Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 4
Emalerað pottjárn YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA Á TILBOÐISmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið til kl. 16 laugardaga Er frá Þýskalandi Gashella 79.900 Geir Gunn- laugsson, landlæknir. OYSTER PERPETUAL DATEJUST Michelsen_255x50_D_0612.indd 1 01.06.12 07:21  BlöðruhálskirtilskraBBamein karlar hér í hópi þeirra líklegustu Íslenskir karlmenn í mesta áhættuhópnum þ rátt fyrir að fimmtíu karlmenn deyi úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári telur landlæknir ekki heillavænlegt að skima sérstaklega eftir meininu. Það sé vegna þess að fjöldi karla yfir fimmtugt virðist bera krabbameinsfrumurnar, sem í flestum tilvikum geri þeim ekki mein, en aðgerðir minnki í mörgum tilvikum lífsgæði þeirra. Margir eigi í kjölfar þeirra erfitt með að halda þvagi og missi risgetu. Þetta segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands. „Vandinn er að ekki eru í dag til að- gerðir sem greina á milli meinlausra og illvígra krabbameinsfruma í kirtlinum,“ segir hún. Þetta staðfestir Geir Gunn- laugsson landlæknir og segir prófið ekki nógu nákvæmt til skimunar og gagnist því helst þegar menn leiti til lækna vegna einkenna. Íslenskir karlar eru líklegri til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabba- meini en karlar 27 annarra ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Aðeins Chi- lebúar, Norðmenn, Slóvenar, Svíar, Danir og Eistlendingar eru verr settir. Eistlend- ingar, sem sitja á botninum, eru sexfalt líklegri til að deyja úr blöðruháls- kirtilskrabba- meini en Kóreubúar sem eru best settir. Er þá talað um að 36,6 af hverjum hundrað þúsund látist í Eistlandi vegna þessa sjúkdóms. Um fimmtíu íslenskir karlmenn deyja úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári eða 28,1 af hverjum hundrað þúsund. Laufey segir skýringuna á þessari slöku niðurstöðu ekki liggja fyrir. Hér greinast margir með krabbameinið og líklegast sé eitthvað í lifnaðarháttum landsmanna sem orsaki það, auk þess sem mikið sé skimað hér á landi. Hins vegar séu mjög fáir áhættuþættir blöðruhálskirtilskrabbameins þekktir og því erfitt að benda á leiðir til að sneiða hjá þeim: „Þó er talið að neysla mat- væla úr plönturíkinu dragi úr áhættu, en að kalkrík fæða auki áhættuna.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Íslenskir karlar eru í hópi þeirra líklegustu til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabba. Fimmtíu deyja á ári en þar sem tæknin er ekki nægilega góð mælir landlæknir ekki með hópleit. Hætta væri á ofgreiningum og hættu- legum aðgerðum í kjölfarið sem hafi áhrif á risgetu og möguleika karla til að halda þvagi. K ór ea 8 ,1 Ja p an 8 ,4 Ís ra el 1 2, 3 Ít al ía 1 5, 6 O EC D 2 2, 4 Ís la n d 2 8 ,1 Sv íþ jó ð 32 ,7 D an m ör k 34 ,1 Ei st la n d 3 6 ,6 Heimild: Heilbrigðisskýrsla OECD fyrir 2011. Nýjustu tölur 2009. Tölurnar miðast við 100 þúsund íbúa. Dánartíðni karla með blöðru- hálskrabba- mein Hér má sjá blöðruhálskrabbamein. Fimmtíu íslenskir karlar deyja úr meininu árlega. Mynd/gettyimages Bláskel í sláturhúsi Ræktun og vinnsla og síðan útflutningur á bláskel, eða kræklingi, er að komast í full- an gang hjá fyrirtækinu Icelandic Mussel Company ehf í gamla sláturhúsinu í Króks- fjarðarnesi. Frumkvöðlar þess eru þeir bræður