Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2008 1983-2008 Verslum í Hafnarfirði! ... og hlífum umhverfinu með óþarfa akstri? Kákasuslandið Georgía (Grús - ía á Sovéttímanum) hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna átaka þar á milli Georg - íumanna annars vegar og Rússa og minni hlutaþjóðanna Abkasa og Osseta sem hafa tilheyrt Ge - orgíu frá því á dögum Sovétríkj - anna, hins vegar. Suður-Rússland og Káka sus - lönd hafa ver ið farvegur þjóð - anna um langan aldur og þar hafa ýmsar stórþjóðir ráðið ríkjum en á svæðinu býr fjöldinn allur af smáþjóðum sem hafa verið bitbein ráðandi afla í gegn um tíðina. Sumir sagn- og þjóð fræð - ingar halda því fram að forfeður okkar Norðurlandabúa hafi kom - ið frá þessu svæði en sam kvæmt Snorra þá átti Óðinn í átökum við Tyrki á þessum slóðum. En áður en Tyrkir komu við sögu höfðu Persar og Skýðar ráðið lög um og lofum á þessu svæði. Ossetar eru taldir vera afkom - endur Skýða sem voru Indó - evrópsk þjóð og því fjarskyldir ættingjar okkar. Í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum, en Stalín var Georgíumaður, voru lönd Abkasa og Osseta (að hluta, Suður-Ossetía) sett undir Sovét lýðveldið Grúsíu og mikill fjöldi Georgíumanna settist að í lönd um þeirra. Ossetar voru þó tví skiptir því Norður-Ossetía (eða Alanía) varð sérstakt sjálf - stjórn ar svæði innan Rússlands og er enn. Margir Ossetar vilja samsama sér hinum fornu Alönum en þeir eru þekktir úr sögunni sem bardagamenn í fylgd með t.d. Gotum, Húnum og Mongólum á fornum ófriðar tímum í Evrópu. Öðru máli gegnir um Abkasa. Tungu mál þeirra sem virðist skylt ýmsum öðrum tungu mál - um smáþjóða á þessu svæði, svo sem Tsétséna, fellur ekki undir almennar skil greiningar á helstu tungumálum svo sem Mon - gólskum, Indó evrópskum o.s.frv. Þeir eru því taldir vera afkom - endur frum byggja Evrópu eins og t.d. Bask ar á Spáni. Sama er að segja um Georgísku, hún er samt sem áður talin vera indó - evrópskt mál. Tyrkir og Rússar tókust á um þetta land - svæði öldum saman en á 19. öldinni náðu Rússar yfir hönd - inni og hröktu Tyrki á brott. Undir Tyrkj um höfðu margir íbúanna tekið islamstrú og flúði því meir en helmingur þjóðar Abkasa til Tyrklands þar sem þeir búa enn. Þetta leiddi til þess að Abkasar urðu minnihluti íbúanna í eigin landi. Árið 1989 voru þeir taldir um 18% íbúanna, en aðrir voru Georgíu - menn (45%), Ar men - ar (15%) og Rússar (14%). Þar bjuggu einn ig margir Gyð - ingar og Grikkir sem höfðu flúið Litlu- Asíu eftir að Tyrkir tóku þar öll völd. Eftir að átök brut - ust út á milli Ge - orgíu manna og aðskilnað ar sinna Abkasa og Oss eta sem vilja sjálf stæði og njóta stuðn ings Rússa, hafa um hundrað þús und Georgíumenn verið hrakt ir á brott og hefur það skap að mikið vandamál í Geo rgíu eins og greina má af fréttum að undan - förnu. Harka Rússa í þessum átökum skírist af því að Georgía og fleiri fyrrum Sovétlýðveldi vilja nú tengjast Evrópu sam - bandinu og NATO sem Rússar telja ógnun við sig. Framvinda mála í þessum átökum getur því haft mikil áhrif á það hvernig heimsmálin þróast á komandi árum. