Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 09.10.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2008 1983-2008 • Tjónaskoðum og vinnum fyrir öll tryggingafélögin • Útvegum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur yfir Rauðhellu 10, Hafnarfirði • sími 565 0502 • bilamalunhfj@simnet.is bílamálun • réttingar • framrúðuskipti Vönduð vinnubrögð F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 9 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Sérlega falleg nýstandsett 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi á gamla Álfaskeiðinu. Íbúðin er 80,7 m² með geymslu og herbergi í kjallara. í hjarta Hafnarfjarðar Nánari upplýsingar á www.hraunhamar.is Íbúð til sölu Lýsing eignar: Sameiginlegur inngangur á hæðinni. Hol með góðum nýjum skápum. Baðherbergi flísalagt með sturtu. Þrjú góð svefnherbergi. Þvottahús í sameign í kjallara og sér geymsla Góð sér bílastæði á lóð. Skjólsæll garður. Stutt í grunnskóla og leikskóla. Frábær stað setning rétt við miðbæinn. © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Laus strax! Söfnunin Göngum til góðs gekk vel á Álftanesi. Ötulir sjálf - boðaliðar gengu í öll hús á Álfta - nesi og var það mun betri árang - ur en náðist á flestum söfnunar - stöðum á landinu. Stóran þátt í þessum góða árangri eiga mæðg urnar Lilja Jóhanna Kristjáns dóttir, Bríet Eva Sigurðardóttir og Sylvía Rós Sigurðardóttir sem gengu í um 200 hús og íbúðir. Aðrir sjálf - boðaliðar stóðu sig einnig mjög vel. Vel var tekið á móti göngufólki og því fjármagni sem safnaðist saman verður varið til að sam - eina fjölskyldur í Kongó sem sundrast hafa vegna styrjalda eða annarra átaka. Í söfnunarstöðinni Hauks - húsum var göngufólki boðið upp á kaffi og heitar vöfflur með rjóma og myndaðist þar skemmti leg stemning eins og undan farin ár. Vel safnaðist á Álftanesi Þessar mæðgur gengu í um 200 hús á laugardaginn. Jafnréttishús útskrifaði þann 29. september sl. fyrstu nem - endur á íslensku nám skeið um í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn í Hafnar firði, Lúðvík Geirsson, var viðstaddur og afhenti út - skriftarnemum, sem voru ein - göngu konur, viður kenn ing ar - skjöl fyrir þátttöku á nám - skeiðunum. Konurnar hafa stundað ís - lensku nám hjá Jafnréttishúsi síðan í byrjun maí á þessu ári. Við útskriftina þakkaði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri fyrir að fá að taka þátt í þessum merka áfanga Jafnréttishúss og allra nemenda þess. Jafnréttishús leggur áherslu á að skapa vettvang fyrir sam - ræður milli menningarhópa og meðal þess sem konurnar af erlendum uppruna ásamt ís - lensk um konum hafa gert á nám - skeiðunum er að elda saman, þær fóru saman í Bæjarbíó, fóru í gönguferðir í bænum, á listasöfn í Hafnarfirði svo fátt eitt sé nefnt. Þá myndast vettvangur fyrir samræður sem er mikilvægur liður í íslensku og sam félags - fræði. Eftir útskriftarathöfnina var mikil matarveisla sem konurnar á námskeiðunum framreiddu af stakri list. Konurnar útskrifaðar í íslensku Fyrsta útskrift íslenskunemenda Jafnréttishúss í Hafnarfirði Konurnar ásamt kennurum og bæjarstjóra við útskriftina. Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að samn ingi um sorphirðu verði ekki sagt upp fyrir 30. júní held - ur verði ákvæði í 6. gr. samn - ingsins nýtt og hann fram lengdur um eitt ár. Í samþykktum ráðsins segir að meng unarbótareglan verði grund völlur gjaldtöku. Þeir sem valda úrgangi greiði kostnað vegna meðhöndlunar hans. Gjaldskráin verður endur skoð - uð og færð sem næst raun - kostnaði. Gerðar verða nauð syn - legar breytingar í bókhaldi til að kostnaður við úrgangsmál verði gagnsær og liggi ávalt fyrir. Sorphirðugjald verður gjald á hverja tunnu. Leitað verður samninga við verktaka um að bjóða íbúum upp á flokkunartunnu fyrir blöð og umbúðir úr sléttum pappa. Þeir sem menga - borgi L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.