Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2008 1983-2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS AUGLÝSING UM SKIPULAG – HAFNARFJARÐARBÆR Tillaga að nýju deiliskipulagi Hamranes 1 í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 2. september 2008, að auglýsa tillögu að nýju deili skipulagi Hamraness 1 í Hafnarfirði, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. „Skipulagstillagan er í samræmi við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar mörk svæðisins. Aðalskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust og hefur tillagan verið samþykkt í bæjarstjórn og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.“ Skipulagssvæði Hamraness 1. áfanga er um 24,5 ha að stærð, þar af eru 3,6 ha fyrir skólalóð og 0,8 ha fyrir leikskólalóð. Gert er ráð fyrir töluverðu svæði sem fellur undir hverfisvernd. Um er að ræða jaðar Hamraness auk hrauntungu sem teygir sig inn á svæðið. Svæðið er nýbyggingarsvæði og liggur í skál norðan við Hamranes og Bleikhnjúka. Norðurmörk svæðisins afmarkast af Ásvallabraut og að sunnan og austan afmarkast svæðið af Hamranesi. Skipulagssvæðið er opið á móti vestri. Miðað við að hverfið er framhald af deiliskipulagi á Völlum 7. áfanga munu hverfin tengjast um tvö hringtorg á Ásvallabraut og með göngutengingum á tveimur stöðum undir Ásvallabrautina. Samtals er gert ráð fyrir 346 íbúðum á svæðinu, 91 í einbýlis- og raðhúsum og 255 í fjölbýli. Allt hverfið er skilgreint sem 30 km, þ.e. að hámarkshraði bifreiða innan þess skal vera 30 km/klst. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnar - fjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 6. október 2008 - 3. nóvember 2008. Hægt er að skoða deiliskipu - lagstillöguna á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnar - fjordur.is/skipulag_og_framkvaemdir/skipulag Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnar - fjarðarbæjar, eigi síðar en 17. nóvember 2008. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Tómstundabandalag Hafnarfjarðar auglýsir Tómstundabandalag Hafnarfjarðar auglýsir eftir félögum til þátttöku í starfi bandalagsins. Markmið bandalagsins og tilgangur er meðal annars að safna saman þeim félögum sem starfa að æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamálum í Hafnarfirði en standa utan íþrótta- og ólympíusambands Íslands og mynda þannig öflugan og sameiginlegan vettvang fyrir félögin. Félaginu er m.a. ætlað að sinna samskiptum við Hafnarfjarðarbæ vegna sameiginlegra málefna aðildarfélaga. Allar nánari upplýsingar veitir stjórn bandalagsins í gegnum símann 8211963 eða með því að senda tölvupóst á tbh@tbh.is Systkinin Ómar Smári Óttars - son 11 ára og Freydís Björg Ótt - ars dóttir 8 ára ákváðu á laugar - daginn að stytta sér stundir og fara að veiða í læknum sem rennur í Setberginu. Þau bjuggu sér til færi úr spýtubút, bundu við hann girni, sökku og öngul og héldu til veiða. Á heimilinu var eðlilega lítið til af beitu en þau tóku með sér einn banana. Pabbi þeirra horfði á þau þegar þau voru að fara og spurði hvort þau væru með ban - ana í nesti. Nei, svöruðu þau, þetta er beita. Pabbinn hafði ekki mikla trú á því að þau myndu veiða nokkuð með banana en það var öðru nær. Þessi líka fíni urriði kokgleypti bananann. Börnin komu svo heim spennt og alsæl með veiðina og for - eldrarnir trúðu ekki sínum eigin aug um. Urriðinn var svo grill - aður, hann smakkaðist vel og var borðaður af bestu lyst. Börn og bananafiskur Góð veiði á óvenjulega beitu í Setberginu Freydís Björg og Ómar Smári Óttarsbörn. Actavis hefur ákveðið að lækka verð 40 lyfja á Íslands - markaði frá 1. október. Er þetta svipuð lækkun og félagið til - kynnti um 1. maí sl. Það eru breytingar á lyfjalögum sem gera þetta mögulegt, en ný lyfjalög tóku gildi 1. október. Actavis telur að verðlækkun félagsins, 1. okt. og 1. maí nemi alls um 200 milljónum króna á ársgrundvelli, miðað við heildsöluverð. Af lyfjunum sem lækka má nefna þessi helst: Blóðfitulækkandi lyfið Atacor lækkar um 15%. Benda má á að þetta samheitalyf er enn ekki fáanlegt á Norðurlöndunum, en kom á markað á Íslandi í júní 2006. Hjartalyfið Valpress lækkar um 20%. Það samheitalyf er heldur ekki til á Norðurlönd un - um enn, en kom á markað á Íslandi í desember 2007. Krabbameinslyfið Bicalutamid Actavis lækkaði um 15% 1. maí sl og lækkar nú um 8% til við - bótar. Actavis er að setja sín fyrstu krabbameinslyf á markað hérlendis. Geðlyfið Olanzapin Actavis lækkar um 16%. Mígrenilyfið Sumacta lækkaði um 17% 1. maí og lækkar nú um 10% til viðbótar. Nýjustu lyfjaverðskrá má finna á vef Lyfjagreiðslunefndar www.lgn.is. Í tilkyningu frá Actavis segir að verð lyfja frá fyrirtækinu sé að jafnaði 35% lægra en sambærilegra lyfja hér á landi, en verðmunurinn geti numið allt að 80%. Actavis lækkar verð á 40 lyfjum Verslum í Hafnarfirði! ... og sparaðu rándýrt bensín og mikinn tíma! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.