Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 9. október 2008 Sunnudagurinn 12. október Fjölskylduhátíð kl. 11 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason sem stjórnar hátíðinni ásamt leiðtogum sunnudagaskólanna. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Aðalsöngvari: Edgar Smári Atlason. Góðgæti í Strandbergi eftir hátíðina. Krýsuvíkurkirkja: Messa kl. 14 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson. Stefán Ómar Jakobsson leikur undir söng á harmónikku. Sætaferðir frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13 Kaffi í Sveinshúsi á eftir. Lofgjörðarkvöldmessa í léttum dúr kl. 20 Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Hinn vinsæli söngvari Herbert Guðmundsson syngur og leikur ásamt þekktum hljóðfæraleikurum. Strandberg opið eftir messuna. Fríkirkjan Sunnudagurinn 12. október kirkjudagurinn Sunnudagskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Hin árlega kaffisala Kvenfélagsins hefst að lokinni guðsþjónustu. Njótum glæsilegra veitinga og styrkjum kirkjustarfið. Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins verður haldinn í safnaðar heimilinu miðvikudagskvöldið 22. október kl. 20.30. www.frikirkja.is Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.hafnarfjardarkirkja.is Félög eldri borgara í Suðvesturkjördæmi efna til opins fundar um kjara- og hagsmunamál eldri borgara með alþingismönnum, laugardaginn 11. október 2008 Fundurinn verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði og hefst kl. 13.30 KJARAMÁLAFUNDUR Dagskrá fundarins: • Jón Kr. Óskarsson, formaður FEB í Hafnarfirði, setur fundinn. • Helgi K. Hjálmsson, formaður LEB, flytur ávarp. • Stutt ávörp alþingismanna. • Hlé og kaffiveitingar. • Pallborðsumræður, þar sem fulltrúi frá hverjum þingflokki tekur þátt í umræðum og svarar fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Kristján Guðmundsson. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra varðandi kjara- og hagsmunamál sín Félag eldri borgara á Álftanesi, Félag eldri borgara í Garðabæ, Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Félag aldraðra í Mosfellsbæ, Félag eldri borgara í Kópavogi. ..byrjun á góðum degi! Elma: 846 6447 – 555 4750 Gjafapakki Messað í Krýsuvík Messað verður í Krýsuvíkur - kirkju á sunnudaginn kl. 14. Sr. Þórhallur Heimisson prédikar og þjónar fyrir altari og Stefán Ómar Jakobsson leikur undir söng á harmónikku. Rútuferð verður frá Hafnar - fjarðarkirkju kl. 13. Eftir guðþjónustuna verður messukaffi drukkið í Sveinssafni í gamla ráðsmannshúsinu í Krýsuvík og sýningin Siglingin mín skoðuð. Guðsþjónustur hafa verið í Krýsuvíkurkirkju tvisvar á ári síðan Sveinn Björnsson list - málari var jarðsettur þar 9. maí 1997. Messað er í maí þegar altaris tafla kirkjunnar er hengd upp og í október þegar hún er tekin niður. Altaristaflan er myndverk sem Sveinn málaði eftir að hafa málað í nokkur ár myndir við passíusálma Hall gríms Péturs - sonar. Hann nefndi myndverkið Upprisuna. Krýsuvíkurkirkju er getið í kirkna skrá Páls biskups Jóns - sonar um 1200 en núverandi kirkja var reist 1857 og þjónaði söfnuði sínum til 1929 en þá var hún afhelguð og notuð undir menn og skepnur þar til 1964, að hún var endurvígð eftir að Björn Jóhannesson hafði kostaði viðgerð á henni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.