Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 36
36 bílar Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Þ að er löngu tímabært að endur-vekja Opel á íslenskum bílamark-aði, hann hefur ekki verið fluttur inn síðan árið 2008. Nú blásum við í lúðra með opnun sýningarsalar í dag, föstudag, í Ármúla 17,“ segir Hörður Þór Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Helsta nýjungin hjá Opel er bíll ársins í Evrópu, Ampera, sem byggður er á sama grunni GM og Chevrolet Volt sem valinn var bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011; rafmagnsbíll með bensínmótor sem er ljósamótor. Drægni rafmótorsins er 60- 80 kílómetrar en þegar um 30 prósent hleðslunnar eru eftir fer bensínmótorinn sjálfkrafa í gang, drífur bílinn áfram og hleður jafnframt inn á rafmótorinn. Verð hans verður á bilinu 8 til 8,5 milljónir króna. Hörður Þór segir að boðið verði upp á alla línu Opel: Astra býðst í þremur útfærslum og Insignia einnig, arftaki Vectra, bíll sem valinn var bíll ársins í Evrópu árið 2009. Hörður Þór segir að Opel Insignia sé flottur og magnaður bíll. Hann býðst sjálfskiptur með 165 hest- afla dísilvél og mun kosta um 5,2 millj- ónir króna. Þá verður sjö manna Opel Zafira Tourer á boðstólum á verði frá tæplega fimm til rúmlega 6 milljóna króna. Hörður Þór var áður í fimmtán ár hjá Toyota og segist því góðu vanur en Opel bjóði gríðarlega flotta bíla. „Opel hefur verið í 3.-4. sæti söluhæstu bíla í Evrópu undanfarin þrjú ár og seldi á síðasta ári 968 þúsund bíla. Við munum flytja bílana inn í gegnum Danmörku en Danir eru ákaflega hrifnir af Opel. Ég er búinn að fara til Danmerkur, skoða og prófa bílana þar og þeir standa fyllilega undir vænt- ingum,“ segir Hörður Þór. Hann segir að fimm bílar verði til sýnis nú en reiknað sé með stórri sendingu bíla og meira húllumhæi í kringum mán- aðamót júlí og ágúst.  Markaðssetning Nýr sýNiNgarsalur í Ármúla Opel endurvakinn á íslenskum bílamarkaði Helsta nýjungin er bíll ársins í Evrópu, Opel Ampera. Astra í þremur útfærslum og Insignia vel búinn, sjálfskiptur með dísilvél. Boðið verður upp á alla línu Opel. TAKE AW AY T ILBO Ð 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 24 95.- með tveim ur ále ggju m & 12” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 34 95.- af m atseð li & 16” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 18 95.-með tveim ur ále ggju m 1 Opel Ampera búinn raf- og bensínmótor, bíll ársins 2012 í Evrópu. H ekla afhenti síðastliðinn föstudag þúsundasta nýja bílinn á árinu, fyrst um- boða hérlendis, annað árið í röð, að því er fram kemur á heimasíðu þess. Það var Guðrún Sigríður Magnúsdóttir sem fékk nýjan Audi A3 og fékk hún blómavönd að gjöf frá Bjarka Steingrímssyni, sölu- stjóra Audi, við afhendingu bílsins. Bjarki Steingrímssyni afhendir Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur þú- sundasta Heklu-bílinn á árinu, nýjan Audi A3. Ljósmynd Hekla Hekla afhenti þúsundasta bílinn á árinu Hörður Þór Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Nýr sýningarsalur verður opnaður í dag. Ljósmynd Hari www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Spennandi konur „Kaldhæðinn stíll Sólveigar gefur sögunni myrkt og töffara- legt yfirbragð.“ K r iS tja na Gu ðbr a n dSd ó t t ir dV „Fínt stöff.“ Pá l l ba l dV i n ba l dV i nS Son F r ét tat í mi n n „Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“ S Va n H V í t l jóSb jörG morGu n bl a ðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.