Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 12
Hálkan kemur fólki enn og aftur í opna skjöldu Bílar runnu stjórnlaust Alltaf kemur fyrsta hálkan fólki jafn mikið á óvart. Fjölmörg óhöpp urðu fyrsta hálku daginn í sl. viku. Bifreið hafnaði á ljósa staur á Miklaholti en þar var öku - maðurinn grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. Í brekk unni á Selvogsgötunni skemmdust þrír bílar þegar bifreið rann stjórnlaust niður brekkuna í mikilli hálku. þá rann bifreið niður Bárukinn og ökumaðurinn hafði ekki stjórn á bifreiðinni í hálkunni með þeim afleið ingum að bifreiðin hafn - aði á annarri kyrrstæðri bifreið. Í gærmorgun var svo lúmsk hálka eftir næturfrost en þá sést sjaldan hvort hálka sé eða ekki. Ökumenn eru því hvattir til að fara varlega og hafa bifreiðirnar vel búnar til vetraraksturs. 12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2008 1983-2008 Samúðar - skreytingar Hafnfirðingum fjölgar sem aldrei fyrr en frá 1. mars, þegar Hafnfirðingar urðu 25 þúsund hefur fjölgað um 771. Þrátt fyrir allt krepputal hefur fólk flutt inn í nýjar íbúðir en sjaldan hefur uppbygging verið eins hröð í Hafnarfirði og undan - farin ár. Enn standa þó tómar íbúðir og margar eru í byggingu auk þess sem hægt er að velja úr lóðum, nokkuð sem hefur ekki þekkst hér í bæ um langan tíma. Hafnfirðingum fjölgar sem aldrei fyrr Hefur fjölgað um 771 á 6 mánuðum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is  siggaljosmyndari.is Jólamyndatökur Sigga ljósmyndari Strandgötu 29 s. 544 7800, 862 1463 Hamingju - samir á hjóla - brettum Vel heppnuð hjólabrettahátíð Hjólabrettahátíð var haldin við Víðistaðaskóla sl. fimmtudag. Keppt var á línuskautum, brett - um, bmx hjólum og hlaupa hjól - um. Tjaldað var yfir bretta - svæðið með risatjaldi. Hátíðin var tvískipt, fyrir 4.-7. bekk og mættu um 250 og 300 á hátíð 8.- 10. bekkjar. Jóhönna Flecken - stein sagði hátíðina hafa verið kærleik í kreppunni og mjög vel heppnaða. Keppendur voru um 30 en dagskrá var fjölbreytt og endaði með balli undir tjaldinu í snjókomunni.L j ó s m . : g u ð n a s o n . i s Reyndar var allt húsnæði Hraun vallskóla vígt á föstu - daginn en þá lauk byggingu húss ins er þriðji og síðasti áfangi var tekinn í notkun. Í honum er m.a. leikfimisalur, aðstaða fyrir unglingadeildir og fyrirlestrar - salur, samtals um 3000 m² en skólinn allur er 9.400 m². Arkitektar hússins voru Á stofunni ehf. en Mannvit og VJI verkfræðistofa sáu um verk - fræðihönnun. Fjarðarmót ehf. byggði húsið. Síðasti áfangi Hraunvallaskóla vígður L j ó s m . : V i g f ú s H a l l g r í m s s o n Hjálmar Hafsteinsson hjá Fjarðar - mótum afhendir Margréti Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa lyklana. Til hamingju Eiríkur Þorvarðarson Hangikjötshópurinn 40 ára

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.