Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Page 45

Fréttatíminn - 29.06.2012, Page 45
4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Villingarnir / Stubbarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Tommi og Jenni / Maularinn / Tasmanía /Krakkarnir í næsta húsi 11:10 iCarly (1/25) 12:00 Hádegisfréttir 12:25 Nágrannar 14:10 Evrópski draumurinn (1/6) 15:00 2 Broke Girls (5/24) 15:30 Wipeout USA (11/18) 16:20 Sprettur (3/3) 16:50 Mad Men (12/13) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:20 Frasier (13/24) 19:45 Last Man Standing (1/24) 20:10 Dallas (3/10) 20:55 Rizzoli & Isles (3/15) 21:40 The Killing (8/13) 22:25 House of Saddam (4/4) 23:25 60 mínútur 00:10 The Daily Show: Global Edition 00:35 Suits (3/12) 01:20 Silent Witness (8/12) 02:15 Supernatural (18/22) 02:55 Boardwalk Empire (1/12) 04:05 Nikita (1/22) 04:50 The Event (16/22) 05:35 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:35 Víkingur R. - Fylkir 13:25 Borgunarmörkin 2012 14:25 ÍA - FH 16:15 Sterkasti maður Íslands 16:45 Eimskipsmótaröðin 2012 17:15 Spænski boltinn: Sporting - Real Madrid 19:00 Spænski boltinn: Malaga - Barcelona 20:45 Oklahoma - Miami 22:35 PGA Championship 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 Peter Schmeichel 17:30 PL Classic Matches: Arsenal - Manches- ter Utd, 2001 18:00 Tottenham - Man. City 19:45 Premier League World 20:15 Newcastle - Chelsea 22:00 PL Classic Matches: Tottenham - Everton, 2002 22:30 Man. Utd. - Wigan SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:45 AT&T National - PGA Tour 2012 11:15 Golfing World 12:05 AT&T National - PGA Tour 2012 16:35 Inside the PGA Tour (26:45) 17:00 AT&T National - PGA Tour 2012 22:30 Ryder Cup Official Film 2006 23:45 ESPN America 1. júlí sjónvarp 45Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Þáttaröðin The River fór af stað á Skjá einum í síðustu viku og fyrsti þátturinn lofar góðu. Þátturinn náði upp þokkalegri spennu með notalegu hryllingsívafi þannig að maður getur varla stillt sig um að dóla niður myrka á ásamt nokkrum bráðfeigum sálum á löskuðum fljótabáti. Og ekki spillir fyrir að höfundar The River virðast hafa sótt innblástur í smiðju Josephs Conrad og Heart of Darkness þannig að vel má gera sér góðar vonir um að blessað fólkið sá á siglingu í innstu myrkur. Ósköpin byrja þegar vinsæll sjón- varpsmaður, einhvers konar blanda af David Attenborough og krókódíla- manninum Steve Irwin, hverfur sporlaust í frumskógi. Sá týndi hafði um langt árabil gert furðum náttúrunnar hressileg skil í sjónvarpsþáttum sínum og taldi sig vera á höttunum eftir einhverju stór- kostlegu, miklum galdri, þegar hann gufaði upp. Hálfu ári síðar fer svo staðsetningartæki hans að gefa frá sér merki og eiginkona hans, sonur og sérkennilega samansettur hópur leggur upp í björgunarleiðangur. Fyrstu vísbendingar benda til þess að sjónvarpshetjan hafi gengið af göflunum í einhverju svartagaldur- skukli með innfæddum og því ekki útilokað að blessaður sonurinn sé kominn í spor Marlow í Heart of Darkness og muni ekki finna föður sinn, eins og hann þekkti hann, heldur einhvern snarbilaðan Kurz. Höfundur þáttanna Oren Peli haslaði sér völl fyrir nokkrum árum með þeim ágæta hrolli Paranormal Activity og kann að slá á réttar nótur í hryllingnum. Þá leikur sá geðþekki Bruce Greenwood týnda manninn þannig að Peli er mögulega með kröftuga blöndu í höndunum og, eins og Francis Coppola sýndi svo eftir- minnilega með Apocalypse Now!, má nú gera býsna göróttan graut þegar notast er við krydd frá Joseph Conrad. Þórarinn Þórarinsson Dómsdagur aftur!  Í sjónvarpinu The river 

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.