Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 8
Fk-2 www.frikirkja.is Fimmtudagur 20. september 2007 Kven félag Fríkirkjunnar Kvenfélag Fríkirkjunnar var stofnað 16. apríl 1923. Markmið þess var og er að efla starf kirkjunnar með því að afla fjár. Kvenfélagið hefur m.a. stutt barna- og æskulýðsstarfið frá upphafi sem og keypt ýmislegt sem söfnuðinn vantar. Má í því sambandi nefna glæsilegan flygil sem hefur komið sér vel við athafnir af ýmsu tagi. Fjáröflunin fer fram á Kaffidaginn, á jólafundi og með basar á vorin. F r í k i r k j a n H a f n a r f i r ð i – Ú t l i t o g u m b r o t : H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . , B æ j a r h r a u n i 2 – F r é t t a b r é f i ð e r f y l g i b l a ð m e ð F j a r ð a r p ó s t i n u m . Það eru 130 unglingar sem hafa skráð sig til þátttöku í ferm - ingarstarfi Fríkirkjunnar á þessu hausti. Þetta er fjölmennasti hópur sem tekið hefur þátt í ferm ingar - starfinu hingað til og mikið til - hlökkunarefni hjá prest unum að kynnast þessum góða hópi og fylgja þeim eftir fram að ferm - ing um í vor. Þess má geta að mik il áhersla er lögð á stuðning og þátttöku foreldra í ferm ingar starfinu og foreldrar taka þátt í umfjöllun um sorg og sorgar viðbrögð, auk þess sem haldin eru mæðgna og feðgakvöld þegar nær dregur fermingum. Hundrað og þrjátíu fermingarbörn Lang fjölmennasti fermingarhópur kirkjunnar Tilefni þess að stofnaður var Fríkirkjusöfnuður hér í Hafnar - firði árið 1913 var m.a. vilji manna til þess að kirkja yrði reist hér í Hafnarfirði en kirkja Hafn firðinga var þá Garðakirkja og því um langan veg að fara. Ólga vegna prestskosninga í hinu gamla Garðaprestakalli hafði eflaust líka áhrif á þetta mál. Það var því ekki deila um boð - skap eða kenningu kirkjunnar sem varð til þess að söfnuðurinn var stofnaður enda starfar hann á sama grundvelli og Þjóðkirkjan. Fram hjá því má hins vegar ekki líta að fríkirkjuhugsjónin um að - skilnað ríkis og kirkju var mikið til umræðu á þessum árum og hafði örugglega áhrif á það hversu margir kusu að ganga til liðs við hinn nýstofnaða Frí - kirkjusöfnuð. Fríkirkjusöfnuður er ólíkur þjóðkirkjusöfnuðum að því leiti að hann er ekki háður land fræði - legri sóknarskipan eins og gildir um þjóðkirkjusöfnuði. Safn - aðar fólk Fríkirkjunnar í Hafnar - firði er því ekki aðeins búsett í Hafnarfirði heldur um land allt. Hvers vegna Fríkirkja? Fríkirkjan er ekki háð landfræðilegri sóknarskipan Fríkirkjan böðuð í kvöldsólinni. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Sr. Sigríður spyr stúlkurnar hvers konar manneskjur þær vilji vera. Stúlkurnar fengu að vera einar með sr. Sigríði Kristínu. Strákarnir nutu fræðslu sr. Einars.Fjölmenni við safnaðarheimilið við Austurgötu þegar börnin voru skráð í fermingarfræðslu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.