Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 2
Strákarnir eru búnir að vera að spila á spil í langan tíma eftir að mamma kenndi þeim að spila þegar þeir voru litlir. Nú um daginn voru sumir orðnir gráðugir og héldu nokkrum spilum fyrir sig og vildu ekki deila með öðrum. Hinir sættu sig ekki við þetta og þeir fóru að slást. Mamma kom þá inn, skakkaði leikinn og tók af þeim öll spilin og sátu þeir hnýpnir eftir. En mamma er góð og stokkaði spilin og deildi spilunum út eftir viðurkenndum reglum. Allir fengu nú að vera með á ný. Enginn þorði að hafa rangt við og allir hugsuðu fallega um hvern annan og þegar spilinu lauk var gefið á nýjan leik. Þó var alltaf talið í bunkanum við og við, traustið var ekki jafnt sem fyrr. Enginn vill að mamma stjórni öllu en samt viljum við að mamma grípi inn í þegar illa gengur. Þegar vel gengur stöndum við ríg - montnir og mamma gleymist en þegar illa gengur munum við öll eftir mömmu. Svona upplifi ég einkavæðinguna og ríkisvaldið. Flottræfilshátturinn og stórmennskan hafa dregið okkur niður í svaðið, þeir nýríku héldu að þeir væru svo miklu betri en hinir og gætu það sem aðrir gátu ekki. Það er gott og oft nauðsynlegt að vera kjarkaður en eins og áhættuleikarar og töframenn vita þá verða menn að hafa aðstæðurnar á sínu valdi. Ekkert má vera tilviljunum háð, og sá sem gengur eftir línunni verður að vita hvað þarf að gera ef vindur fer að blása. Hinir nýríku gleymdu sér í dásemdum sínum. Hver verður staða venjulega fólksins? Hvað gerist með gengið? Ríkur verðbólgan upp? Hvað sem gerist er eitt víst. Trúverðugleiki okkar Íslendinga hefur orðið fyrir miklu tjóni. Þá er líka ljóst að áhrifin verða keðjuverkandi. Það er ekki hægt að hlakka yfir óförum þeirra nýríku, hvort sem þeir hafa grætt á viðskiptum, fengið kvóta á silfurfati frá þjóðinni eða rænt sparisjóð, ófarir þeirra hafa áhrif á okkar líf eins og velgengnin gerði líka, þó í miklu minna mæli hafi verið. Hafnarfjarðarbær skuldar háar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri og Seðlabankinn getur ekki haldið genginu niðri. Útgjöld munu stóraukast, fyrirtæki munu mörg hver minnka umsvif sín en sem betur fer búum við líka að öflugum útflutningsfyrirtækjum sem kannski verða ljósið í tilveru okkar á næstunni. Guðni Gíslason 4. Engidalsskóli, aðstoðarskólastjóri Lagðar fram umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Engidals - skóla. Eftirtaldir sækja um: Anna María Skúladóttir Arna Björný Arnardóttir Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir Kristinn Svavarsson 8. Leikskólinn við Liljuvelli - nafn Formaður leggur til að á næsta fundi fræðsluráðs komi fundar - menn með tillögur að nafni leik - skólans við Liljuvelli. Valin verði fjögur til fimm nöfn úr þeim til - lögum sem berast og gerð skoð - anakönnun á heimasíðu bæjarins um þau. 9. Leikskólarými, mat á þörf Sbr. lið 7 í fundargerð fræðslu - ráðs frá 22. september sl. Tillagan tekin fyrir að nýju. Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslusviði að leggja mat á þörf leikskólarýma í Hafnarfirði miðað við íbúaþróun síðustu ára og áætla íbúaþróun næstu ára út frá eftirfarandi forsendum: - Öll börn 18 mánaða og eldri fái leikskólavist að hausti og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs. - Öll 15 mánaða börn og eldri og börn í forgangshópi frá lokum töku fæðingarorlofs fái leikskólapláss að hausti frá haustinu 2010. - Öll 12 mánaða börn og eldri og forgangshópar sem ekki njóta 12 mán aða fæðingarorlofs, fái leik - skólavist frá haustinu 2012, geng - ið er út frá því að fæðingarorlof hafi verið lengt í 12 mánuði. Jafnframt verði tillögunni vísað til meðferðar hjá vinnuhópi um endur skoðun skólastefnu Hafnar - fjarðar. 