Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is Fk-1Fimmtudagur 20. september 2007 Vetrarstarfið okkar er nú kom - ið á fullan skrið og mikið um að vera í kirkjunni og safnaðar - heimilinu í allan vetur. Við prest arnir bjóðum ykkur vel - kom in til þátttöku og vonum að starfið okkar megi laða sem flesta að kirkjunni. Staða Frí kirkju safnaðarins í Hafnarfirði hefur verið að breyt - ast mikið á síðustu árum og þar ræður mestu mikil fjölgun safn - aðarfólks. Fríkirkjusöfnuðurinn er ekki lengur lítill söfnuður held ur er hann orðinn með fjöl - mennari söfn uðum landsins. Þar við bæt ist að miklu fleirri leita eftir þjón ustu okkar prest - anna en skráð ir eru í söfnuðinn. Þannig skírðum við á síðasta ári 150 börn sem er langt umfram fjölda nýfæddra barna í söfnuð - inum og eins er fjöldi fermingar - barna langt umfram fjölda ungl - inga í söfnuðinum. Þannig hafa á þessu hausti 130 unglingar skráð sig til þátttöku í ferm - ingar starfinu. Í ljósi þessara stað reynda hljót um við að hvetja það fólk sem leitar þjónusta Frí kirkj unnar að hugleiða skráningu í söfnuð - inn. Mikilvægt er að benda á í því sambandi að ekkert kostar sérstaklega að vera í söfnuðinum þar sem ríkis valdið sér um inn - heimtu sóknar gjalda jafnt fyrir Þjóð kirkju sem Fríkirkju. Safn aðar fólki og bæjarbúum óskum við Guðs blessunar á kom andi vetri. Sigríður Kristín og Einar. september 2007 Breytt staða Fríkirkjunnar Miklu fleiri leita eftir þjónustu okkar prestanna en skráðir eru í söfnuðinn Sporin 12 - andlegt ferðalag Enn á ný verður lagt af stað í andlegt ferðalag og er þetta fimmta árið sem boðið er upp á þetta góða starf sem vakið hefur mikla athygli en þátttaka hefur verið mun meiri en búist var við. Sporin 12, andlegt ferðalag er leiðsögn fyrir fólk sem mætt hefur misjöfnu á lífsleiðinni og vill bæta líðan sína eða sættast við fortíðina. Þótt í þessu starfi sé byggt á reynslusporum AA samtak - anna er ekki verið að glíma hér við alkóhólisma heldur hvers kyns annað mótlæti sem fólk kann að hafa orðið fyrir. Reynslu sporin 12 og boð skap - ur trúarinnar hafa reynst fólki vel í slíku uppbyggingarstarfi. Starfið fer fram á fimmtu dags - kvöld um í vetur og hefst um miðjan september og var fyrsti kynn ingarfundurinn 13. sept - em ber kl. 20 í safnaðar heim - ilinu en fyrstu þrír fundirnir eru opnir kynningarfundir. Þjónusta við útfarir Aðstoð við syrgjendur og undir búningur útfara er að sjálfssögðu stór þáttur í starfi prestanna. En fleiri koma að slíkum undirbúningi. Örn Arn - ar son tónlistarstjóri og eigin - kona hans Erna Blöndal hafa verið fólki innan handar við undirbúning tónlistar og hafa aðstandendur verið þakklátir fyrir þeirra góðu þjónustu. Kór á þeirra vegum hefur vakið athygli fyrir afar vandaðan og góðan söng við útfarir. Kór Fríkirkjunnar fór í eftirminnilega ferð um slóðir Vestur Íslendinga í Banda ríkj - unum og Kanada í júní mánuði. Kórinn naut góðrar leiðsagnar Almars Grímssonar formanns Þjóðræknisfélagsins og söng m.a. við hátíðlega athöfn við Þinghúsið í Winnipeg á 17. júní. Meðal annara viðkomustaða voru Mountain í Norður Dakóta þar sem kórinn söng á elli - heimilinu, byggðirnar í Gimli og Árborg í Kanada en í Árborg hélt kórinn tónleika í kirkjunni þar sem fullt var út úr dyrum. Þá má geta þess að kórinn heimsótti þorpið Minot í byggðinni Mouse þar sem aðeins eru eftir þrír Íslendingar og hafa haldið við kirkju Íslendinga þar allt til þessa dags. Þessi góða ferð heppnaðist vel og þétti enn betur saman þann góða hóp sem skipar Kór Fríkirkjunnar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir og sr. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjukórinn syngjandi á slóðum Vestur Íslendinga Frá tónleikum kórsins í Winnipeg Art Gallery. Skarphéðinn Hjartarson og Örn Arnarson fremstir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.