Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 9. október 2008 www.m10.is 517-0150 Viltu selja, sameina eða kaupa fyrirtæki? Bókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 10. október Bókasafn Hafnarfjarðar verður lokað föstudaginn 10. október vegna Landsfundar Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Bókasafn Hafnarfjarðar ásamt grunn- og framhaldsskólasöfnum í Hafnarfirði eru gestgjafar og umsjónaraðilar Landsfundarins að þessu sinni. Yfir 200 ráðstefnugestir hvaðanæva af landinu munu sækja fundinn. Lands fundurinn verður haldinn í Hamarssal Flensborgarskóla dagana 10. og 11. október. Athugið að Bókasafn Hafnarfjarðar verður opið laugardaginn 11. október kl. 11-15. Bólusetning gegn inflúensu er virka daga milli klukkan 11.00 og 16.00 Ekki þarf að panta tíma Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald. Aðrir greiða 600 krónur fyrir bóluefnið auk komugjalds. Fyrirtæki sem panta bólusetningu fyrir starfsfólk sitt þurfa að senda inn nafnalista á: brynja.d.sverrisdottir@fjordur.hg.is eða faxa í númer 540 9420 Frekari upplýsingar eru á vef Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins: www.heilsugaeslan.is Heilsugæslan Fjörður, Fjarðargötu 13-15 FJÖRÐUR Óperukór Hafnarfjarðar var á söngferðalagi í Kanada og hefur haldið tvenna tónleika annars vegar í Toronto og hins vegar í Ottawa. Aðsókn var gríðarlega góð á báðum tónleikunum og undirtektir stórkostlegar. Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og stjórnandi kórsins, undir leik - arinn Peter Máté og sjö ein - söngvarar voru ákaft hylltir ásamt kórnum. Í Toronto voru tón leikarnir haldnir í tónleikasal konunglega tónlistarskólans – Royal Conservatory sunnudags - kvöldið 28. september og í Ottawa í glæsilegri kirkju þriðju - daginn 30. september s.l. Kórinn fór einnig til Montreal og söng í L´Oratorie St. Joseph, næststærstu dómkirkju í heimi. Hún trónir hátt á Mount Royale fjallinu sem borgin heitir eftir. Efnisskrá var alþjóðleg með ítölsku, frönsku og þýsku ívafi fyrir kór auk íslenskrar tón listar. Elín Ósk söng jafnframt eina af stóraríunum úr Macbeth eftir Verdi. Tónleikagestir risu úr sætum í lokin og fögnuðu ákaft. Í Ottawa bauð sendiherra Ís - lands í Kanada Sigríður Anna Þórðardóttir kórinn sérstaklega velkominn til Kanada og efndi til til móttöku eftir tónleikana. Kórinnn fór á síðasta degi heim sóknarinnar að Niagara - fossum og söng þar „Þú hýri Hafn ar fjörður“ með fossana og gnýinn í bakgrunni. Óperukór Hafnarfjarðar Frábærar viðtökur í Kanada Aftari röð Fv. Völundur Þorbjörnsson varaforseti Friends of Iceland, Kjart an Ólafsson aðstoðarkórstjóri, Almar Grímsson formaður Þjóð rækn is félagsins og fararstjóri, Peter Máté píanóleikari, sr. Jón Þorsteinsson. Fremri röð fv. Björg Karítas Jónsdóttir formaður óperu kórsins, Judith Hoye forseti Friends of Iceland, Elín Ósk Óskarsdóttir kórstjór og, Sigríður Anna Þórðar dóttir sendiherra. L j ó s m . : M á r G u ð n a s o n L j ó s m . : M á r G u ð n a s o n L j ó s m . : M á r G u ð n a s o n Óperukórinn syngur fyrir fullu húsi í Toronto. Elín Ósk Óskarsdóttir í hlut - verki lafði Macbeth í Toronto. Sendibílaþjónusta Hafnarfjarðar STÓRIR BÍLAR Matti 692 7078 Jón Þ. 899 7188 MILLISTÓR BÍLL Baldur 659 1047 OPIÐ ALLA DAGA LÍTILL BÍLL Óli Pétur 892 5559 Búslóðaflutningar, píanóflutningar, allir almennir flutningar. Aukamenn ef óskað er. Föst tilboð á ferðir út á land! Í þeirri hrinu verðhækkana sem nú gengur yfir þjóðina er rétt að nefna eitt tilboð til gleði, íhugunar og fróðleiks fyrir almenning sem ekkert kostar. Er það Fullorðinsfræðsla Hafnar - fjarðarkirkju sem bíður upp á fjölbreytt námskeiðahald þátt - takendum að kostnaðarlausu. Í haust hafa verið haldin námskeið sem fjalla um íslam og Vestur - lönd, Maríu Magdalenu og Jesú og nú síðast um kristin tákn og talnaspeki. Lýkur því í kvöld, fimmtudag kl. 20 með umræðu um ríkulegt myndmál táknanna, en hvert kvöld er sjálfstæð eining. Þessi fræðslukvöld hafa verið fjölsótt og liðið fimmtu - dags kvöld var húsfyllir á um - ræðu um talnaspeki kristninnar. Er upplagt þegar verðlag hækkar upp úr öllu valdi og áhyggjur hversdagsins ætla allt að sliga, að skella sér á ókeypis fræðslukvöld í Hafnarfjarðarkirkju og fylla hugann af bjartsýni og gleði í stað svartnættis og depurðar. Ókeypis fullorðinsfræðsla í kreppunni Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju kl. 20 í kvöld

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.