Fjarðarpósturinn - 29.05.2008, Síða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 29. maí 2008
www.frikirkja.is
Fríkirkjan
Sunnudagurinn 1. júní
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11
á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar
Hörður Zóphaníasson fyrrv. skólastjóri predikar.
Gunnar Svavarsson þingmaður,
Hjördís Guðbjörnsdóttir formaður
safnaðar stjórnar og Almar Grímsson
bæjarfulltrúi lesa ritningarorð.
Allir velkomnir
Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is
Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur
Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE
Glæsileg hönnun í Fjölnámi Lækjarskóla
Sýning verður á verkum nemenda í Fjölnámi
Lækjarskóla Menntasetrinu við Lækinn,
4. og 5. júní kl. 11 - 16.
Mikil gróska er í allri hönnun,
margt sem forvitnilegt er að skoða, veitingar á vægu verði.
Allir velkomnir, starfsfólk Fjölnáms
Reiknað er með miklum fjölda
gesta til að fylgjast með afmælis -
hátíðinni í tilefni af 100 ára
kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar
sem hefst í dag og stendur til og
með afmælisdeginum, sunnu -
deginum 1. júní.
Fyrir þá sem ekki komast
vegna dvalar eða búsetu úti á
landi eða erlendis – eða eru í
vinnu á þessum tíma – er bent á
að allir helstu viðburðir afmælis -
veislunnar verða í beinni útsend -
ingu á Vefveitu Hafnarfjarðar á
vefsvæði Hafnarfjarðarbæjar
http://bhsp.hafnarfjordur.is/ og
einnig á Útvarpi Hafnarfjarðar
FM 97,2.
Upptökulið verða út um allan
bæ þar sem hinir ýmsu viðburðir
afmælisins verða og einnig
verður rætt við fjölda Hafn firð -
inga á ýmsum aldri. Þá munu
útsend ingarnar hefjast kl. 9
árdeg is alla dagana og standa
fram á kvöld og verða lang viða -
mestu útsendingar sem Útvarpið
og Vefveitan hafa staðið að.
Hægt að senda kveðjur
Hægt er að koma kveðjum og
ábendingum til dagskrár gerðar -
fólks í síma 555 1204, 856 5857
og 898 6233.
Í hverfum með kapalkerfi má
ná útvarpinu á tækjum sem ekki
eru tengd við loftnetskerfið.
Finna má sjónvarpsútsendinguna
á www.fjardarposturinn.is
Hægt að fylgjast með hátíðar -
höldum í tölvunni og í útvarpi
Afmælishátíðin í beinni á Vefveitunni og Útvarpi Hafnarfjarðar FM 97,2
Halldór Árni Sveinsson og starfslið koma hátíðinni heim í stofu.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n