Bergsveinn og Sævar Reynissynir, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. „Frá því að búnaðurinn í verksmiðjuna var keyptur úti í Noregi í apríl 2010 hefur verið unnið að prufuræktun á skel og uppsetn- ingu tækjanna,“ segir Sævar en á vormán- uðum kom nýr fjárfestir inn í fyrirtækið og síðan hefur verið unnið á fullu að ýmsum frágangi. „Nú er svo komið að við getum farið af fullum krafti í að safna botnskel úr Þorskafirði og víðar, keyra hana gegnum vinnsluna til flokkunar og setja í sokka út á línur til áframræktunar. Við stefnum á að fyrsta skelin fari í sölu í september,“ segir enn fremur. jh Hærra íbúðaverð Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,8 prósent í júní frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er að mestu tilkomin vegna 1,4 prósenta hækkunar fjölbýlisíbúða á höfuðborgar- svæðinu en íbúðir í sérbýli á sama svæði lækkuðu frá fyrri mánuði um 0,4 prósent. Íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hækkaði í verði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Það sem af er ári hefur íbúðaverð á landinu öllu hækkað um 3,1 prósent og undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,7 prósent að nafnvirði. Að teknu tilliti til verðbólgu nemur hækkun húsnæðis undanfarna 12 mánuði 2 prósentum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,1 prósent að nafnvirði en íbúðir á lands- byggðinni um 7,2 prósent. - jh Kópavogur kaupir hlut í Þríhnúkum Bæjarráð Kópavogs hefur falið Ármanni Kr. Ólafssyni bæjar- stjóra að ganga frá kaupum á hlutafé í Þríhnúkum ehf fyrir tíu milljónir króna. Þar með eignast bærinn 13,9 prósent í félaginu. Með þessu vill bæjarráð stuðla að atvinnuuppbyggingu og styrkja ferðamennsku innan bæjarmarkanna. Gert er ráð fyrir frjárframlaginu í fjárhagsáætlun þessa árs. Markmið Þríhnúka er, að því er fram kemur á heimasíðu bæjarfélagsins, að gera gíghvelfingu Þríhnúkagígs á Bláfjallafólkvangi aðgengilegan almenningi og reka þar ferðamannamóttöku í framtíðinni. Hellirinn er tæmt kvikuhólf eldstöðvar sem gaus fyrir um þrjú til fjögur þúsund árum. Það yrði einsdæmi í heiminum, segir á síðunni, ef hægt yrði að skoða innviði eldfjallsins og líklegt að það muni laða að innlenda sem erlenda ferðamenn. - jh Ármann Kr. Ólafsson. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Að mEStu Þurrt, SKýJAð OG SvAlt nOrðAn- OG AuStAnlAnDS, En léttSKýJAð SuðvEStAn- OG vEStAntil. HöfuðbOrGArSvæðið: BjART VEðUR OG HAFGOlA. SæMIlEGA HlýTT Að DEGINUM. léttSKýJAð EðA HEiðrÍKt um lAnD Allt OG SÍðDEGiSSKúrir ÓSEnnilEGAr. HöfuðbOrGArSvæðið: HAFGOlA OG SÓlRÍKT. SKýJAð OG SmÁ riGninG um SunnAn- OG vEStAnvErt lAnDið, En Þurrt AuStAntil. HöfuðbOrGArSvæðið: S-GOlA OG ÞUNG- BúNARA. RIGNING ANNAð SlAGIð. Sólríkt á kjördag Enn er sólin söm við sig og skín duglega á íbúa og ferðalanga. Á morgun laugardag er meira að segja ekki veruleaga hætt við síðdegis- skúrum sem hafa verið þráláttar sunnanlands að undanförnu. Sæmilega hlýtt verður, en hiti dettur niður í 5 til 7 stig í bjart- viðrinu yfir nóttina. Á sunnudag þykknar heldur í lofti um leið og loft tekur að berast úr suðri í fyrsta sinn í langan tíma. Smávægileg rigning verður víða um land, en þó ekki norðaustan- og austanlands. Þar fer veður líka hlýnandi. 15 13 9 9 14 14 14 10 8 15 12 12 14 12 13 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.