Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Side 4

Fréttatíminn - 29.06.2012, Side 4
Emalerað pottjárn YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA Á TILBOÐISmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið til kl. 16 laugardaga Er frá Þýskalandi Gashella 79.900 Geir Gunn- laugsson, landlæknir. OYSTER PERPETUAL DATEJUST Michelsen_255x50_D_0612.indd 1 01.06.12 07:21  BlöðruhálskirtilskraBBamein karlar hér í hópi þeirra líklegustu Íslenskir karlmenn í mesta áhættuhópnum þ rátt fyrir að fimmtíu karlmenn deyi úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári telur landlæknir ekki heillavænlegt að skima sérstaklega eftir meininu. Það sé vegna þess að fjöldi karla yfir fimmtugt virðist bera krabbameinsfrumurnar, sem í flestum tilvikum geri þeim ekki mein, en aðgerðir minnki í mörgum tilvikum lífsgæði þeirra. Margir eigi í kjölfar þeirra erfitt með að halda þvagi og missi risgetu. Þetta segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands. „Vandinn er að ekki eru í dag til að- gerðir sem greina á milli meinlausra og illvígra krabbameinsfruma í kirtlinum,“ segir hún. Þetta staðfestir Geir Gunn- laugsson landlæknir og segir prófið ekki nógu nákvæmt til skimunar og gagnist því helst þegar menn leiti til lækna vegna einkenna. Íslenskir karlar eru líklegri til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabba- meini en karlar 27 annarra ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Aðeins Chi- lebúar, Norðmenn, Slóvenar, Svíar, Danir og Eistlendingar eru verr settir. Eistlend- ingar, sem sitja á botninum, eru sexfalt líklegri til að deyja úr blöðruháls- kirtilskrabba- meini en Kóreubúar sem eru best settir. Er þá talað um að 36,6 af hverjum hundrað þúsund látist í Eistlandi vegna þessa sjúkdóms. Um fimmtíu íslenskir karlmenn deyja úr blöðruhálskirtilskrabbameini á ári eða 28,1 af hverjum hundrað þúsund. Laufey segir skýringuna á þessari slöku niðurstöðu ekki liggja fyrir. Hér greinast margir með krabbameinið og líklegast sé eitthvað í lifnaðarháttum landsmanna sem orsaki það, auk þess sem mikið sé skimað hér á landi. Hins vegar séu mjög fáir áhættuþættir blöðruhálskirtilskrabbameins þekktir og því erfitt að benda á leiðir til að sneiða hjá þeim: „Þó er talið að neysla mat- væla úr plönturíkinu dragi úr áhættu, en að kalkrík fæða auki áhættuna.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Íslenskir karlar eru í hópi þeirra líklegustu til að deyja úr blöðruhálskirtilskrabba. Fimmtíu deyja á ári en þar sem tæknin er ekki nægilega góð mælir landlæknir ekki með hópleit. Hætta væri á ofgreiningum og hættu- legum aðgerðum í kjölfarið sem hafi áhrif á risgetu og möguleika karla til að halda þvagi. K ór ea 8 ,1 Ja p an 8 ,4 Ís ra el 1 2, 3 Ít al ía 1 5, 6 O EC D 2 2, 4 Ís la n d 2 8 ,1 Sv íþ jó ð 32 ,7 D an m ör k 34 ,1 Ei st la n d 3 6 ,6 Heimild: Heilbrigðisskýrsla OECD fyrir 2011. Nýjustu tölur 2009. Tölurnar miðast við 100 þúsund íbúa. Dánartíðni karla með blöðru- hálskrabba- mein Hér má sjá blöðruhálskrabbamein. Fimmtíu íslenskir karlar deyja úr meininu árlega. Mynd/gettyimages Bláskel í sláturhúsi Ræktun og vinnsla og síðan útflutningur á bláskel, eða kræklingi, er að komast í full- an gang hjá fyrirtækinu Icelandic Mussel Company ehf í gamla sláturhúsinu í Króks- fjarðarnesi. Frumkvöðlar þess eru þeir bræður Bergsveinn og Sævar