Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 53
Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Honey Cheerios – fullt af fjöri. Fljúgandi byrjun á frábærum degi Núna fylgir frisbí-diskur með hverjum pakka af Honey Cheerios. Garðhúsgögn í Fréttatímanum Til appelsínugult, grænt og hvítt. Stóllinn kostar 14.900.- og borðið 19.900.- en er núna með 25% afslætti (stóll 11.175 og borð 14.925.-) Harðviður Polyrattan sem þolir allt að 15stiga frost. Einnig til í brúnu. Sessurnar fylgja með. Stóllinn kostar 29.900.- og sónn kostar 39.900.- en er núna með 25% afslátt (stóll 22.425.- og só 29.925.-) Fæst í verslunum okkar á Smáratorgi, Korputorgi og Glerártorgi Akureyri. Falleg garðhúsgögn frá Pier 25% afsláttur af allri sumarvöru  Plötudómar dr. gunna múgsefjun  Múgsefjun Kekkjóttur köggull Múgsefjunar-strák- arnir eru flinkir og einbeittir, leitandi og óhræddir við að hræra saman stefnum og stílum. „Poppað og rokkað folk-progg“ segir kannski eitthvað um innihaldið. Platan er kekkjóttur köggull, en merkilega heil- steypt þrátt fyrir víð- áttuhlaupin. Lögin eru marglaga eins og laukur, textarnir ögn uppskrúfaðir og gáfumannalegir – vilja vera teknir alvarlega. Sum lög grípa strax, önnur eru seinteknari en leyna á sér. Þessi önnur plata Múgsefj- unar hefur verið lengi í smíðum, en biðin er alveg þess virði því þetta er flott og endingargóð plata fyrir kröfu- harða. Half dream  Sin Fang Afslöppuð áminning Hér setur Sindri Már Sigfússon – Sin Fang – fram fimm lög, sem að eigin sögn „urðu útundan“ og hentuðu hvorki á síðustu plötu, Summer Echoes, né næstu plötu sem Sindri hefur lokið við en ætlar að bíða með að gefa út þar til í febrúar. Sindri semur afslöppuð popplög og vefur þeim inn í þykkt lag af draumkenndu indí-englahári. Áferðin er fögur og lögin alveg ágæt. Engin þó beinlínis sem öskra á athygli; helst lokalagið It’s Not There. Þessi plata bætir því litlu við höfundarverk Sindra, en er snotur áminning um tónlistarmann sem kann sitt fag en mætti skerpa á galdragripinu. Flakkarinn  Viðar Jónsson Vinalegt kántrí Viðar hefur spilað með sveitum eins og Geislum, Garðari og Gosum, Örnum, Áhöfninni á Hala- stjörnunni og Kúrekunum, og meira að segja gert aðra sólóplötu í fullri lengd árið 1977. Hér ber Viðar ellefu frum- samin lög á borð og eitt amerískt þjóðlag að auki. Lög og textar eru haganlega settir saman og jafnan innan rammans. Viðar er vinalegur söngvari og undir- leikur og umgjörð öll hin vandaðasta. Stíllinn er „oldies“ popp og kántrí – og bæði ballads og stuð. Aðdáendum Brimklóar, Lúdó og Geirmundar ber nánast siðferðisleg skylda til að kynna sér þessa ágætu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.