Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Page 19

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Page 19
www.fjardarposturinn.is 19Fimmtudagur 20. desember 2007 Brátt munu kirkjuklukkurnar hringja inn heilaga jólahátíð í byggðum kristinna manna og um leið finnum við í hjarta að há tíðin er gengin í garð. Það er eitthvað einstakt og ólýsanlegt við þessa stund á aðfangadag jóla, þegar hátíðin sjálf hefur tek ið við af eftirvæntingu að - vent unnar, þegar friðurinn hefur tekið við af streitu daganna, þegar fögnuðurinn verður kvíða, depurð og sorg yfirsterkari og þegar ljósið hrekur myrkrið á burt. Það er erfitt að lýsa í orðum því samspili tilfinninga sem við þá upplifum, er við finnum bet - ur, en á flestum öðrum stundum, dýpt þeirra trúartilfinninga sem bærast í brjósti. Þó veit ég auðvitað ekki hvort allir kristnir menn upplifi þessa stund með þeim hætti, en þykir samt sem áður líklegt að flestir þeir sem eiga lifandi trú í hjarta finni hin sterku hughrif hátíðarinnar gagntaka sig á þessari stundu. Fagnaðarboðskapur jólanna gefur enda tilefni til þess, því fæðing Frelsarans Jesú Krists í heiminn snertir líf hvers og eins persónulega, leggur nýjan grund - völl, veitir nýja stefnu og gefur nýtt takmark. Í Kristi er fólginn kærleikur Guðs, sem ekki gat horft upp á fallvalt mannkyn eigra stefnulaust um án nokkurs markmiðs, og því sendi hann í heiminn leiðsögumann sem leiðir rétta leið burt frá glötun til eilífs lífs. Þetta er fagnaðarríkur boð - skap ur sem öllum er hollt að hug leiða á fæðingarhátíðinni og leyfa þannig hinum sanna anda að fylla hug og sál, kærleikanum að láta ljós sitt skína í samfélagi fólks og þakklætinu að birtast í orðum sem beint er til skaparans og þeirra sem hjarta standa nær. Aðstæður fólks geta verið mismunandi og ef till vill ekki eins og best verður á kosið þegar hátíðin gengur í garð. Það er margt sem hrjáir á þessum tíma sem öðrum, svo sem erfið veik - indi, sorg og missir, einsemd og ýmiss konar erfiðleikar aðrir. En jólin koma samt. Þau ganga í garð á sama tíma og venjulega ár hvert og færa heiminum fagnað - ar boð skapinn hvernig sem ástatt er. Þess vegna er svo mikilvægt að leyfa hinum sterku hrifum sem hátíðin kallar fram, að fá útrás í fjölbreytileika tilfinning - anna og njóta sín í auðmýkt trúar og þakklætis. Því Kristur kom sannarlega til þess að vera með okkur í ólíkum aðstæðum,- og sérstaklega vill hann veita þeim styrk og stuðning, hjálp og hugg un sem búa við þær að - stæð ur sem enginn sækist eftir að komast í, en hafa þó orðið hlut skipti um lengri eða skemmri tíma. Þá getur Kristur best veitt lausn, ljós og líf. Það líður senn að hinni himn - esku stund er kirkjuklukkurnar fara að hringja inn heilög jól. Þá ættum við einnig að láta kirkjuklukkurnar í helgidómi hjartans hringja inn hátíð um jól, til þess að fagna því að frelsarinn er fæddur og til þess að bjóða hann velkominn til okkar. Því það er hann sem kemur með jólin inn í bústaði hjarta og heimilis og fyllir af friði og fögnuði. Gleðileg jól! Bragi J. Ingibergsson Þegar hátíðin gengur í garð Sr. Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur í Víðistaðakirkju: Síðastliðin tíu ár hefur verslunin Úr & Gull, í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði verslað með vönduð úr og skartgripi. Fyrir skömmu fór verslunin í gegnum gagngerar endurbætur þar sem allar innréttingar búðarinnar voru endurnýjaðar og útliti búðarinnar gjörbreytt. Þessi breyting hefur gert það að verkum að búðin er í dag ein glæsilegasta úra- og skartgripaverslun landsins. Úrval verslunarinnar er einkar glæsilegt og er þar meðal annars hægt að fá armbandsúr frá mörgum þekktum framleiðendum á borð við Raymond Weil, Seiko, Pulsar, DKNY, Fossil, Kenneth Cole, D&G, Armani og Diesel. Enn fremur skartgripi frá Morellato, Zoppini, Miss Sixty, Molecole, Manuel Zed, Rochet, Sector, glæsilega demantsskartgripi og mikið úrval af skartgripum úr gulli og silfri. Íslenskt handverk og hönnun frá gullsmiðunum Sigurð Inga Bjarnasyni með hönnun sína Sign of Iceland, Dýrfinnu Torfadóttur og Elínu Guðbjartsdóttur. Stórglæsileg úra- og skartgripaverslun KOMIÐ • SJÁIÐ • SANNFÆRIST L j ó s m . : B r a g i J . I n g i m a r s s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.