Reynissynir, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. „Frá því að búnaðurinn í verksmiðjuna var keyptur úti í Noregi í apríl 2010 hefur verið unnið að prufuræktun á skel og uppsetn- ingu tækjanna,“ segir Sævar en á vormán- uðum kom nýr fjárfestir inn í fyrirtækið og síðan hefur verið unnið á fullu að ýmsum frágangi. „Nú er svo komið að við getum farið af fullum krafti í að safna botnskel úr Þorskafirði og víðar, keyra hana gegnum vinnsluna til flokkunar og setja í sokka út á línur til áframræktunar. Við stefnum á að fyrsta skelin fari í sölu í september,“ segir enn fremur. jh Hærra íbúðaverð Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,8 prósent í júní frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er að mestu tilkomin vegna 1,4 prósenta hækkunar fjölbýlisíbúða á höfuðborgar- svæðinu en íbúðir í sérbýli á sama svæði lækkuðu frá fyrri mánuði um 0,4 prósent. Íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hækkaði í verði um 0,6 prósent frá fyrri mánuði. Það sem af er ári hefur íbúðaverð á landinu öllu hækkað um 3,1 prósent og undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,7 prósent að nafnvirði. Að teknu tilliti til verðbólgu nemur hækkun húsnæðis undanfarna 12 mánuði 2 prósentum, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,1 prósent að nafnvirði en íbúðir á lands- byggðinni um 7,2 prósent. - jh Kópavogur kaupir hlut í Þríhnúkum Bæjarráð Kópavogs hefur falið Ármanni Kr. Ólafssyni bæjar- stjóra að ganga frá kaupum á hlutafé í Þríhnúkum ehf fyrir tíu milljónir króna. Þar með eignast bærinn 13,9 prósent í félaginu. Með þessu vill bæjarráð stuðla að atvinnuuppbyggingu og styrkja ferðamennsku innan bæjarmarkanna. Gert er ráð fyrir frjárframlaginu í fjárhagsáætlun þessa árs. Markmið Þríhnúka er, að því er fram kemur á heimasíðu bæjarfélagsins, að gera gíghvelfingu Þríhnúkagígs á Bláfjallafólkvangi aðgengilegan almenningi og reka þar ferðamannamóttöku í framtíðinni. Hellirinn er tæmt kvikuhólf eldstöðvar sem gaus fyrir um þrjú til fjögur þúsund árum. Það yrði einsdæmi í heiminum, segir á síðunni, ef hægt yrði að skoða innviði eldfjallsins og líklegt að það muni laða að innlenda sem erlenda ferðamenn. - jh Ármann Kr. Ólafsson. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Að mEStu Þurrt, SKýJAð OG SvAlt nOrðAn- OG AuStAnlAnDS, En léttSKýJAð SuðvEStAn- OG vEStAntil. HöfuðbOrGArSvæðið: BjART VEðUR OG HAFGOlA. SæMIlEGA HlýTT Að DEGINUM. léttSKýJAð EðA HEiðrÍKt um lAnD Allt OG SÍðDEGiSSKúrir ÓSEnnilEGAr. HöfuðbOrGArSvæðið: HAFGOlA OG SÓlRÍKT. SKýJAð OG SmÁ riGninG um SunnAn- OG vEStAnvErt lAnDið, En Þurrt AuStAntil. HöfuðbOrGArSvæðið: S-GOlA OG ÞUNG- BúNARA. RIGNING ANNAð SlAGIð. Sólríkt á kjördag Enn er sólin söm við sig og skín duglega á íbúa og ferðalanga. Á morgun laugardag er meira að segja ekki veruleaga hætt við síðdegis- skúrum sem hafa verið þráláttar sunnanlands að undanförnu. Sæmilega hlýtt verður, en hiti dettur niður í 5 til 7 stig í bjart- viðrinu yfir nóttina. Á sunnudag þykknar heldur í lofti um leið og loft tekur að berast úr suðri í fyrsta sinn í langan tíma. Smávægileg rigning verður víða um land, en þó ekki norðaustan- og austanlands. Þar fer veður líka hlýnandi. 15 13 9 9 14 14 14 10 8 15 12 12 14 12 13 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 29. júní-1. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.