Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Page 36

Fréttatíminn - 29.06.2012, Page 36
36 bílar Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Þ að er löngu tímabært að endur-vekja Opel á íslenskum bílamark-aði, hann hefur ekki verið fluttur inn síðan árið 2008. Nú blásum við í lúðra með opnun sýningarsalar í dag, föstudag, í Ármúla 17,“ segir Hörður Þór Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Helsta nýjungin hjá Opel er bíll ársins í Evrópu, Ampera, sem byggður er á sama grunni GM og Chevrolet Volt sem valinn var bíll ársins í Bandaríkjunum árið 2011; rafmagnsbíll með bensínmótor sem er ljósamótor. Drægni rafmótorsins er 60- 80 kílómetrar en þegar um 30 prósent hleðslunnar eru eftir fer bensínmótorinn sjálfkrafa í gang, drífur bílinn áfram og hleður jafnframt inn á rafmótorinn. Verð hans verður á bilinu 8 til 8,5 milljónir króna. Hörður Þór segir að boðið verði upp á alla línu Opel: Astra býðst í þremur útfærslum og Insignia einnig, arftaki Vectra, bíll sem valinn var bíll ársins í Evrópu árið 2009. Hörður Þór segir að Opel Insignia sé flottur og magnaður bíll. Hann býðst sjálfskiptur með 165 hest- afla dísilvél og mun kosta um 5,2 millj- ónir króna. Þá verður sjö manna Opel Zafira Tourer á boðstólum á verði frá tæplega fimm til rúmlega 6 milljóna króna. Hörður Þór var áður í fimmtán ár hjá Toyota og segist því góðu vanur en Opel bjóði gríðarlega flotta bíla. „Opel hefur verið í 3.-4. sæti söluhæstu bíla í Evrópu undanfarin þrjú ár og seldi á síðasta ári 968 þúsund bíla. Við munum flytja bílana inn í gegnum Danmörku en Danir eru ákaflega hrifnir af Opel. Ég er búinn að fara til Danmerkur, skoða og prófa bílana þar og þeir standa fyllilega undir vænt- ingum,“ segir Hörður Þór. Hann segir að fimm bílar verði til sýnis nú en reiknað sé með stórri sendingu bíla og meira húllumhæi í kringum mán- aðamót júlí og ágúst.  Markaðssetning Nýr sýNiNgarsalur í Ármúla Opel endurvakinn á íslenskum bílamarkaði Helsta nýjungin er bíll ársins í Evrópu, Opel Ampera. Astra í þremur útfærslum og Insignia vel búinn, sjálfskiptur með dísilvél. Boðið verður upp á alla línu Opel. TAKE AW AY T ILBO Ð 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 24 95.- með tveim ur ále ggju m & 12” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 34 95.- af m atseð li & 16” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 18 95.-með tveim ur ále ggju m 1 Opel Ampera búinn raf- og bensínmótor, bíll ársins 2012 í Evrópu. H ekla afhenti síðastliðinn föstudag þúsundasta nýja bílinn á árinu, fyrst um- boða hérlendis, annað árið í röð, að því er fram kemur á heimasíðu þess. Það var Guðrún Sigríður Magnúsdóttir sem fékk nýjan Audi A3 og fékk hún blómavönd að gjöf frá Bjarka Steingrímssyni, sölu- stjóra Audi, við afhendingu bílsins. Bjarki Steingrímssyni afhendir Guðrúnu Sigríði Magnúsdóttur þú- sundasta Heklu-bílinn á árinu, nýjan Audi A3. Ljósmynd Hekla Hekla afhenti þúsundasta bílinn á árinu Hörður Þór Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Nýr sýningarsalur verður opnaður í dag. Ljósmynd Hari www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Spennandi konur „Kaldhæðinn stíll Sólveigar gefur sögunni myrkt og töffara- legt yfirbragð.“ K r iS tja na Gu ðbr a n dSd ó t t ir dV „Fínt stöff.“ Pá l l ba l dV i n ba l dV i nS Son F r ét tat í mi n n „Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á lesandanum að hann vill alltaf vita meira og meira ...“ S Va n H V í t l jóSb jörG morGu n bl a ðið

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.