Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 2
Bergmann í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands mynd Ingmars Berg manns, Þögnina (Tysnaden) frá 1963. Þessi þriðja mynd „Guðs - trílógíu“ Bergmans um fjarveru Guðs, þögn hans og áhrif þess á tilfinningar og tengsl fólks sín á milli var ein af umdeildustu myndum sem hann gerði, enda voru viðbrögðin við sýn - ingu hennar í Hafnarfjarðarbíói eftir því en megin inntak myndarinnar er fjar - vera Guðs, þögn hans, og áhrif þess á tilfinningar og tengsl fólks í millum. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafnið mynd Guðnýar Hall - dórsdóttur, Kristnihald undir jökli frá 1989. Söguhetja myndarinnar er Umbi sem sendur er af biskupi á Snæfells - nes til a! gera úttekt á kristnihaldi. Einkanlega á hann að kanna undarlega hegðan gamla sóknarprestsins Jóns Prímusar sem Baldvin Halldórsson túlkar af snilld. Vopnaður vasabók og segulbandi heldur Umbi af stað á Nesið. Hann tekur að yfirheyra sóknarmeðlimi en svör þeirra eru vægast sagt loðin. Smámsaman er hann dreginn ofan í kviksyndi undarlegra atburða og tilraunir hans til að skilja ástandið gera hann sífellt ráðvilltari. Leikarar: Sigurður Sigur - jóns son, Baldvin Hall dórs son, Krist - björg Kjeld.Leikarar: Sigurður Sigur - jóns son, Baldvin Hall dórs son, Krist - björg Kjeld. Forvarnardagur Sjóvá Sjóvá býður upp á skemmtun fyrir yngri kynslóðina milli kl. 12 og 16 á laugardaginn fyrir framan verslunar - miðstöðina Fjörð. Velitbíll verður á staðnum, beltasleði, ökuhermir, hægt verður að fara í hjólaþrautir og lögreglana verður á staðnum og ástandsskoðar reiðhjól. Grillaðar verða pylsur fyrir unga sem aldna og hoppukastali verður á staðnum. Veglegar gjafir verða frá Sjóvá. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. september 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú eru menn að græða. Hlutur Hafnar fjarð - arbæjar í Hitaveitu Suðurnesja skal seldur. Er Hafnarfarðarbær kominn í brask? Á þá ekki að kaupa eitthvað fyrir hagnaðinn, selja það svo síðar og innleysa hagnaðinn? Af hverju seldi Hafnarfjarðarbær ekki Rafveitu Hafnarfjarðar? Af hverju var hún sameinuð HS? Auðvitað er gott að menn græða en það sáu menn ekki fyrir og engin rök voru þá lögð fram að semeiningin væri til að græða peninga. Hins vegar er önnur saga að bæði vinstri og hægri stjórnir kepptust við að skemma starfsemi Rafveitu Hafnarfjarðar með óhóflegri óskráðri arðtöku, beinum afskiptum af daglegum rekstri og áhugaleysi sem gerði það að RH var ekki orðið stórfyrirtæki á sínu sviði. Hversu verðmætt hefði það þá verið í dag? Að selja sínar eignir er oft eins og að pissa í skóinn, þér hlýnar í stuttan tíma en svo tekur kuldinn við. Ég veit ekki hvort það eigi að selja hlutina í HS eða ekki, ég hef ekki fengið haldbær rök frá bæjaryfirvöldum um það. Hins vegar hef ég áhyggjur af þessu kæra sambandi við Orkuveitu Reykjavíkur og óbilandi trausti á góðmennsku stjórnar hennar eftir að við höfum hugsanlega selt hlut HS til þeirra. Hvað þýðir viljayfirlýsing um samstarf í vatnsveitu og fráveitumálum? Treystum við okkur ekki til að byggja upp sterkt fyrirtæki í kringum eina bestu vatnslind landsins? Látum engan annan ráða yfir vatninu okkar! Guðni Gíslason 8. Syndir feðranna, örlagasaga Breiðavíkurdrengja Fjölskylduráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 150.000. 