Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Side 53

Fréttatíminn - 29.06.2012, Side 53
Helgin 29. júní-1. júlí 2012 Honey Cheerios – fullt af fjöri. Fljúgandi byrjun á frábærum degi Núna fylgir frisbí-diskur með hverjum pakka af Honey Cheerios. Garðhúsgögn í Fréttatímanum Til appelsínugult, grænt og hvítt. Stóllinn kostar 14.900.- og borðið 19.900.- en er núna með 25% afslætti (stóll 11.175 og borð 14.925.-) Harðviður Polyrattan sem þolir allt að 15stiga frost. Einnig til í brúnu. Sessurnar fylgja með. Stóllinn kostar 29.900.- og sónn kostar 39.900.- en er núna með 25% afslátt (stóll 22.425.- og só 29.925.-) Fæst í verslunum okkar á Smáratorgi, Korputorgi og Glerártorgi Akureyri. Falleg garðhúsgögn frá Pier 25% afsláttur af allri sumarvöru  Plötudómar dr. gunna múgsefjun  Múgsefjun Kekkjóttur köggull Múgsefjunar-strák- arnir eru flinkir og einbeittir, leitandi og óhræddir við að hræra saman stefnum og stílum. „Poppað og rokkað folk-progg“ segir kannski eitthvað um innihaldið. Platan er kekkjóttur köggull, en merkilega heil- steypt þrátt fyrir víð- áttuhlaupin. Lögin eru marglaga eins og laukur, textarnir ögn uppskrúfaðir og gáfumannalegir – vilja vera teknir alvarlega. Sum lög grípa strax, önnur eru seinteknari en leyna á sér. Þessi önnur plata Múgsefj- unar hefur verið lengi í smíðum, en biðin er alveg þess virði því þetta er flott og endingargóð plata fyrir kröfu- harða. Half dream  Sin Fang Afslöppuð áminning Hér setur Sindri Már Sigfússon – Sin Fang – fram fimm lög, sem að eigin sögn „urðu útundan“ og hentuðu hvorki á síðustu plötu, Summer Echoes, né næstu plötu sem Sindri hefur lokið við en ætlar að bíða með að gefa út þar til í febrúar. Sindri semur afslöppuð popplög og vefur þeim inn í þykkt lag af draumkenndu indí-englahári. Áferðin er fögur og lögin alveg ágæt. Engin þó beinlínis sem öskra á athygli; helst lokalagið It’s Not There. Þessi plata bætir því litlu við höfundarverk Sindra, en er snotur áminning um tónlistarmann sem kann sitt fag en mætti skerpa á galdragripinu. Flakkarinn  Viðar Jónsson Vinalegt kántrí Viðar hefur spilað með sveitum eins og Geislum, Garðari og Gosum, Örnum, Áhöfninni á Hala- stjörnunni og Kúrekunum, og meira að segja gert aðra sólóplötu í fullri lengd árið 1977. Hér ber Viðar ellefu frum- samin lög á borð og eitt amerískt þjóðlag að auki. Lög og textar eru haganlega settir saman og jafnan innan rammans. Viðar er vinalegur söngvari og undir- leikur og umgjörð öll hin vandaðasta. Stíllinn er „oldies“ popp og kántrí – og bæði ballads og stuð. Aðdáendum Brimklóar, Lúdó og Geirmundar ber nánast siðferðisleg skylda til að kynna sér þessa ágætu plötu.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.