglinga, framferði sem um síðir kemur í ljós, óbeislað, öfgakennt og með öllu ókunnugt foreldrum þeirra. Í Sumarhúsi velur Koch sér sögumann heimilislækni, föður tveggja dætra, að því virðist farsælan mann í hjónabandi og starfi. Marc lifir skipulögðu lífi: Sinnir sjúklingum sem leita til heimilislæknis af samviskusemi, greinir sjúkleika þeirra sem oft er áunninn vegna lífernis, hlustar á þá. Staða hans gefur honum aðgang að boðskerfi menningarelítunnar og úr þeim hópi fær hann kúnna. Í raun fyrirlítur hann sjúklinga sína, ofbýður líkamleg hrörnun þeirra, greining hans er í senn á sál og líkama sjúklinga. Lesandi fær snemma í fyrstu persónu sögu hans skýra huglæga afstöðu sem er bæði til- finningaleg og siðleg. Kock er farinn að kokka í okkur skilning, leika sér af mikilli smásmugulegri færni með huga lesandans. Nema hvað: Einn skjólstæðinga Marc er sviðsleikarinn Ralph, svelgur á mat, vín og víf, lífsnautnamaður kvæntur bældri og ófullnægðri eiginkonu. Ralph leitar læknis vegna meins og það tekst kunningsskapur. Ralph og kona hans bjóða Marc og fjölskyldu í heimsókn í sumarbústað með sundlaug. Þar gerast atburðir sem leiða sögumann okkar á vit örlaga sinna, hann sem telur sig hafa allt á hreinu verður leiksoppur. Í hinni stóru mynd er Koch að fást við siðræna tvöfeldni, karlmenn sem líta á konur sem bráð, konur sem líta á karlmenn sem leikfang, tæki. Niður- staða Koch er ekki augljós heldur verður lesandi hver fyrir sig að spá og ráða sinni niðurstöðu. Koch er afhjúpandi höf- undur, ekki aðeins á siði og siðgæðisbrest vestrænna samfélaga, heldur ekki síður lýsir hann upp hugarfylgsni menningar okkar og um leið skúmaskot lesandans. Þess utan er hann nöturlega fyndinn í sparlegri útmálun atvika og aðstæðna og kann að búa til spennu sem heldur les- anda á nálum. Hér er ekkert sem sýnist. Dirfska Koch felst ekki síst í að hann hikar ekki við að draga óþægileg efni fram í dagsljósið og veitir athygli djúp- stæðu dýrslegu eðli tegundarinnar; karl- dýrsins í dýrum hörjakkafötum – kven- dýrsins í stuttum kjól. Kynhlutverkin eru í skoðun hans djúpstætt menningarlegt fyrirbæri sem við teljum okkur trú um að liggi ofarlega í hillusamstæðunni sem lífið á að vera. En svo verða atvik sem hleypa skepnunni út og forskrifað eðli okkar heimtar sitt. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Feður og konur þeirra Sumarhefti þjóðmálatímaritsins Þjóðmála kom út fyrir stuttu; 96 síður af lesefni. Á for- síðu eru helstu greinar taldar skrif Erlends Magnússonar um krónu og erlenda gjald- miðla, Jón Magnússon lögfræðingur skrifar um niðurstöðu Landsdóms og úttekt er á Grímsstaðamálum. Margir aðrir höfundar eiga efni í heftinu: Björn Bjarnason fjallar um forsetakosningar, Páll Harðarson um afnám gjaldeyrishafta, Frosti Sigurjónsson um stöðu krónunnar, Hannes Hólmsteinn um kenningar um göfuga villimenn, Gunnar Rögnvaldsson um byggðastefnu og þjóð- ríki. Þá er í heftinu birt ljóð eftir Jónas Þor- bjarnarson skáld sem féll frá fyrir stuttu. Þjóðmál fást í öllum betri bókaverslunum og í áskrift hjá útgefanda. -pbb Sumarhefti Þjóðmála komið út Tímarit nemenda við hinar ýmsu deildir innan háskólasamfélags- ins hafa um langan aldur komið út, frægast þeirra tímarit lög- fræðinema við HÍ. Minna þekkt er Orðið, tímarit guðfræðinema sem komið hefur út í 48 ár. Nýtt hefti barst síðunni fyrir nokkru, 186 síður og geymir nokkra flokka greina: Biskupskjör, Af trú, Af vettvangi fræða og Af vettvangi