Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. september 2007 Bikarmeistaramót Skotíþrótta - sam bands Íslands fór fram í norðan kalda hjá Skotíþrótta - félagi Suðurlands sunnudaginn 16. september. Fyrir mótið voru þeir Sigurþór Jóhannesson og Bjarni Viðar Jónsson, báðir í SÍH efstir og jafnir með 44 stig. Lítil von var fyrir aðra keppendur að sælast í bikarinn því næsti maður Gunnar Gunnarsson frá SFS var með 36 stig og Guðmann Jónas - son frá Markviss með 32 stig. Sigurþór hafði titil að verja því hann var Bikarmeistari 2005 og 2006 og gat því unnið titilinn í þriðja sinn í röð. Enda kom það á daginn að hann ætlaði ekki að gefa sinn hlut og var sjö dúfum yfir Bjarna fyrir úrslitahringinn. Bjarni var það langt á eftir að hann átti enga von um að snúa málum sér í hag á síðustu stundu. Sigurþór Jóhannesson er því Bikarmeistari STÍ þriðja árið í röð. Skotíþróttafélag Hafnar fjarð ar hefur því endurtekið leik inn frá því í fyrra og unnið alla titla sem í boði eru í íþróttinni. Bikar - meist ara, Íslandsmeistara karla, Íslands meistara unglinga og Ís - lands meistara í sveita keppni. Sigþór bikarmeistari þriðja árið í röð Sigurþór Jóhannesson, SÍH, bikarmeistari 2007. Nýstofnaður kór við Hafnar - fjarða rkirkju, A Cappella, kemur fram við guðsþjónustu í fyrsta sinn á sunnudaginn og hefst guðs þjónustan kl. 11. Kórstjóri er Guðmundur Sigurðs son sem jafnframt er kantor kirkjunnar. Guðs þjón ustan verður í Há - sölum Strandbergs vegna við - gerða á kirkjuskipinu. Prestur er Þórhallur Heimisson. Við guðsþjónustuna mun kór - inn leiða safnaðarsöng en auk þess flytja eftirfarandi kórverk án undirleiks eftir predikun. Flytur kórinn Haustvísur til Máríu, lag eftir Atli Heimir Sveinsson og ljóð eftir Einar Ólafur Sveinsson. Þá syngur kórinn Grüss Gott sem er þýskt þjóðlag og þjóðvísa í útsetningu Heinrich Spitta. Allir eru hjartanlega velkomnir til að hlýða á kórinn og taka þátt í helgihaldinu. Nýr kór við Hafnarfjarðarkirkju Syngur í guðsþjónusta kl. 11 á sunnudaginn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Góður árangur hefur náðst í að jafna launamun kynjanna hjá starfsmönnum Hafnarfjarðar - bæjar en munur á dagvinnu - launum karla og kvenna mælist ekki. Þegar litið er til starfs - grein ar, aldurs, starfsaldurs og fjölda yfirvinnustunda mælast heildar laun kvenna nú 6% lægri en heildarlaun karla. Ef kennarar eru teknir úr greiningunni þá eru heildarlaun kvenna nú 9% lægri en heildarlaun karla. Hafnarfjarðarbær lét gera launa könnun meðal starfsmanna bæjar ins. Greindar voru launa - upplýsingar fyrir 1.325 starfs - menn Hafnarfjarðarbæjar sam - kvæmt launabókahaldi mars 2007. Helstu niðurstöður könn - unarinnar eru þær að munur á heildar launum karla og kvenna hefur minnkað frá árinu 2001 hjá Hafnarfjarðarbæ að teknu tilliti til starfsgreinar, aldurs, starfs - aldurs og fjölda yfirvinnustunda. Laun kvenna mælast nú 6% lægri en laun karla en mældust 8% lægri 2001. Ef kennarar eru teknir úr greiningunni þá eru laun kvenna nú 9% lægri en laun karla en mældust 12% lægri 2001. Munur á dagvinnulaunum hefur að auki minnkað frá árinu 2001. Laun kvenna mælast nú 0,6% lægri en laun karla í stað 6% 2001 og án kennara mælast laun kvenna nú 0,8% hærri en laun karla en voru 8% lægri 2001. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd og bæjarráð Hafnarfjarðar fagna þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við kynb und - inn launamun hjá Hafnar fjarðar - bæ. Þó er lögð áhersla á að áfram verði unnið með markvissum hætti að því markmiði að útrýma kyn bundnum launamun hjá bænum með öllu. Kynbundinn launamunur minnkar hjá Hafnarfjarðarbæ L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Konur hjá Hafnarfjarðarbæ fá nú sömu dagvinnulaun og karlar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.