Fjarðarpósturinn - 23.04.2008, Page 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 23. apríl 2008
gjafir
fríar prufur
Elma s. 846 6447 – 555 4750
www.betralif.am
Ný stjórn var kjörin á
aðalfundi Félags eldri borgar í
Hafnarfriði á aðalfundi þess fyrir
skömmu. Nýju stjórnina skipa:
Jón Kr.Óskarsson formaður, aðr -
ir stjórnarmenn eru Hjördís
Guðbjörnsdóttir, Erna Fríða
Berg, Gunnar Hólmsteinsson,
Alm ar Grímsson, Martha Ingi -
mars dóttir, Kristinn Guðnason
varamenn Sveinn Guðbjartsson,
Margrét Guðmundsdóttir.
Síðan hefur stjórnin skipt með
sér verkum þannig, vara for -
maður er Hjördís Guðbjörns -
dóttir, ritari er Erna Friða Berg,
gjald keri er Gunnar Hólm -
steinsson. Meðstjórnendur eru
Almar Grímsson, Martha Ingi -
mars dóttir og Kristinn Guðna -
son.
Varamenn í stjórn eru Sveinn
Guð bjartsson og Margrét Guð -
mundsdóttir.
Á aðalfundinum var fráfarandi
formanni, Sigurði Hallgrímssyni
þökkuð góð störf sem og
Margréti Guðnadóttur sem ekki
gaf kost á sér og voru þau leyst út
með blómvöndum.
Innan félagsins eru starfandi
samtals níu nefndir, margir koma
að starfi félagsins, sem mun
kappkosta að vera með öflugt
starf í félags- og baráttu málum
eldri borgara. Jón Kr. sagði eitt af
áherslumálum nýrrar stjórnar
vera að fjölga félögum. Skv.
tölum Hagstofunnar eru 3230
einstaklingar 60 ára og eldri
búsettir í Hafnarfirði.
Jón Kr. Óskarsson
nýr formaður FEBH
Vill fjölga félagsmönnum
Sokkabuxur, leggings og sokkar
í flottum sumarlegum litum fyrir káta
krakka á öllum aldri.
Fæst í flestum
apótekum.
Aftari röð f.v.: Kristinn Guðnason, Sveinn Guðbjartsson, Hjördís
Guðbjörnsdóttir, Almar Grímsson, Martha Ingimarsdóttir og
Gunnar Hólmsteinsson. Fremst f.v. eru Erna Fríða Berg, Jón Kr.
Óskarsson og Margrét Guðmundsdóttir.
Áslandsskóli styrkti ABC
hjálparstarf um 190 þúsund
krónur í síðustu viku. Pening -
arnir eru til komnir í kjölfar
menningar hátíðar skólans en þar
starfræktu elstu nemendur skól -
ans kaffihús og nemendur í 5. og
6. spiluðu ágóðaknattspyrnu.
Áslandsskóli styrkir ABC
árlega en fjármagnið rennur til
heimila „Litlu ljósanna“ á
Indlandi. Þar er nú til að mynda
verið að byggja bakarí.
Nemendur styrktu
ABC hjálparstarf
Leifur Garðarsson, skólastjóri afhendir fulltrúa ABC styrkinn.
Sl. fimmtudag var undirritaður
þjónustusamningur á milli Hafn -
ar fjarðarbæjar og Bjarga leik -
skóla ehf um leikskólastarf og
rekst ur ungbarnaleikskóla í
Hafnar firði sem mun heita Leik -
skól inn Bjarmi. Í þjónustusamn -
ingnum felst að bærinn leggur til
húsnæði og rekstrarfé til að börn
í Hafnarfirði geti dvalið á leik -
skólanum með sama tilkostnaði
og í leikskólum reknum á vegum
bæjarins en Bjargir leikskólar
ehf annast framkvæmdina. Leik -
skólinn mun taka til starfa í byrj -
un næsta skólaárs.
Eigendur Bjarga leikskóla ehf
eru leikskólakennararnir Helga
Björg Axelsdóttir og Svava
Björg Mörk en þær starfa nú í
leikskólanum Stekkjarási.
Leikskólinn Bjarmi er 24
barna leikskóli sem mun sérhæfa
sig í starfi með börnum á aldr -
inum 9-18 mánaða. Skólinn mun
starfa eftir starfsaðferðum
Reggio Emilia þar sem áhersla er
á mikilvægi þess að sjá kosti,
styrk og hæfileika hvers barns og
veita því fjölbreytta möguleika.
Fyrsta skólaárið verður unnið
þróunarstarf með áherslu á nám
og umhyggju yngstu barna í
leikskólum. Skólastjórnendur
eru Helga Björg Axelsdóttir og
Svava Björg Mörk.
Leikskólinn verður staðsettur á
Smyrlahrauni, við hliðina á
Bjark ar húsinu.
Samið um ungbarnaleikskóla
9-18 mánaða börn á leikskólanum Bjarma við Smyrlahraun
F.v.: Magnús Baldursson, fræðslustjóri, Helga Björg Axelsdóttir og
Svava Björg Mörk frá Bjarma, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri og Ellý
Erlingsdóttir, formaður fræðsluráðs.