Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 2
Ókeypis íslensku- og lífsleikni - námskeið Ókeypis íslensku- og lífs - leiknis námskeið eru að hefjast á vegum Jafnréttishúss. Nám - skeiðin eru haldin í Hafnar - firði, í Jafnréttishúsi, Strand - götu 25 og einnig í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi. Kennt er frá kl. 19.30-21.30 fjóra daga vik unnar í átta vikur. Skráning stendur yfir á jafn@jafn.is Sveinssafn fær 700 þús. Menningarstyrkir lækka Menningar- og ferðamála - nefnd hefur minna fé til umráða í menningarsamninga á árinu 2009 en árin þar á und - an og því lækkar framlag til einstakra félaga. Einnig eru ekki endurnýjaðir samningar við tvo kóra, Kór Flens borgar - skólans og Kór Öldutúnsskóla. Nefndin tekur fram að þessir tveir kórar eru báðir stórir í menningarsögu Hafnarfjarðar og hafa borið hróður bæjarins víða en bendir á að ekki sé unnt að styrkja starfsemi ein - stakra skóla að svo stöddu. Nefndin gerir að tillögu sinni að menningarsamningar verði endurnýjaðir sem hér segir. Karlakórinn Þrestir, Kvenna - kór Hafnarfjarðar, Óperu kór Hafnarfjaðrar og Lúðra sveit Hafnarfjarðar: 400.000 kr. á ári. Kammerkór Hafnarfjarðar, Kór eldri Þrasta og Gaflara - kórinn: 300.000 kr. á ári. Leikfélag Hafnarfjarðar og Sveinssafn: 700.000 kr. á ári. Sennilega hafa aldrei fleiri mætt á borg ara - fund í Hafnarfirði en á laugardag þegar yfir 2000 manns virtust vera á einu máli um að vera andsnúnir áætlunum menntamálaráðherra að leggja niður núverandi starfsemi á St. Jósefs - spítala. Fjölmargra spurninga var spurt en ráðherrann hvarf í spóluna sína og spilaði sömu tugguna um almenna hagræðingu. Hann svaraði ekki þarna frekar en annars staðar hver ætlaður sparnaður væri af flutningi starfseminnar sé né hver kostnaður væri við að gera húsin tvö hentug fyrir hvíldarinnlagnir eldra fólks. Af hroka lét hann líta svo út að bæjaryfirvöld hefðu engan áhuga á taka að sér málefni heilsugæslu í bænum þrátt fyrir að vita að vilji hefur verið til þess um árabil að taka yfir heimahjúkrun og að bæjarstjórn samþykkti ósk um viðræður um heildarpakkann. Hann brýndi raust sína og þóttist hneykslaður. Reynt er að finna rök fyrir ákvörðun sem tekin var af annar - legum ástæðum. Allt í einu er húsnæðið ekki nógu gott og látið í það skína að skurðstofurnar leki og séu í húsnæði frá 1924. Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis er hrokafull og segir skurðstofurnar úr sér gengnar. Hún hefur nokkuð örugglega aldrei heimsótt spítalann til að skoða sjálf. Hvernig getur ráðherra áætlað að þessi aðgerð spari peninga? Hverjar eru upphæðirnar? Af hverju svarar hann því ekki? Það er ekkert í spilunum sem segir að flutningur starfseminnar til Keflavíkur og Reykjavíkur sé hagkvæmur, þvert á móti. Nái aðför ráðherrans fram að ganga, gengur það að Sjálfstæðisflokkunum dauðum á þessu svæði en ráðherrann hefur ekki áhyggjur. Guðni Gíslason 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. janúar 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 18. janúar Fjölskylduhátíð kl. 11.00 Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Stúlknakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudagurinn 18. janúar Messa kl. 11 Prestar: sr. Kjartan Jónsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði Sunnudagakóli á sama tíma í Strandbergi Laugardag 17. janúar: Námskeið fermingarbarna úr Setbergs- og Öldutúnsskóla kl. 10-15 www.hafnarfjardarkirkja.is Fundur um Evrópumál Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði stendur fyrir opnum fundum um Evrópumálefni. Í kvöld, fimmtudag kl. 20 flytur Sigurlaug Anna Jóhanns - dóttir, stjórnmálafræðingur stutt yfrirlet yfir þróun Evrópusambandsins og Halldór Halldórsson, formaður Sam - bands íslenskra sveitarfélaga fjallar um stöðu sveitarfélaganna og áhrif inngöngu Íslands í ESB á sveitar - félögin. Annar fundur verður haldinn að viku liðinni. Fundirnir eru haldnir í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Norðurbakka 1a og eru öllum opnir. Fræðslufundur Fræðslufundur hjá Sálarrann sóknar - félaginu í Hafnarfirði í kvöld, fimmtu - dag kl. 20.30 í Góð templara hús inu v/Suð ur götu. Félag ar úr Sálar rann - sóknarfélaginu Liljunni munu kynna og gefa fólki kost á að þiggja OPJ með ferð sem er orkupunktajöfnun sem stuðlar að bættri og betri líðan. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - mynda safn Íslands fyrri hluta kvik - myndarinnar Once upon a time in America í leikstjórn Sergio Leone. Epísk og ævintýraleg saga lítils glæpa - gengis í New York, sem nær yfir 40 ára tímabil. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik mynda - safnið seinni hluta kvik myndarinnar Once upon a time in America. Námskeið um tjáskipti Kynningarfundur Powertalk Int. Írisar verður á þriðjudaginn kl. 20 í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju. POWERtalk Inter - nation al á Íslandi veitir tilsögn, æfingu og stuðning í vinsamlegu umhverfi á lágmarksverði. Sýning á Hrafnistu Erla Ásmundsdóttir sýnir málverk í menningarsalnum á Hrafnistu Hafnar - firði. Sýningin er opin alla daga til 2. mars. Sýningin er gestasýning frá Gerðu bergi. Sýningar í Hafnarborg Tvær sýningar voru opnaðar í Hafnar - borg um helgina, Íslenskir listamenn ljósmyndir eftir Jónatan Grétarsson og Þættir verk eftir Björgu Þorsteins - dóttur. Sýningarnar eru opnar kl. 11- 17 en fimmtudaga kl. 11-21. Lokað er á þriðjudögum. Frítt er inn. Opið hús 60+ Samfylkingarfélagið 60+ er með opið hús þriðjudaga og föstudaga kl. 10- 12 í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43. Heitt á könnunni, lifandi umræða. Heimsóknarvinir Undirbúningsnámskeið fyrir þá sem vilja verða heimsóknarvinir verður fimmtudaginn 22. janúar í Rauða - kross húsinu, Strandgötu. Sjá nánar í auglýsingu. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 860-7537

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.