deildarinnar. Leikmönnum kann að þykja þar forvitnilegust úttekt á þeim frambjóðendum sem hæst fóru í biskupskjöri. Rit Fornleifafræðingafélags Íslands, Ólafía, fjórða hefti kom út fyrri hluta árs og geymir sex greinar byggðar á meistara- prófsverkefnum nýrra fornleifafræðinga. Viðfangsefnin eru öll spennandi: Skólapiltar og svefnstofa þeirra í Skálholti, fornar leiðir á Íslandi, greftrun barna á kaþólskum tíma, staða kynjafornleifafræði hér á landi, karlmennska í herskipum og hugleiðingar um kuml og greftrun. Heftið gefur fyrirheit um nýja kynslóð forleifafræðinga hér á landi. -pbb Tímarit háskólanema Neon-bók nr. 72 er Allt er ást eftir sænska ljóðskáldið Kristian Lundberg. Þórdís Gísladóttir þýðir þetta stutta prósaverk af mikilli smekkvísi og í leit að upplýsingum um skáldið rekst lesandi á gamla umsögn hennar um verkið á Druslubókarsíðunni góðu, svo leiða má að því líkum að hún hafi átt sinn þátt í að finna Lundgren útgefanda hér á landi. Hvað um það. Bókmennta- verk Lundberg er kærkomin sending — hver sem magnaði hana. Hún er ný af nálinni, báðar þýðing- arnar sem fjallað er um í pistlum hér á síðunni eru nýútgefin verk, báðar merkileg bókmenntaverk, en hvor með sínu lagi. Texti Lundberg fylgir ekki línulaga frásögn, heldur er hann settur saman af ógrynni minninga, skynjana, hugsana sem hrann- ast upp í huga sögumannsins og um leið skipast hægt í stóra mynd en víða rifna, rofna – skaddaða – í huga lesandans. Maður á miðjum aldri rifjar upp bernsku sína, brotthvarf föður, andleg veikindi móður, einmanakennd og útilegu í hópi félaga sem gefa sig á vald áfengi og seinna spítti. Sjálfsmorð tíð, slysin við dyrnar. Þannig verður til mynd af bernskuborginni Málmey, og henni er síðan stillt upp við hlið nýlegri minningarbrota: Ómannlegri vinnu hjá mönnunarfyrirtæki sem selur starfskraft til allra þeirra sem vilja fá hann sem ódýrastan og heimi svörtu vinnunnar, heimi þeirra sem ekki eru til: Glataðri ást sem ekki verður endurheimt; eftirsjá og fálátum heimi með móðurlausum ungum syni. Stíll Lundberg er seiðandi og brotakenndur í meira lagi, því þar er undir skynjun í tveimur tíma- rýmum, stundum þremur, dagleg vera, minnisflæði, og ásetningur. Vitaskuld má kalla hann ljóðrænan þó hann sé skrautlaus, flæðið er myndrænt í meira lagi en þær myndir eru naktar, tómar, tálgaðar. Hreinsunin í stílnum gerir hann ágengan, einfaldan og áhrifamikinn, örvæntingin sem hvirflast um söguheimana síðu eftir síðu, nánast eins og síendur- tekið stef, skapar hrynjandi sem dregur lesandann inn í verkið, heimti hann svo svör og skýran endi fær hann hvorugt: Sögumaður hefur lifað af og er til frásagnar. Það er ólíklegt að þorri lesenda treysti sér á vald svo sundraðs texta en þeir sem þora að leggja af beinum, vel stikuðum og vandlega merkt- um stígum ættu að hverfa af hinni margþræddu götu og elta Kristian Lundberg inn í villta óræktina. Það er þess sannarlega virði. -pbb Allt lifir og vill lifa  sumarhús með sundlaug Herman Koch Ragna Sigurðardóttir þýddi JPV, 366 síður, 2012.  Allt er ást Kristian Lundberg Þórdís Gísladóttir þýddi. Bjartur, 159 síður, 2012. Kristian Lundberg. Dirfska Koch felst ekki síst í að hann hikar ekki við að draga óþægileg efni fram í dagsljósið og veitir athygli djúpstæðu dýrslegu eðli tegundar- innar; karldýrsins í dýrum hörjakkafötum – kvendýrsins í stuttum kjól. Herman Koch. Nýjung! D-vítamínbætt LÉttmJÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.