Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 9
Þrjú Norðurlandamet voru sett á mótinu. Anders Haglund, 47 ára sundmaður frá Tureberg í Svíþjóð synti 1.500 metra skriðsund á 17.40,01. Fyrra metið átti Glen Christiansen einnig frá Svíþjóð. Í leiðinni setti Anders Haglund met í 800 metra skriðsundi á 09.27,16 og bætti eigið met. Þá bætti hann eigið Norður landa met í 400 metra skriðsundi á tímanum 4.18.33. Aðrir keppendur náðu mjög góðum árangri og voru mörg íslensk garpamet sett. Elsti sundmaður mótsins, Lis Knutzen, 88 ára frá Lyngby í Danmörku, var hæstánægð með mótið. Lis hefur synt frá því hún var tveggja ára, eða í 86 ár. Hún segir að pabbi sinn hafi verið leikfimikennari við grunnskóla í Danmörku og að fólki hafi fund - ist sniðugt af honum að kenna svona litlum krakka að synda. Einu sinni þegar hún var tveggja ára hafi hún staðið með hinum krökkunum uppi á pallinum. Þau hafi stungið sér en hún hafi beðið. Pabbi hennar hafi ögrað henni og sagt að hún þyrði ekki að synda en hún hafi bara beðið eftir ræsingu. Hann hafi því sagt: „Ertu tilbúin? Stökktu,“ og þá hafi hún látið sig vaða. Lis segir að nýja sundlaugin sé frábær, vatnið alveg eins og það á að vera og allar aðstæður eins og best verður á kosið. Allir starfsmenn mótsins hafi verið góðviljaðir og hjálpsamir. Lis er amma Mads Claussen, aðal - þjálfara KR. Mads tók undir orð hennar og sagði nýju laugina á heims - mælikvarða. hann segir að mótið hafi tekist mjög vel. Frábært sé að sjá gamla ólympíufara í góðu formi, njóta þess að synda og eiga ánægjulegan tíma í laug inni. Mótið snúist í rauninni ekki um verðlaun heldur að hafa gaman og keppa. „Þetta mót sýnir að sund er fyrir alla. SH er með mjög góðan hóp og Breiðablik er líka með nokkuð góðan hóp,“ segir hann. KR-ingar eru nú að byggja upp garpahóp og hóp á milli garpahóps og afrekssund - mann anna þannig að fyrrverandi sund menn hafi möguleika á að halda sér í góðu formi, koma og keppa. Miklir möguleikar séu fyrir sundíþróttina á Íslandi með alla þá sundmenningu sem hér sé. Alls kepptu 229 sundmenn á mótinu. Íslendingarnir voru 95 talsins og var SH með stærsta hópinn, 28 manns og næstflestir komu frá Svíþjóð eða 38. www.fjardarposturinn.is 9Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 9. október 2008 ER STRESSIÐ AÐ NÁ TÖKUM Á ÞÉR? VIÐ HÖFUM LAUSNINA FYRIR ÞIG – NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST Í NÆSTU VIKU. BÆJARHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI SÍMI 544 5300 • WWW.HEILSUBYLTINGIN.IS Vel heppnað Norðurlandamót Fyrsta sundmótið í Ásvallalaug Sundmaður tilbúinn að hefja keppni í nýju sundlauginni L j ó s m . : H a f s t e i n n I n g ó l f s s o n L j ó s m . : H a f s t e i n n I n g ó l f s s o n Eflaust hafa bæjarbúar tekið eftir veiðimönnum á bryggjum bæjarins. Á árum áður voru það oftast ungir drengir sem stunduðu slíka iðju en nú virðist sem erlendir íbúar bæjarins hafi tekið við og þá má sjá flesta daga. Ekki fer miklum sögum af aflabrögðum en kannski eru þeir þolinmæðari en Íslendingar og nægjusamari. Stærstu fiskarnir eru teknir með heim í soðið þó húsmæður hafi ekki tekið slíkt í mál á meðan skolp rann beint út í höfnina á nokkrum stöðum. Veiði eykst í bænum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.