Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 20. september 2007 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 2 0 1 SAMGÖNGUVIKA Í HAFNARFIRÐI EVRÓPSK SAMGÖNGU- VIKA Reykjavíkurborg Laugardagur 22. september Hjóladagurinn 2007 Hjólalest milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Hjólalest fer frá Hafnarborg sem leið liggur til Reykjavíkur og tekur þátt í dagskrá við Ráðhús Reykjavíkur. Farið verður rólega yfir og áð á leiðinni enda markmiðið að öll fjölskyldan taki þátt í förinni. Fyrir lestinni fara félagar í Hjólafélagi hafnfirskra kvenna sem hefur vakið athygli fyrir gott og skemmtilegt starf við útbreiðslu hjólamenningar í bænum. Kl. 12.00 lagt af stað frá Hafnarborg Kl. 12.45 farið frá Sjálandsskóla í Garðabæ Kl. 13.20 farið frá Gerðarsafni í Kópavogi Kl. 13.45 farið frá Nauthólsvík til Ráðhúss Reykjavíkur Við Ráðhúsið tekur við fjölbreytt dagskrá: Kl. 14.30 Tjarnarspretturinn – hjólreiðakeppni helstu hjólakappa landsins; 15 hringir kringum Tjörnina. Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli kl. 14–17. Kl. 15.30 Stigið á sveif með sögunni – Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi. Kl. 16.00 Hjólað af öryggi um götur borgarinnar – fyrirlestur Johns Franklin um öryggi á hjólum. Hjólasýning – keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, sígilt sendlahjól, o.fl. Fimmtudagur 20. september kl. 20. Stræti fyrir alla – málþing í Hafnarborg um borgar- skipulag og samgöngumál Samgöngumannvirki eru um helmingur byggðs lands í borginni. Er það nauðsynlegt? Eru til aðrar lausnir? Hvaða áhrif hefur grátt borgarlandslag á heilsu og líðan? Mælendur: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur Lilja Sigrún Jónsdóttir hjá Landlæknisembættinu Ragnhildur Vigfúsdóttir, áhugasamur borgari Málþingið er haldið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar. Flestir bíleigendur í Hafnar - firði hafa eflaust nýtt sér þjón - ustu Pústþjónustu BJB við Helluhraunið en fyrirtækið kom til Hafnarfjaðar árið 1984 eftir að hafa verið 4 ár í Keflavík. Hjón - in Björn J. Björnsson og Alma Guðmundsdóttir og fleiri stofn - uðu fyrirtækið og hafa átt það þar til nú er Piero Segatta í broddi fylkingar ásamt fleirum keyptu fyrirtækið. Þetta var á þeim tíma þegar stór hluti bifreiðaeigenda skreið undir bíla sína og skipti um pústkerfi sjálfir við misjafnar aðstæður. Eftir að Pústþjónusta BJB hóf starfsemi sína hættu fljótt flestir að gera þetta sjálfir því verðið fyrir ísett pústkerfi var jafnvel lægra en verð á pústkerfi frá bifreiða - umboðunum. Í samtali við Fjarðarpóstsinn sagði Piero Segatta að fyrirtækið hafi eflst mjög og dafnað á undanförnum árum og sé það langstærsta í þessum geira. Inn - flutningur og sala á pústkerfum er um helmingur af umsvifum fyrirtækisins á móti sölu til einstaklinga, smíði og ísetningu og segir Piero að markmiði ð sé að halda áfram að styrkja félagið með enn betri þjónustu við bíleigendur. Fljótlega er stefnt að opnun á hraðþjónustu í vesturenda húss - ins, sem snýr að Flatahrauni, með hjólbarðaþjónustu, smur - þjónustu, bremsuþjónustu, raf - geymaþjónustu, dempara- og gormaþjónustu auk þess sem hægt væri að fá skipt út perum, þurkkublöðum og því líku. Segir Piero að hjólbarðaþjónustan verði opnuð fyrir vetrartímabilið og um áramót ætti önnur þjón - usta að vera í boði. „Við ætlum að bjóða fólki að gera við það sem þarf að gera við ef bílar þurfa í endurskoðun og fara svo með þá í skoðun svo fólk getur sótt bílinn hjá okkur þegar hann er tilbúinn“. Piero er með ýmsar aðrar hugmyndir um aukna þjónustu við bíleigendur og ættu Hafnfirðingar að verða varir við þær á næstu misserum. Hjá Pústþjónustu BJB starfa 9- 12 manns og hefur starfs manna - velta verið mjög lítil. Tveir starfsmenn hafa starfað í mjög langan tíma, einn hefur starfað í 25 ár og annar í 15 ár. Piero var áður framkvæmdastjóri hjá Max1 svo hann er ekki ókunn - ugur svona rekstri en hann var áður einn eigenda að Bílanausti og áður Slípivörum og verk - færum hér í bæ. Eigendaskipti hjá Pústþjónustu BJB Piero Segatta og Björn J. Björnsson fyrir utan Pústþjónustu BJB. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bridgespilarar velkomnir Fyrsta spilakvöld vetrarins á mánudag Vetrardagskrá Bridgefélags Hafnarfjarðar er að hefjast og er spil að öll mánudagskvöld, oftast að Flatahrauni 3 (Hraun - seli) kl. 19.30. Dagskrá vetrarins fram að jólum verður: 24. sept. Einskvölda tvímenningur 1. okt. A. Hansen, tvím. 8. okt. A. Hansen, tvím. 15. okt. A. Hansen, tvím. 22. okt. Hraðsveitakeppni 29. okt. Hraðsveitakeppni 5. nóv. Haustbarometer 12. nóv. Haustbarometer 19. nóv. Haustbarometer 26. nóv. Aðalsveitakeppni 3. des. Aðalsveitakeppni 10. des. Aðalsveitakeppni 17. des. Jólagleði 28. des. Jólamótið Allir eru hvattir til að mæta, bæði reyndir sem óreyndir. Hjálpað verður til við myndun para/sveita á staðnum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.