Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Side 6

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvaleyrarholt suð-austur, Gróðurstöð Þorlákstúni Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 11. des em - ber 2007 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hvaleyrarholt suð-austur, Gróðurstöð Þorlákstúni í Hafnarfirði, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að núgildandi byggingarreitur fyrir gróðurhús næst Suðurbraut er færður innar á lóðina, inn fyrir núverandi göngustíg. Byggingarreit fyrir áhaldahús er snúið. Nýr byggingarreitur kemur austan við innkeyrslu á lóð, við mót Lyng- og Móabarðs, fyrir aðflutt hús á einni hæð sem hvíli á steyptum sökkli með skriðkjallara. Hæðarkóti mænis fari ekki yfir 42 m. Byggingarreitir fyrir gróðurhús eru sameinaðir og akstursleiðir innan lóðar breytast. Mön meðfram Reykjanesbrautinni verður hluti af uppfyllingu svæðisins. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 20. desember 2007 – 22. janúar 2008. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 5. febrúar 2008. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Auglýsing um skipulag – Hafnarfjarðarbær Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á þriðjudaginn 11. desember var deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Strandgata 26 - 30 samþykkt. Málinu er því lokið og verður það sent Skipulagsstofnun til yfirferðar samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Til að koma til móts við athugasemdir verður byggingin mest sjö hæðir en var níu í þeirri tillögu sem auglýst var. Allir þeir sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu fá send svör frá Skipulags- og byggingarsviði. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Strandgata 26 -30 Söngkeppni Öldunnar í Öldu - túnsskóla var haldin á mánu dag - inn. Keppendur völdu sér lag til flutnings og voru lögin fjöl - breytt. Þær Elín, Valgerður og Eygló sigruðu í keppninni er þær sungu lagið Escape sem Enrique Igles - ias samdi og gerði frægt. Þær vöktu hrifningu með skemmti - legri sviðsframkomu en ekki er alltaf auðvelt að stíga á svið og syngja fyrir félaga sína. Í öðru sæti varð Sandra Björk fyrir glæstan söng á Janis Joplin laginu Mercedes Bens sem hún söng án undirleiks. Sungu Escape til sigurs Söngkeppni Öldunnar var á mánudag Sandra Björk. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Elín, Valgerður og Eygló á sviði. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nemendur í Hraunvallaskóla í samstarfi við Foreldrafélag skól - ans, hafa unnið að gerð jóla búta - saumsteppa síðastliðinn vetur og var lokið við gerð þeirra nú fyrir jólin. Teppin eru sjö talsins, eitt teppi fyrir hvern árgang í skól - anum. Hvert teppi inniheldur mynd af hverj um árgangi ásamt bútum sem allir nemendur skól - ans hönnuðu. Teppin prýða nú veggi mat - salarins sem gefa honum jólalegt yfirbragð. Nemendur saumuðu jólabútasaumsteppi Teppin skreyta nú matsal Hraunvallaskóla Jólabútasaumsteppin á veggjum Hraunvallaskóla. Kæru foreldrar! Tökum höndum saman um að gera gamlárskvöld og áramót að ánægjulegri upplifun sem skilur eftir góðar minningar. Rannsóknir sýna að samvera unglinga með fjölskyldum sínum dregur úr neyslu áfengis og annarra vímuefna. Gerum okkar til að minnka líkur á að börnin okkar lendi í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Verum börnum okkar góðar fyrirmyndir og njótum áramótanna saman. Verslum í Hafnarfirði! . . . og komumst í jó laskap!

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.