Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 20. september 2007 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 23. september Sunnudagaskólinn kl. 11 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Að þessu sinni eru gestir sunnudagaskólans beðnir að ganga inn um hægri hliðardyr og upp í „kórsal“ þar sem sunnudagaskólinn fer fram v/útvarpsguðsþjónustu í kirkjunni. Útvarpsguðþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Byr endurnýjar útibú sitt við Strandgötu Um þessar mundir standa yfir breytingar á afgreiðslu útibús Byrs við Strandgötu sem áætlað er að ljúka í þessum mánuði. ,,Við viljum biðja viðskipta - vini okkar við Strand götu afsökunar á hugsanlegum óþæg indum meðan á fram - kvæmd unum stendur og minna jafnframt á þjónustu gjaldkera Byrs í Fjarðarkaupum og þjón - ustu útibús Byrs í Garðabæ“, segir Trausti Haralds son, markaðsstjóri Byrs sem segir nýju innréttingarnar hinar glæsi legustu og að breyt ing - arnar muni hafa í för með sér aukið rými og betri þjónustu við við skiptavini. ÁRGANGUR 1949 Bekkur Björns Ólafssonar. Hittumst fimmtudaginn 11. okt. kl. 17.30 í heimahúsi. Björn mætir, og við líka !!! Nánari upplýsingar veita: Anna Birna, 693 4472, Birna Blomsterberg, 847 8091, Katrín Markúsdóttir, 867 2071, Kristrún Stephensen, 862 1696. Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 20.30 - 24. Húsið opnað kl. 20 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Munið vef félagsins: www.febh.is Hið vinsæla Capri-tríó leikur fyrir dansi. – Ragnar Bjarnason kemur og skemmtir. Dansleikir á haustönn verða 3ja hvern föstudag til áramóta, með hinum ýmsu hljómsveitum. Mikið fjör og mikið gaman! Allir velkomnir. Dansleikur eldri borgara föstudaginn 21. septemeber Evrópsk samgönguvika er nú haldin í sjötta sinn, dagana 16.- 22. september undir þemanu „Stræti fyrir fólk“. Til gangurinn er að efla vitund almennings um samgöngur, hvaða áhrif þær hafa á umhverfi og heilsu og hvaða valkostir standa okkur til boða. Í Hafnarfirði verður dagskrá þessa viku, líkt og síðustu ár. Skólar bæjarins taka virkan þátt og í þeim verða unnin marg vís - leg verkefni þessa daga. Málþing – Stræti fyrir alla. Í dag verður haldið málþing sem hefur yfirskriftina Stræti fyrir alla? Þar verður velt upp spurn ingum um hvert við stefn - um í sam göngu málum á höfuð - borgarsvæðinu og hvort ofvaxin mannvirki fyrir sam göngur séu bara hluti af nútímasamfélagi. Eru til aðrar lausnir og hvaða áhrif hefur grátt landslag á líðan og heilsu. Hvaða valkosti höfum við til að skapa aðlaðandi borg - ar landslag og skilvirkar sam - göngur. Málþingið er haldið í sam - vinnu Hafnarfjarðar og Reykja - víkur. Það er haldið í Hafnar borg og hefst klukkan 20. Hjoladagur Á laugardaginn er hjóladagur samgönguviku. Klukkan 12 mun hjólalest leggja af stað frá Hafnarborg og hjóla til Reykja - víkur til þátttöku í dagskrá við Ráðhús Reykjavíkur. Farið verður rólega yfir og áð á leiðinni enda markmiðið að öll fjölskyldan taki þátt í förinni. Fyrir lestinni munu fara félagar í Hjólafélagi Hafnfirskra kvenna en félagið hefur vakið athygli fyrir gott og skemmtilegt starf við útbreiðslu hjólamenningar í bænum. Kl. 12 verður lagt af stað frá Hafnar borg. Kl. 12.45 verður farið frá Sjálandsskóla í Garða - bæ. Kl. 13.20 verður farið frá Gerðar safni í Kópavogi. Kl. 13.45 farið frá Naut hólsvík til Ráðhúss Reykjavíkur. Við ráðhúsið tekur við fjöl - breytt dagskrá. Má þar nefna Tjarnar sprettinn sem er hjól - reiðakeppni helstu hjólakappa lands ins, sýning á hjólum af ýms um gerðum, valdir ein - staklingar spreyta sig í hjóla - hermi á þekktum keppnis braut - um, fyrirlestrar um sögu reið - hjóla í Reykjavík og öryggi á hjól um og loks má nefna þrauta - braut á Austurvelli. Málþing og hjóladagur Evrópsk samgönguvika í Hafnarfirði hófst á sunnudaginn Hafnfirskt reiðhjólafólk leggur af stað í Reykjavíkurferð. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Helmingur útibúsins er tekið í gegn í einu en öllu er skipt út. Verslum í Hafnarfirði! . . það e r s tyðs t að fa ra! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Dásamlegt líf að vera í leikskólanum í Hraunvallaskóla. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.