Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 29.06.2012, Blaðsíða 6
 Grunnskóli Foreldrar ósáttir við ákvörðun klettaskóla Bodensee telst með fallegustu vötnum Evrópu og á landamæri að Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Þessi töfrandi ferð hefst á flugi til München. Þaðan er haldið til Füssen þar sem ævintýrahöllin Neuschwanstein verður skoðuð. Gist í Füssen og síðan ekið til Friedrichshafen við Bodensee þar sem gist verður í 4 nætur á hóteli alveg við vatnið. Farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d siglt yfir vatnið og blómaeyjan Mainau heimsótt. Heiðurinn að þessum stórglæsilega lystigarði á Bernadotte greifi. Ekið inn í Sviss til Urnäsch við Säntis fjall, þar sem hægt er að komast upp í 2502 m hæð með kláfi. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir til 6 landa. Komið til Lindau, sem er heillandi bær og sá stærsti við vatnið. Ferðin endar í Augsburg þar sem gist verður í 2 nætur. Þar skoðum við m.a. fyrstu verkamannabústaði í heimi, sem Fugger kaupmannaættin reisti á 15. öld og enn er búið í, en leigan hefur ekki hækkað síðan þá! Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Verð: 179.700 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, ferja frá Meersburg til Konstanz og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 9 2. - 9. ágúst Blómálfar & vatnadísir Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board G unnar Ólafsson, stofnandi Einherj­anna, segir að um hundrað manns hafi hópast saman við Drekkingarhyl þegar til stóð að kasta munki í fullum skrúða í vatnið. „Við stóðum við hylinn þrír víkingar og munkurinn í sínum kufli með kross. Ég bauð fólkinu að ráða hvort við gæfum munkinum líf að þessu sinni með því að setja þumalfingur upp eða niður,“ segir Gunnar. Að talningu lokinni kom í ljós að meiri­ hluti viðstaddra vildi þyrma lífi munksins. „Ég sagði fólkinu þá að; að þessu sinni fengi hann að lifa vegna þess að á Íslandi væri lýðræði og við færum eftir því og ég kall­ aði yfir mannskapinn: „Það verður því enginn munkur drepinn í dag.““ Gunnar bætir síðan við að það hafi ekki verið fyrr en eftir á sem væringjarnir áttuðu sig á því að á meðan þeir ákváðu að hlífa munkinum var verið að vígja nýjan biskup yfir Íslandi. „Þetta hitti bara þannig á.“ Gunnar segir þá félaga vekja mikla lukku hvar sem þá ber niður með vopn sín og verj­ ur. „Fararstjórunum sem eru þarna, oft með rútufylli af fólki, finnst þetta frábært. Þetta er bara eins og með hvalaskoðunina. Þegar lagt er á sjóinn spyr fólkið hvort það muni sjá hvali og fararstjórarnir hafa sagt okkur að þegar þeir komi með fólk á Þingvelli þá spyrji það hvort það muni sjá víkinga. Fólk­ inu fannst þetta meiriháttar á Þingvöllum á sunnudaginn og þar sem við komum vilja allir taka af okkur myndir og fá myndir af sér með okkur.“ Gunnar segist ekkert skilja í því hvers vegna Íslendingar geri ekki miklu meira af því að nota arfleið víkinganna til þess að draga ferðafólk til landsins enda finni Einherjarnir svo sterkt fyrir áhuga útlendinga á víking­ unum og sögu þeirra. „Við þurfum að gera miklu meira að þessu.“ Einherjarnir æfa sig í vopna­ burði og bardögum þrisvar í viku og reyna að berjast þar sem ferðafólk kemur saman í hópum. „Við berjumst þar sem ferðamenn eru og þeir eru að fíla þetta í botn þannig að þetta virkar.“ Gunnar segist hafa farið víða undanfarin tvö ár og spurt ferðafólk hvað það vilji helst sjá á Íslandi og langflestir nefni þá víkinga til sögunnar. „Þau segjast vera komin til þess að sjá víkingalandið okkar. Við erum bara að reyna að vekja athygli á okkur með þessu og erum að reyna að fá ferðaskrifstofurnar til þess að taka þetta svolítið inn í ferða­ mannapakkana,“ segir Gunnar um íslensku víkingana sem geta vel hugsað sér að berjast fyrir borgun með reglulegum uppákomum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Fararstjór- unum sem eru þarna, oft með rútufylli af fólki, finnst þetta frábært. Þetta er bara eins og með hvalaskoð- unina.  einherjarnir Gleðja FerðaFólk með víkinGabardöGum Þyrmdu lífi munks á Þingvöllum Víkingarnir í Einherjum, Víkingafélagi Reykjavíkur, stunda bardagaæfingar sínar þrisvar í viku og mæta gráir fyrir járnum á helstu staði þar sem erlendir ferðamenn spóka sig. Ferðafólkið tekur víkingunum fagnandi, dáist að vopnfimi þeirra og lætur taka myndir af sér með vígamönn- unum. Á sunnudag tókst ferðafólkinu meira að segja að fá víkingana til þess að þyrma lífi munks sem þeir ætluðu sér að drekkja í Drekkingarhyl... í plati, að sjálfsögðu. Barist á Þingvöllum. „Við viljum vera meira á Þingvöllum enda slæmt að ekki sé meira af víkingum að sjá þar í ljósi þess að þingið var stofnað þar 930. Það er ekkert að gerast þarna en félagar okkar í víkinga- félögum í útlöndum dauðöfunda okkur af því að vera með þennan sögulega stað nánast í bak- garðinum. Þeir þrá að koma hingað, þó ekki væri nema bara einu sinni á ævinni. Þingvellir eru eins og Mekka víkingaheimsins.“ Munkurinn var sýnd veiði en ekki gefin en hefði fengið að gossa í Drekkingarhyl ef góð- mennska erlendra ferðamanna hefði ekki komið til. Áprentað merki fyrirtækis eða eigin hönnun 500 stk á aðeins 120.000 án vsk. Höfuðklútar fyrir öll tækifæri! Sími: 533-1510 elin@markadslausnir.is Foreldrar tæplega ellefu ára þroska­ skerts drengs, Inga Kristmanns, þau Ágúst Kristmanns og María Björg Benediktsdóttir, hafa kært þá ákvörðun Klettaskóla til mennta­ málaráðuneytisins, að neita honum um skólavist í eina sérskóli landsins; Klettaskóla fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Foreldrar Inga telja fullreynt að skólaganga í almenna skólakerfinu henti honum og fara fram á að ráðu­ neytið nýti sér þær heimildir sem það hefur og ógildi ákvörðun skólans. Þau telja ekki aðeins brotið á stjórnarskárvörðum réttind­ um Inga heldur einnig á ákvæðum Barnasáttmálans, á lögum um grunnskóla, lögum um rétt nemenda með sérþarfir í grunnskóla og lögum um málefni fatlaðs fólks. „Félagslegi hlutinn er stærsta vandamálið,“ segir Ágúst við Fréttatímann. Syni þeirra hafi vegn­ að vel í almennum skóla fyrstu árin og þau töldu gott að hann kynntist krökkunum í hverfinu. „En eftir því sem þau verða eldri breikkar bilið á milli þeirra og Inga.“ Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir hann annað tveggja barna sem hefur verið neitað um skólavist vegna hertra reglna frá árinu 2008. „Þetta er málefnaleg afgreiðsla í samræmi við inntökureglur skólans.“ -gag Kæra í von um að koma syni sínum í sérskóla Foreldrar Inga Kristmanns. M/Hari 6 fréttir Helgin 29. júní-1. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.