Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 30
Í strípistóði L Löngum höfum við hjónin verið með heitingar um gönguferðir okkur til heilsu- bótar. Við höfum sett okkur plön um að ganga þrisvar í viku, kannski hálftíma eða svo í senn. Alltaf hefur það byrjað vel enda höfum við lengi búið í grennd við frábærar gönguleiðir höfuðborgarsvæðisins en jafnan hefur þetta orðið endasleppt hjá okkur og fjarað út. Andinn hefur að sönnu verið reiðubúinn en holdið veikt – eða eftir atvikum þreytt þegar við komum heim eftir langan vinnudag. Þá setjum við veðr- ið gjarna fyrir okkur. Stundum er rigning eða rok, nema hvort tveggja sé. Í annan tíma finnst okkur of kalt þótt ástæðan sé sú við nennum ekki út, enda má yfirleitt klæða af sér veðrið. Gönguskórnir sem keyptir voru í góðum tilgangi slitna því lítið þótt það komi fyrir að við reimum þá á okkur og göngum Kópavogsdalinn eða göngustíginn með- fram Kópavoginum að höfninni fremst á Kársnesinu með útsýni að Arnarnesi og Bessastöðum, þar sem starf ku vera laust til umsóknar frá og með morgundeginum, án þess að það freisti okkar sérstaklega. Mín góða kona var hins vegar ákveðin, þegar við skruppum í stutt frí á dögunum á suðlægar slóðir, að standa við hin stóru fyrirheit um heilsubótargöngur. Þar var að minnsta kosti ekki hægt að bera fyrir sig veður, nema það væri hreinlega of heitt. Konan sá við hugsanlegum kvörtunum bónda síns vegna hitans og lagði til dagleg- ar gönguferðir á ströndinni. Hafgolan sæi til þess að hitinn yrði ekki óbærilegur auk þess sem alltaf mætti kæla tær og spóa- leggi í sjónum og jafnvel allan kroppinn. „Við göngum klukkutíma á dag,“ sagði konan, látum sandinn gæla við tær og iljar. Það getur ekki verið betra. Þú nennir hvort sem er ekki að liggja í sólbaði. Þetta hressir okkur og styrkir og verður kannski til þess að við höldum göngutúr- unum áfram þegar við komum heim.“ Ég tók áskoruninni enda vart í kot vísað að rölta í gylltum sandi og horfa á blátt Miðjarðarhafið. Heilu fjölskyldurnar lágu á bekkjum eða handklæðum í sandinum og nutu lífsins. Sumir sóluðu sig, aðrir lásu í skugga sólhlífar. Börnin léku sér í fjöruborðinu, mokuðu í fötur eða bjuggu til sandkastala. Frítíminn var nýttur hvort heldur var meðal innfæddra eða gesta. Þeir sem fengið höfðu nóg af sólinni leituðu á nálægan strandbar og pöntuðu kaldan drykk. Við röltum það nærri sjónum að stöku öldur náðu okkur og sópuðu sandi af tánum. Alls staðar var fólk að leika sér á bárubrún, börn jafnt sem fullorðnir. Verðir höfðu gát á að enginn hætti sér of langt. Úti fyrir þeystu sækettir þeirra sem undu ekki ró sólböðunar og enn utar sást í snekkjur hinna ofurríku, eða að minnsta kosti þeirra sem enn hafa nægilegt láns- traust til að sigla slíkum fleyjum, sýna sig og sjá aðra. Það verður að viðurkennast að heldur þægilegra er að ganga með þessum hætti í suðrænni veðurblíðu en í misjafnri veðr- áttu landsins bláa enda sóttist okkur gang- an vel á nánast endalausri sandströndinni. Við vorum hætt að taka eftir því fjölmarga fólki sem á vegi okkar varð fyrr en konan hnippti í mig og sagði í forundran: „Þessi er ekki í neinu, hann er ber.“ Mikið rétt, skammt undan okkur stóð heldur vamb- síður karl bísperrtur og horfði til hafs, rétt eins og guð skapaði hann, sem sagt á sprellanum. „Hvers lags er þetta,“ sagði konan, „get- ur maðurinn ekki verið í sundfötum eins og aðrir, það er nú ekki eins og þessi fitu- bolla sé eitthvert augnayndi.“ Hún hafði varla sleppt orðinu þegar annar strípaling- ur blasti við augum, heldur mjóslegnari sem gerði slátrið meira áberandi en fráleitt meiri yndisauka. Sá þriðji lá síðan eins og skata, hálfvegis á hlið og hálfvegis á kviði og sólaði á sér eistun að aftanverðu. Sú sýn var einna minnst fyrir augað. „Ja hérna, í hverju erum við lent,“ sagði frúin og leit undan þegar við gengum framhjá þeim þriðja en það dugði lítt. Fram undan stóðu ýmist eða lágu berir karlar í öllum stærðum og gerðum og sóluðu á sér kroppinn. Húðlitur þeirra sýndi að þeir voru ekki þarna í fyrsta sinn. Sumir voru eins og gamlar leðurtöskur, nema heldur krumpaðri. Konur í þessu strípistóði voru hins vegar fáar, einhverra hluta vegna. Heldur við aldur flestar, að því er best varð séð og síst álitlegri en karlarnir nema fyrir þær sakir að ekki þvældust fyrir þeim utanáliggjandi pípulagnir. „Snúum við,“ sagði minn betri helming- ur sem greinilega leist ekki á blikuna. „Þá lendum við aftur á þessum sem er með bakhliðina á scrotum í tani, eins gæfulegt og það nú er,“ sagði ég. „Á flestum stöðum vildi ég sólbrenna annars staðar en þar,“ bætti ég við, svona upp úr eins manns hljóði þegar mér varð hugsað til þessa kynbróður míns þar sem hann lá í sandinum í undarlega læstri hliðarlegu. „Það verður að hafa það,“ sagði mín kona og setti undir sig hausinn á bakaleið- inni, „þetta er ekki fyrir minn smekk.“ „Hvað þá með okkar daglegu göngu á ströndinni?,“ spurði ég í sakleysi þess sem komið hefur sér undan göngtúrum í áratugi. „Við göngum bara þegar við komum heim,“ sagði frúin um leið og hún stikaði fram hjá þessum í hliðarlegunni. „Það er ólíklegt að þeir liggi svona berrassaðir þvers og kruss á Kársnesinu.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i Grunnpakki Kára Steins Grunnpakkinn frá NOW inniheldur þau lykil næringarefni sem flestir fá ekki nóg af. Frábær viðbót „Til að ná hámarks árangri þarf ég að gera miklar kröfur til sjálfs mín og þess sem ég læt ofan í mig. Ég vel NOW!“ Kári Steinn Karlsson, hlaupari og ólympíufari. Te ik ni ng /H ar i 30 viðhorf Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.