Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. janúar 2009 Menningar- og ferðamálanefnd Hafnar - fjarðar auglýsir eftir styrkumsóknum til lista- og menningarstarfsemi. 1. Í umsókn skal lýsa markmiði verkefnis vel og skila kostnaðaráætlun ásamt öðrum fylgigögnum sem máli skipta fyrir viðkomandi umsóknaraðila. 2. Listamenn, félagasamtök eða menningarviðburðir skulu tengjast Hafnarfirði. 3. Ekki er styrkt til náms eða rekstrar (t.d. húsaleigu). Umsóknareyðublöð eru á Íbúagáttinni á www.hafnarfjordur.is . Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig á íbúagátt bæjarins. Nánari upplýsingar er að finna á www.hafnarfjordur.is. Skilafrestur er til 9. febrúar 2009. Menningar- og ferðamálanefnd Styrkir til lista- og menningar - starfsemi Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson fékk skýr skilaboð á hinum fjölmenna borgarafundi s.l. laugardag. Margar fyrirspurnir voru bornar fram og um 20 manns tóku til máls. Allir með sama boð - skap að standa vörð um St. Jósefsspítala. Ráð herra mistókst al - gerlega að skýra sitt mál enda alveg ljóst í mínum huga að hann hefur kosið að ákveða fyrst niðurstöðu og reyna svo að finna rökin seinna. Slæm vinnubrögð Heilbrigðisráðherra vann þessa áætlun sína um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni í algerri leynd og án þess að gefa kost á umræðu og hleypa að sjónar - miðum þeirra sem málin varða. Þar á ég við bæði starfsmenn stofnana og stjórnendur sveitar - félaganna. Það er líka mjög sérstakt að Landlæknir, faglegur ráðgjafi ráðherra og eftirlitsmaður um gæði heilbrigðisþjónustu hefur lýst yfir opinberlega að hann hafi ekki verið með í ráðum og sjái ekki sparnaðinn við lokun St. Jósefsspítala. Bæjarstjórn vanvirt Miðvikudaginn 7. janúar s.l. hélt heil - brigðis ráðherra blaða - manna fund á sama tíma og bæjarstjórn Hafnar - fjarðar ályktaði að skora enn og aftur á heil brigð - is ráðuneytið að ganga til við ræðna um framtíðar - skipan heilbrigðis þjón - ustu og þjónustu við aldraða í Hafnarfirði. Í tillögunni kom skýrt fram að í slíkum viðræðum verði jafnframt fjallað um starf - semi St. Jósefsspítala og framtíð hans. Tillagan var samþykkt sam - hljóða en ráðherra sem vissi að slík tillaga kæmi fram ákvað að virða bæjarstjórn einskis og fór sínu fram. Svona framkoma er með öllu ólíðandi og í hróplegu ósamræmi við skýra kröfu lands - manna um gegnsæ og lýðræðis - leg vinnubrögð. Stöndum þétt saman Þegar þetta er ritað er ekkert sem bendir til annars en að ráð - herra muni knýja fram ætlunar - verk sitt. Það er því brýnt að Hafnfirðingar og aðrir velunn ar - ar St. Jósefsspítala haldi barátt - unni áfram sleitulaust. Það er aðdáunarvert hve fljótt var brugð ist við og öflugur hópur áhuga manna sem fór af stað að kvöldi hins dimma dags 7. janú - ar, setti í gang undirskriftar söfn - un og undirbjó með örskömmum fyri rvara hinn stórkostlega borg - ara fund. Það mæðir ekki hvað síst á frábæru starfsfólki St. Jósefs - spítala og sjúklingum og við skul um sýna í verki samstöðu með þeim og standa vörð um spítal ann. Ég mun ekki una neinni annarri niðurstöðu en að að St. Jósefsspítali haldi áfram þeirri frábæru heilbrigðis - þjónustu sem hann hefur veitt. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. St. Jósefsspítali lifi Almar Grímsson Í Hafnarfirði blása nú vindar um áformaðar breytingar heil - brigðisráðuneytis á St. Jósefs - spítala. Miklar umræður skapast eðlilega þegar breyt - ing ar eru boðaðar. Önn ur dæmi voru þeg - ar áformum um heild - stæða upp byggingu hjúkr unar- og öldr - unar þjónustu á Sól - vangs- og Hörðu valla - svæðinu var breytt með deiliskipulagi árið 2000, þegar hætt var að hafa fulltrúa bæjar - ins í stjórnum heil brigðis stofn - ana, þegar þáverandi heil brigð is - ráðherra sameinaði Sól vang og St. Jósefsspítala undir eina stjórn unar einingu og þegar heilsu gæslan var færð undir yfir - stjórn heilsugæslunnar á höfuð - borgarsvæðinu. Allt voru þetta umdeildar breytingar sem voru framkvæmdar án lítils samráðs. Það þarf að varast hverju sinni. Fjárveitingar til spítalans Þær breytingar sem ráðherrann boðar eru greinilega hluti af heildarbreytingum. Skilaboð sam félagsins í Hafnarfirði eru hinsvegar skýr, að sýnt verði fram á hagræðinguna, breyt - inguna á þjónustunni og hvað á að koma í staðinn. Ráðherrann lýsti því yfir á íbúa fundinum að nú yrði farið í markvisst vinnu - ferli og frum ákvörð unin yfirfarin og endur rýnd. Það er gott til þess að vita að fleiri verði kallaðir að borðinu til þess að fara yfir málin, betur sjá augu en auga. Mörg félög í Hafn - ar firði hafa álykt að á sama veg, allir stjórn - málaflokkarnir í bæn - um eru nær sam - hljóða. Einhverjir hafa hald ið því fram, að fjárveitingar til spítalans hafi verið skornar niður milli ára í fjárlögum. Það er ekki svo heldur voru þær auknar um 7% og í fjáraukalögum ársins 2008 voru fjárveitingar auknar um 10% (130 milljónir) til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla og styrkja núverandi rekstrar grunn. Fjárlagaliðurinn er gerður upp í samstæðu St. Jósefsspítala og Sólvangs. Hvet ég áhugafólk að kynna sér þá hluti á www.fjarlog.is og einnig má minna á ársgamla stjórnsýslu - úttekt Ríkisendurskoðunar um samein inguna. Næstu skref – Hvar er boltinn? Í mínum huga er ljóst að heilbrigðisráðuneytið muni nota tímann næstu daga til að safna enn frekari uppslýsingum um rekst ur heilbrigðisstofnana hér í Hafnarfirði, rýna í heildar mynd - ina, ræða við hagsmunaaðila og kynna sér enn betur fjölmarga hluti. Á sama tíma hefur stefna bæjar yfirvalda um heildstæða heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði verið ljós. Við erum núna í miðju samráðs- og breytingarferlinu og það er mikilvægt að flýta sér hægt í þessum efnum, horfa á mál ið heildstætt. Það eru margar fallegar rósir í Hafnarfirði. St. Jósefsspitali, Sólvangur og heilsu gæslan eru allt nauð syn - legir hlutar af þeim fagra rósa - vendi. Höfundur er 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Samráð um St. Jósefsspítala Gunnar Svavarsson Kaffisetur 60+ í Hafnarfirði verður með opið hús í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 – tvo morgna í viku, þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10-12. Næsti morgunfundurinn verður á morgun, föstudaginn 16. janúar. Heitt á könnunni, lifandi umræður. Allir velkomnir. Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is  Hættuleg gangstétt Á Hlíðarbergi við Holtaberg hafa staðið yfir Framkvæmdir á veg um OR. Gangstéttin, leið gang andi hefur verið skemmd í langan tíma og starfsmenn leggja bíl um sínum þar. Er þetta boðlegt? Auglýs ing í F jarðarpóst inum borgar s ig ! Auglýsingasími: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.