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Abkasar og Ossetar Hermann Þórðarson Svarta hafið TYRKLAND GEORGÍA ARMENÍA Tbilisi AZERBAIJAN RÚSSLAND Hvaða fólk er nú það? FH gerði á dögunum íþrótta - vöru samning fyrir núverandi keppnistímabil í handboltanum. Handknattleiksdeildin hefur sagt skilið við Adidas vörumerkið en samdi þess í stað við JAKO. Báðir aðilar eru hæstánægðir með samninginn og líta björtum augum á framtíð hand knatt leiks - ins í FH. FH-ingar sprækir í nýjum búningum Lækur, athvarf fyrir þá sem átt hafa við geðraskanir að stríða fagnaði 5 ára afmæli fyrir skömmu. Starfsemin hefur sann - að gildi sitt en aðalmarkmið Lækj ar hefur verið að brjóta einang run og auka lífsgæði þeirra sem átt hafa við geð rask - anir að stríða. Fólk kemur á eigin forsendum og tekur þátt í dagskránni eins og því sjálfu hugnast. „Vellíðan fólks sem á við geð - raskanir að stríða felst ekki að - eins í því að viðkomandi vinni bug á einkennum geðrænna vanda mála, heldur skiptir líka máli að vekja upp þann hluta af sjálf inu sem hefur legið í dvala. Þá er átt við þætti eins og styrk - leika einstaklingins, skoðanir og það að þekkja sjálfan sig,“ segir Þórdís Guðjónsdóttir, forstöðu - maður Lækjar og segir að listir hafi alltaf skipað veigamikinn þátt í starfsemi athvarfsins. Reglu lega sé farið á mynd - listarsýningar, tónleika og aðra list viðburði. Þá eru haldin mynd - listarnámskeið og þátttakendur hafa sýnt verk sín á vegum „Lista án landamæra“ en mörg verkanna vöktu verðskuldaða athygli. Margir hafa snúið aftur til fyrri starfa en aðrir hafa fundið sér ný störf. Þá hefur fólk farið í starfs - tengt nám, störf með stuðningi eða nám með stuðningi, Hafnarfjarðarbær, Rauði kross Íslands, og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi stóðu að stofnun athvarfsins. Fimm ár frá stofnun Lækjar Starfsemin þar brýtur einangrun og eykur lífsgæði Þórdís Guðjónsdóttir ávarpar gesti í afmæli Lækjar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á þessum síðustu tímum er mikils vert að eldri borgarar standi saman í baráttu sinni fyrir bætt um kjör um. Fylgj umst með hvað ríkis stjórn, bankar og lif eyris - sjóðir eru að gera með peninga fólksins í landinu. Látið í ykkur heyra, hvar og hvenær sem er, segið skoðanir ykkar og gætið ykkar réttinda. Ég vil benda á starf semi félags - mið stöðv ar innar í Hraun seli sem í vikunni verður með al annars með opið hús á fimmtudaginn kl. 14, til að létta okkur lundina, með leik þætti og upplestri. Svo vil ég einnig benda á kjara málafund er verður í Hraun - seli laugardaginn 11. október kl. 13.30 á vegum Félags eldri borg ara Álftanesi, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Hafn ar firði, þ.e.a.s. allra félaga í Suð - vesturkjördæmi. Þar munu þingmenn allra þing flokka sem setu eiga á Al þingi, lýsa skoðunum sínum á okkar málefnum. Góð ir félagar spyrjið og leitið svara. Einnig mun for mað - ur Lands sam bands eldri borgara Helgi K. Hjálmsson halda ræðu. Það er ekki síst mikil s vert á þessum tím um að eldri borg arar sýni samstöðu og mæti á kjara - mála fund inn 11. október í Hraun seli kl. 13.30. Höfundur er formaður félags eldri borgara Hafnarfirði. Eldri borgarar, stöndum saman Jón Kr. Óskarsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.