13. Smárahvammur 15, aukin umferð Lögð fram greinagerð Línu - hönn unar dags. í júní 2008 vegna stjórnsýslukæru dags. 20. febrúar 2008. Undirbúningshópur um - ferðar mála vísaði greinargerðinni til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð felur framkvæmdasviði í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið að skila inn frekari gögnum. 20. Mælingar á svifryksmengun Jón Páll Hallgrímsson leggur fram eftirfarandi erindi: Undanfarna vetur hefur svif - ryks mengun mælst vel yfir heilsu - verndarmörkum á ýmsum stöðum á höfuborgarsvæðinu. Því er afar mikilvægt að fylgjast með og mæla loftgæði t.d við gatnamót Reykjanesbrautar við Kaplakrika. Sú jákvæða þróun hefur orðið að færri eru farnir að aka á nagla - dekkjum þannig að dregið hefur úr svifryksmengun vegna þess. Fulltrúi VG leggur því til að gerðar verði loftgæðamælingar við helstu stofnbrautir sem liggja nærri íbúðabyggð í Hafnarfirði og að Skipulags- og byggingarráð feli umhverfisnefnd að koma með aðgerðaáætlun sem styðji við að dregið verði úr nagla - dekkjanotkun. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2008 1983-2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 12. október Messa kl. 11:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur Sunnudagaskólinn kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri, fer fram í loftsal kirkjunnar. 8-9 ára starf á mánudögum kl. 15:30 10-12 ára starf á mánudögum kl. 17:00 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands Goya en Burdeos í leikstjórn Carlos Saura. Myndin lýsir síð ustu ævidögum hins fræga spænska málara, Francisco Goya (1746-1828), þar sem hann dvelur í sjálfskipaðri útlegð í borginni Bordeaux í Suður-Frakklandi og lítur yfir farinn veg. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Málarinn og sálmurinn hans um litinn. Leikstjóri Erlendur Sveins - son. Málarinn fjallar um leit listamanns að nýjum leiðum í list sinni, þegar hann á síðari hluta æviskeiðs síns gerir sér grein fyrir að myndstíll sá sem hann hefur verið að fást við í þrjá áratugi er fullkannaður og býður ekki upp á frekari þróunarmöguleika. Vedísk stjörnuspeki Vetrarstarf Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði hefst með fræðslufundi í Góðtemplarahúsinu í kvöld, fimmtu - dag kl. 20.30. Ásta Óla flytur erindi er hún nefnir „Vedísk stjörnuspeki“. Hún mun fjalla um ýmsar hliðar stjörnu - spek innar, hvaðan hún kemur og hvernig hún tengist guðum og gyðjum eða hindúatrú. Aðgangur er ókeypis. Prjónakaffi Prjónakaffi verður haldið í Vonarhöfn, Hafnarfjarðarkirkju gengið inn af Suðurgötu í kvöld fimmtud. kl. 20-22. Allir velkomnir með handavinnuna eða bara til að spjalla. Páll Sólnes í Syrpu Myndlistarsýning í Gallerí Syrpu á verkum eftir Pál Sólnes. Opið er þriðjudaga til föstudaga kl. 12-17 og laugardaga kl. 10-14. Tveir Modernistar Sýningin Sigurjón Ólafsson og Þor - valdur Skúlason - tveir modenistar hefur verið opnuð í Hafnarborg. Mynd - höggvarinn og listmálarnni voru í hópi fram sæknustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfsferli beindu þeir nýjum straumum inn í íslenska myndlist. Kaffi og spjall hjá Vinstri grænum 13. október Ögmundur Jónasson, þingmaður Suðvesturkjördæmis verður í opnu húsi Vinstri grænna að Strandgötu 11, 2. hæð, mánudagskvöldið 13. október klukkan 19:30. Allir velkomnir!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.