Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Síða 4

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007 Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur Félag iðn- og tæknigreina Síðustu daga hafa veður verið válynd hér á landi. Oftar en ekki hafa björgunarsveitir landsins verði í miðdepli fjölmiðlanna vegna þess mikla starfs sem þær vinna. Á dögum sem þessum þykir okkur sjálfsagt að menn og konur innan hreyfingarinnar hjálpi okkur hinum. Það er hinsvegar þann - ig að þrátt fyrir góðan vilja þeirra sem í hreyfingunni starfa að þá er alltaf erfiðara og erfiðara að halda úti starf sem - inni. Tækjakostur er dýr og fjár - magn af skornum skammti þó að ýmsir hlaupi undir bagga. Það er því á þessum tímum, tímum vályndra veðra, sem ég hvet bæjarbúa að hugsa til Björg unar - sveitar Hafnarfjarðar. Björgunarsveitin stendur í stór ræðum, er að byggja nýjar starfs stöðvar við Hvaleyrarlón, auk þess sem Slysavarnarfélagið Lands björg er að byggja glæsi - legustu og öruggustu flugelda - geymslu á landinu á Hellna - hraun ssvæðinu hér í bæ. Björgunar sveitin byggir á göml - um grunni, grunni Slysavarnar - félagsins Fiskakletts og Hjálpar - sveitar skáta í Hafnarfirði. Það er því ekki að ósekju að ég hvet bæjarbúa að hugsa til Björg unarsveitarinnar nú um hátíðarnar. Ég vill ekki gera upp á milli þeirra og Skógræktar - félags Hafnarfjarðar í jólatré - sölunni, enda vilja sumir ein - göngu hafnfirsk jóla - tré. Hins vegar er það flugelda salan sem skiptir Björg unar - sveit ina mestu – Hafn - firðingar hugsið til þeirra þegar kemur að flugelda kaupum. Það er okkur mikil vægt að hafa öfluga liðsmenn í okk ar sveit og stuðn - ingur bæjarbúa skiptir miklu. Munum að það leggja margir á sig ótrúlegar fórnir okkur til handa við björgunar - störf – fórnfýsi er þeirra auð - kenni. Slysavarnarfélagið Lands - björg verður 80 ára í janú ar n.k. það segir okkur allt um það mikla starf sem unnið hefur verið að. Um leið og ég óska bæjar - búum gleðilegrar hátíðar og gæfuríks komandi árs vona ég að bæjarbúar sinni verslunum í heimabyggð, því þessi tími er þeim mikilvægur – margir byggja afkomu sína á þessum stutta tíma – munum þó að mikil vægi jólahátíðarinnar má ekki hverfa í kaupgleði eða efnishyggju. Gleðilega jólahátíð. Höfundur er bæjarfulltrúi og alþingismaður. Björgunarsveit Hafnarfjarðar – Stöndum með okkar fólki Gunnar Svavarsson í síðustu viku bárust neyðar - línunni alls 112 foktil kynningar í Hafnarfirði. Mikill erill hefur verið hjá lögreglu og björgunar - sveit um þessa óveðursdaga. „Starf björgunarsveitamanna hef ur verið ómetanlegt þegar hemja hefur þurft, allt frá lausa - munum uppí heilu húsþökin,“ segir Sævar Guðmundsson, aðal varðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði.Mikið tjón hefur orðið þessa daga, á bifreiðum og húsum auk annarra muna sem hafa fokið og skemmst. Í óveðrinu sem gekk yfir fauk 15 metra langt ljósa auglýs - ingarskilti sem var fast framan á hús Pitstop við Helluhraun. Starfsmenn fundu skiltið eftir langa leit fyrir framan bif reiða - verkstæði Högna við Hjalla - hraun. Segja starfsmenn hjá Pitstop með ólíkindum að enginn bíll hafi orðið fyrir skemmdum því það séu ekkert nema bíla - tengd fyrirtæki í húsa lengjunni og því nokkrir tugir bíla allt um kring. 112 tilkynningar Mikill erill hjá lögreglu og björgunarsveitarfólki Húsið á þessum sendibíl splundraðist í rokinu á Flatahrauni. Ástjarnarkirkja Aðfangadagur jóla - 24. desember Aftansöngur kl. 18 Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Einsöngur Eyjólfur Eyjólfsson og spilar hann einnig á þverflautu, undirleikur Andri Eyjólfsson. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Annar í jólum - 26. desember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Útvarpsguðsþjónusta. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir leikur á þverflautu. Lesin jólasaga og fallegu jólasálmarnir sungnir. Barnafjölskyldur sértaklega velkomnar. Gamlársdagur - 31. desember Aftansöngur kl. 16 Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Einsöng flytur Áslaug Fjóla Magnúsdóttir. Það er góð leið til að ljúka árinu og taka á móti nýju í Guðs húsi. www.astjarnarkirkja.is Leikskólabörn í jólagleði í boði Kaupþings í Firði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.