Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 3
Það er algengt að því sé haldið fram, að það skipti engu máli hvaða einstaklingar eða flokkar séu kosnir á þing eða í sveitar - stjórn. Stundum er sagt að það sé „sami rass inn undir þeim öllum“. En er það svo? Það er misjafnt hvern ig stjórn mála - menn líta á hlutverk sitt. Sumir líta þannig á að þeir séu kosnir til að stjórna fólki. Aðrir líta þannig á að þeir séu kjörnir til að stjórna með fólki og fyrir fólk. Líklega hefur hvergi verið gengið lengra á undanförnum árum í að að stjórna með fólki, en í Hafnarfirði. Hér hafa verið þróaðar aðferðir sem tryggja að íbúarnir geti gripið í taumana sé þeim ofboðið. Í ágreinings mál - um hefur verið leitast við að ná sátt með samráði við þá sem eiga hagsmuna að gæta. Ekki allir – ekki alltaf Sátt og samráð hafa ekki alltaf ráðið för – og gera það ekki alls staðar í dag. Við þurf um ekki að fara lengra aftur en til áranna fyrir 2002, þegar und ir skriftir þúsunda Hafn firð inga vegna skipu lagsmála á Hörðu völl um voru hunds aðar. Í dag lítur út fyrir að heil brigðis ráðherra, Sjálf stæðis mað urinn Guð laugur Þór Þórð ar son ætli að hundsa vilja þúsunda Hafn firðinga, sem birtist með skýr um hætti á borgara fundi í íþrótta húsinu við Strand götu sl. laug - ardag – og mun birtast í þúsundum undir - skrifta undir kjörorð - inu Stöndum vörð um St. Jósefs spítala. Á síðasta bæjar - stjórnarfundi sam - þykktu allir bæjar - fulltrúar að óska eftir viðræðum við heil brigðis ráðuneytið um fram tíðar fyrirkomulag heil - brigðismála í Hafnarfirði. Þar er sérstaklega bent á heilsugæsluna, Sól vang og St. Jósefsspítala. Bæjarstjórn er þeirrar skoðunar að fjalla beri um framtíð þessara stofnana í samhengi og færa ákvörðunar vald ið heim í hérað, eftir því sem kostur er, enda um dæmigerða nærþjónustu að ræða. Sú bæjarstjórn sem nú situr er samstiga í því að standa vörð um Hafnarfjörð og grunnstoðirnar í samfélaginu – í sátt og samráði. Höfundur er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 15. janúar 2009 www.fjardarposturinn.is Fríkirkjan Sunnudagurinn 18. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir sönginn, Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Mótmæla yfirlýsingu Stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði mótmælir harðlega yfirlýsingu Helga K. Hjálms - sonar formanns Lands sam - bands eldri borgara sem fram kemur í Fréttablaðinu laugar - daginn 10. janúar 2009. Það er alvarlegt að koma fram með slíka yfirlýsingu í nafni LEB. Hermann Ragnar í FH Hermann Ragnar Björnsson hefur gert samning við hand - knattleiksdeild FH til ársins 2010. Hermann er alinn upp í Stjörnunni og hefur leikið vel með Garðbæingum það sem af er móti. Hermann er 21 árs bráðefnileg örvhent skytta. Sátt og samráð – stöndum vörð! Guðmundur Rúnar Árnason Aðalfundarboð Aðalfundur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar Verður haldinn laugardaginn 14. febrúar kl. 14. Í félagsheimilinu að Flatahrauni 29. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffihlé Að loknum fundi flytur Árni Ísaksson forstöðu maður Lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu erindi um veiðigæði á Íslandi og svarar fyrirspurnum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Ath! Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu félagsins skriflega fyrir 31. janúar. Stjórn SVH www.svh.is Fiskbúðin Lækj ar gö tu 220 Hafnarfirði S-56 554 88 220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488 FISKBOLLUR PLOKKFISKUR ÝSA RÚGBRAUÐ FISKILASAGNE Félag eldri borgara opnar skrifstofu Félag eldri borgara í Hafnarfirði hefur opnað skrifstofu í Hraunseli, Flatahrauni 3 og er fastur viðverutími mánudaga kl. 13-15 og föstudaga kl. 10-12. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér þjónustuna og leita upplýsinga og ráða. Félag eldri borgara í Hafnarfirði • Flatahrauni 3 • sími 555 6142 Kór Hrafnistu í Hafnarfirði var stofnaður árið 2000 og sá elsti í hópnum, Páll Þorleifsson er elstur, aðeins 99 ára gamall. Meðalaldurinn er 87 ár og eru félagar nú um 20, karlar og konur. Frá upphafi hefur stjórn - andi verið Böðvar Magnússon. Kórinn hefur heimsótt margar stofnanir auk ferða út á lands - byggðina og í dag heldur hóp - urinn í í sína hundruðustu kór - ferð þegar sambýli fólks með Alzheimers að Logafold 56 í Reykjavík verður heimsótt. Áheyrendur kórsins eru af öllum aldri enda hefur kórinn sungið víða en elsti áheyrandinn þegar Fjarðarpóstinn bara að garði á þriðjudag var á 102. ári. Eitt hundrað kórferðir Sá elsti í kórnum er 99 ára og meðalaldurinn er 87 ár Hluti kórsins ásamt Böðvari. Myndir Erlu Ásmundsdóttir í bakgrunn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.