Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 9
Verkefni Hafnarfjarðar leik - húss ins var kynnt blaða mönnum á mánudaginn og þar kom fram að sjö verk verða sýnd á fjölum hússins, tvö barnaleikrit frá fyrri leikárum, leikverk dr. Gunna, Abba-babb, vinsælasta barna - sýning síðasta árs um leynifélag - ið Rauðu hauskúpuna sem sýn - ing ar eru að hefjast á og Ævin - týrið um Augastein, jól asýning Felix Bergssonar. Í október verður í samstarfi við Kvenfélagið Garp sýnt leikritið Svartur fugl eftir David Harr - ower í þýðingu Hávars Sigur - jónssonar. Þetta er ögrandi saga um ást, glænýtt skoskt leikrit með leikurunum Sólveigu Guð - mundsdóttur og Pálma Gests - syni. Í nóvember verður sýnt í samstarfi við UglyDuck pro - duct ion dansverk Steinunnar Ketils dóttur og Andreas Con - stan tinou. Í janúar frumsýnir Hafnar - fjarðar leikhúsið nýjan kolsvartan gamanleik, Kára og Halla eftir Hávar Sigurjónsson þar sem ekki er verið að gera grín að Höllu og Eyvindi en samt er verið að fjalla um útilegumenn nútímans. Leik - stjóri er Hilmar Jónsson. Í mars verður í samstarfi við leikhópinn Opið út sýnt leikritið Mamma þar sem skyggnst verður inn í þann heim sem kallast mamma. Síðasta leikrit vetrarins verður svo Fjallið eftir Jón Atla Jónasson, leikrit sem inniheldur þrjár kvikindislegar og laun - fyndnar sögur úr íslenskum samtíma. www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 6. september 2007 Skylmingadeild FH skorar á þig Skylmingadeild FH býður upp á skylmingaæfingar með höggsverði í vetur. Æft er í mismunandi aldurshópum. Skipt er í byrjendahópa og hópa fyrir lengra komna. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ragnari Inga í síma 820 0508 eða á netfangið skylmingar@gmail.com Úrval leikhópa í Hafnarfjarðarleikhúsinu Sjö leikverk á fjölum Hafnarfjarðarleikhússins í vetur Aðstandendur sýninganna í Hafnarfjarðarleikhúsinu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hilmar Sigurðsson, leikhússtjóri og leikstjóri. Aðstandendur Mömmu: María Ellingsen, Charlotte Böving, Þórey Sigþórsdóttir og Magnea Valdimarsdóttir ásamt Maríu Þórsdóttur. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Efribekkingar Flensborgar - skól ans smöluðu sl. fimmtudag rúmlega tvö hundruð nýnemum úr skólastofunum. Busavígslan hófst í sal skólans þar sem haldin var ræða yfir busunum. Eftir það var busunum smalað í íþrótta - húsið við Strandgötu en á leiðinni þurftu þau að fá sér ógeðis drykk og mysu. Í íþrótta - húsinu gerðu busarnir „boot- camp“ æfingar, átu gras, dekruðu við aðalstjórn NFF og ýmislegt fleira. Ekki var öllu lokið þegar busarnir gengu út úr íþróttahúsin og kom það þeim því á óvart þegar þeir fengu þeir yfir sig væna gusu af vatni og hveiti og voru því frekar hvítir eftir busunina. Busavígslan er skipulögð af nemenda félaginu og þeim eldri nemendum sem vilja taka þátt í henni en skólayfirvöld fá alltaf dag skrána fyrirfram til sam - þykktar. Busað í Flensborg Grænmetisskál sauðanna var ekki árennileg fyrir busana. L j ó s m . : F P / S m á r i G u ð n a s o n L j ó s m . : F P / S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.