Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 17

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 17
www.fjardarposturinn.is 17Fimmtudagur 20. desember 2007 Enn á ný leitar aftur á hugans mið ómur sálma og ljóða. Jólin koma með tilhlökkun, fögnuð og frið, flytjandi trú á hið góða. Hafnarfjörður í logandi ljósadýrð, lýsir upp myrkrið svarta. Jólastemning, á blað hvorki skráð né skýrð, en skrifuð í hvers manns hjarta. Hörður Zóphaníasson. „Á helgum jólum biðjum við fyr ir þeim sem eru fjarri ást - vinum um þessi jól, þeim sem sakna heimilis, ástvina, fjöl - skyldu. Lát þau finna að þú yfir - gefur þau ekki. Minnstu sérstak - lega þeirra sem sorgin sækir heim mitt í gleði aðventu og jóla. Guð, láttu ekki jólagleði okk ar verða sjálflæga og sjálfs - elska. Hjálpa okkur að tendra ljós þar sem þess er þörf, í skugga og myrkri.“ Þessi fallega bæn minnir okk - ur á að staldra við í erli jóla - undir búnings, horfa í kringum okkur, huga að náunganum og minnast þess að skugga getur brugðið á hátíð ljóss og friðar hjá þeim sem sorgin sækir heim. Mitt í undirbúningi jólanna er líka gott að hugleiða trúna og rækta hana. „Rækta trúna með því að stökkva af rökbrettinu, svífa í loftinu og vona að það sé vatn í guðslauginni.“ Eins og bent er á í bókinni Gæfuspor, gildin í lífinu. Þeir sem trúa á Guð opna hjarta sitt og treysta því að vatn sé í guðslauginni. Á aðventu er hollt að velta fyrir sér gildum lífsins og í fyrrnefndri bók eru settir fram vegvísar á lífsins göngu og vil ég hér vitna til nokkurra þeirra: – Elska til að lifa: Elskið hvert annað. „Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hver annan.“ Ást er dýrmæti. – Gefa – því gjöfin er leynd - ardómur velgengni og rósemdar hjartans. Gjöfin er uppspretta gæfu og gleði, aðeins sá sem getur gefið getur öðlast. Guð elskar glaðan gjafara. Sá sem gefur með sér verður ríkur. Aðeins þarf að grípa tækifærin sem gefast, skynja þörfina og uppfylla hana. Það er aukaatriði hvort ástæða gjafarinnar er hrein umhyggja eða bara löngun til að bæta eigin líðan, eða bæði. Gjafir bera ríkulegan ávöxt. – Fyrirgefa, því fyrirgefningin er mótefni sálarinnar gegn hatri, reiði og gremju. Sá sem getur fyrirgefið losnar undan þrúgandi tilfinningum og hann vonar að iðrun þess sem vann honum tjón beri ávöxt. Fyrir - gefningin er aldrei sjálfsögð heldur er hún gjöf sem er á valdi þess sem hlotið hefur skaða. – Muna að hamingjan er ekki annars staðar. Hún er spunnin úr aðstæðum sérhvers manns og kjarki til að taka ákvarðanir um líf sitt. Hamingjan er hamur. Hún er ekki óljós tilfinning. Hún er ekki stundin sem líður, ekki gleðin sjálf, hún er hamurinn sem fólk íklæðist. Hamingjan er ekki annars staðar eða í öðrum, hún er hér. – Vera glaður því ekkert undir sólinni er betra en að snæða, svala þorsta og vera glaður. Gleðin er kát sem kið og frísk sem fiskur, hún fer ekki í mann - greinarálit og sprettur fram eins og fugl af hreiðri sínu. Hún er björtust í litrófi mann legra tilfinninga. Það albesta við gleð ina er þó löngunin til að deila henni með öðrum og að gefa með gleði. – Rækta vináttuna – því vinur eru ekki á hverju strái og fá - gætur er víst góður vinur. – Hugsa um dauðann því án hans hefði lífið ekki gildi. Já, sannarlega atriði sem vekja okkur til umhugsunar og vísa veginn þeim sem bæta vilja líf sitt. Á nýju ári gleðjumst við Hafnfirðingar og fögnum 100 ára afmæli. Þann 1. júní 2008 eru 100 ár liðin frá því að Hafn - arfjörður fékk kaupstaðar - réttindi. Afmælisári verður fagn - að með margvíslegum hætti og boðið verður upp á fjölda viðburða allt afmælisárið. Há - marki ná hátíðarhöldin afmælis - helgina 29. maí – 1. júní. Ég vil hvetja Hafnfirðinga og gesti þeirra til að taka virkan þátt og njóta þess sem í boði verður á afmælisári og leggjast á eitt í að skapa afmælisstemningu „sem á blað hvorki skráð né skýrð, en skrifuð í hvers manns hjarta.“ Eins og okkar ágæti Hörður Zóphaníasson yrkir um jóla - stemningu hér að framan. Jólin helg og há, hlý og ógnarsterk. Lýsa byggð og ból, boða kraftaverk. Drottins dýrðar frið dreymir þreytta jörð. Kærleiksstjarna Krists kyssir Hafnarfjörð. Hörður Zóphaníasson Guð veri með ykkur og megi jólahátíðin færa okkur öllum birtu og yl og veita þeim styrk sem misst hafa ástvini eða eiga um sárt að binda. Gleðileg jól Ellý Erlingsdóttir Jólahugvekja Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Gleðileg jól „Guð, láttu ekki jólagleði okkar verða sjálflæga og sjálfselska. Hjálpa okkur að tendra ljós þar sem þess er þörf, í skugga og myrkri.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.