6. Málefni aldraðra Guðmundur Rúnar Árnason og Almar Grímsson gerðu grein fyrir viðræðum sínum við heilbrigðis - ráðuneytið. Fjölskylduráð sam - þykkir að leggja til við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam - þykkir að fara þess á leit við heilbrigðisráðherra að teknar verði upp formlegar viðræður um samþættingu og rekstur þeirrar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði sem ríkið og sveitarfélagið annast. Bæjarstjórn telur að með nánari sam starfi heilsugæslu, félags - þjónustu (heim aþjónustu), sjúkra - stofnana ríkisins og stofnana sem reknar eru af félagasamtökum megi hvort tveggja í senn ná fram hagræðingu og betri þjónustu. Bæjarstjórn minnir á fyrri sam - þykktir varðandi málefni aldraðra og heilbrigðisþjónustuna í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn telur að með þeirri samstöðu og sameiginlegu nið ur - stöðum sem fram koma í skýrslu um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði (febrú ar 2006) hafi verið lagður grunnur að farsælu samstarfi sem nú beri að fylgja eftir og þróa.“ 7. Strætó bs, endurfjármögnun og fjárhagsstaða Lagt fram bréf framkvæmda - stjóra og fjármálastjóra Strætó bs dags. 4. september 2007 varðandi fjárþörf fyrirtækisins og tillögur varðandi endurfjármögnun. Greiðsl an er þríþætt: Nóvember 2007 19.786.973 Janúar 2008 23.497.030 Mánaðarlega frá feb. 2008 í 20 mánuði 1.236.686 Hlutur Hafnarfjarðar samtals er því kr. 68.017.723 Bæjarráð vísar tillögum um endur fjármögnun til afgreiðslu í bæjar stjórn. Gert er ráð fyrir fram - lagi þessa árs í breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2007 sbr. mál nr. 0708189. 10. Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir. Tekið fyrir að nýju erindi Guð - rúnar Kristínar Magnúsdóttur vegna endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir. Lagðar fram um - sagnir Heil brigðisnefndar Hafnar - fjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 29. ágúst 2007 og umhverfis - nefndar/ Stað ardagskrár 21 frá 5. spetember 2007. Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og synjar erindinu. 16. Kirkjuvellir, lóðir fyrir þjónustu og öryggisíbúðir Tekið fyrir að nýju erindi Fjarðar - móta hf frá 15. júní sl.varðandi lóðirfyrir þjónustu og öryggisíbúðir en bæjarráð óskaði eftir umsögn frá sameiginlegum starfshópi fjölskylduráðs og skipulags- og byggingarráðs um uppbyggingu íbúa fyrir eldri borgara á Völlum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við Fjarðarmót um lóðmál á Kirkjuvöllum. Sunnudaginn 23. september Guðsþjónusta kl. 11 Nýstofnaður kór við Hafnarfjarðarkirkju, A Cappella, kemur fram við guðsþjónustu í fyrsta sinn. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Kantor: Guðmundur Sigurðsson Predikunarefni: Hvað viltu mér, Kristur? Sálmarnir sem sungnir verða í almennum söng: Upphafssálmur: 712, Dag í senn Lofgjörðarvers: 540, Ljós ert þú lýði Fyrir predikun: 728, Faðir alls sem andar Lokasálmur: 56, Son Guðs Eftir predikun flytur A Cappella eftirfarandi kórverk: Haustvísur til Máríu. Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: Einar Ólafur Sveinsson Grüss Gott. Þýskt þjóðlag og þjóðvísa. Úts. Heinrich Spitta Orgelverk messunnar: Forspil: Meinen Jesum lass ich nicht. Partíta eftir J.G Walther (1684-1748) Eftirspil: Prelúdía og fúga í f moll. Höf. J.K.F. Fischer (1670-1746) Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar og Hvaleyrarskóla. Fríkirkjan Sunnudagur 23. september Barna- og fölskyldu - guðsþjónusta kl. 11 Barnakór í safnaðar heimilinu á miðvikudögum kl. 17. Sporin 12 Andlegt ferðalag fimmtudaga kl. 20 í safnaðarheimilinu. www.hafnarf jardark i rkja. is www.frikirkja.is Íbúar í Hvammahverfinu brosa breytt þessa dagana því loksins er verið að setja upp gang braut - ar ljós á Strandgötuna (áður Ásbraut) neðan við strætis vagna - stoppistöðina við Suðurhvamm. Langþráð gangbrautarljós L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.