Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 6
Ein af grundvallarreglum rétt - láts samfélags er að við samninga skuli standa. Í ljósi þeirra ótrú legu atburða sem gerst hafa í íslensku efnahagskerfi og þeirra miklu áhrifa sem þeir hafa á fólk og fyrirtæki, hefur að und - anförnu borið á létt - úðugum vanga veltum um gjaldþrot. Afleið - ingar gjaldþrots eru bæði alvarlegar og var - an legar. Sá sem lendir í gjaldþroti er um lang - an tíma og jafnvel ævi - langt merktur þeim at - burði og það takmarkar verulega möguleika við komandi að skapa sér og sín - um lífsviðurværi. Það eru gróu - sögur að gjaldþrota einstaklingar geti beitt hókus pókus brögðum, sloppið frá ábyrgð sinni innan eft - ir tiltölulega skamman tíma og hald ið síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist. Reynslan er þvert á móti sú að ógæfa á borð við gjaldþrot dregur verulega úr mögu leikum fólks til eðlilegs lífs. Í 165. grein laga um gjald - þrotaskipti nr. 21 frá 1991 er orð - rétt sagt: „Þrotamaðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjald þrota - skiptin.“ Skv. lögum um fyrningu kröfu réttinda nr. 150 frá 2007 er meginreglan sú að kröfur fyrnast á 4 árum. Aftur á móti fyrnast allar kröfur sem byggja á einhvers konar tryggingu, á 10 árum, t.d. hús næðislán, greiðslu korta skuld - ir, skuldabréfalán o.fl. Auk þess geta kröfuhafar rofið og endur - nýj að fyrningafrestinn ef þeim sýnist svo. Af þessu leiðir að skuldari sem lendir í gjaldþroti get ur átt von á því að vera eltur allt sitt líf. Í lögunum er einnig tek - ið sérstaklega á þeim möguleika einstakl - inga að stinga eignum undan, áður en til gjald þrots kemur. Í 10. kafla laganna er kveðið á um að rifta megi samn ingum sem gerðir hafa verið allt að 6 mánuðum áður en gjald þrota beiðn in var lögð fram. Ef um ná komin aðila er að ræða, t.d. maka, foreldri eða systkini bróðir lengist þessi frestur í 24 mánuði. Þær sögur sem heyrst hafa að hægt sé að skrifa eignir á nafn makans og komast af með lítilsháttar óþæg - indi sem lýkur eftir fjögur ár, eru því rangar. Niðurstaðan er sú að öllum gjörn ingum sem gerðir hafa verið á síðustu tveimur árum til að koma eignum undan til nákom - inna má rifta og kröfuhafar, t.d. fasteignalána geta elt skuldarann í besta falli í 10 ár og í versta falli endalaust. En hvað er þá til ráða? Í fyrrnefndum lögum er sér - stakur kafli um nauðasamninga. Þar er gefin kostur á að setjast niður með formlegum hætti og ræða við kröfuhafana og ná sam - komulagi um framhaldið. Þetta er leiðin sem reyna á, því þá líkur málinu að fullu og öllu leyti enda sé skuldari tilbúin að gera það sem hann getur til að greiða skuld ir sínar, án þess þó að festa sig í þrældómi til langframa. Kröfu hafar verða líka að sýna lipurð og þroska með því að aðlaga kröfur sínar að mögleikum skuldarans. Með þessari leið mæt ast menn augliti til auglitis og útkljá ágreiningsefni sín á heiðarlegan hátt og standa við það grundvallaratriði að við samninga skuli standa. Það má hafa mörg orð um orsakir og afleiðingar þess ástands sem nú ríkir í íslensku sam félagi. Ef við ætlum að reyna byggja upp verðum við að halda grundvallarreglurnar. Jafnvel þó okkur sé mörgum innanbrjóst eins og höfundi kröfuspjaldsins sem á var letrað „...helvítis fokking fokk“. Höfundur rekur DYRehf., fjármálaráðgjöf og fasteignasala. Gjaldþrot er mjög alvarlegt mál Ingvar Guðmundsson Grenndarkynnt tillaga að deiliskipulagi. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.s.br. hefur skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar samþykkt þann 19. nóvember 2008 tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnarfjörður – Vellir 6. áfangi, Klukkuvellir 10-18. Málsmeðferð var skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að byggingarreitur á lóðunum Klukkuvellir 10-18 eru stækkaðir og heimilt er að byggja einnar hæðar hús í stað tveggja hæða húss. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B- deild Stjórnartíðinda þann 5. janúar 2009. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður – Vellir 6. áfangi, Klukkuvellir 10-18 Fjölmörg félög hafa ályktað gegn því að starfsemi á St. Jósefsspítala verði lögð niður í núverandi mynd. Hér á eftir fer úrdráttur úr ályktunum. Starfsmannafélag Hafnar fjarð - ar og Verkalýðsfélagið Hlíf Það er engan veginn hægt í mótun hins nýja Íslands eftir hrun ið mikla að fallast á að órökstuddar og samráðslausar pólitískar ákvarðanir verði til þess að skerða nærþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og leggja niður áratuga uppbyggingu og fagleg störf fjölda fólks á St. Jósefsspítala. Nær væri að efla og styðja við opinbera starfssemi í Hafnafirði í því erfiða atvinnu - ástandi sem nú er. Það er ótvíræð krafa al - mennings að opinberar ákvarð - anir og umsýsla með almannafé skuli skilyrðislaust byggjast á gagnsæi og faglegri rök semda - færslu. Þess vegna er ákvörðun heilbrigðisráðherra um að leggja niður starfsemi St. Jósefsspítala óásættanleg. Vinstri grænir Hafnarfirði Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði lýsir yfir samstöðu með St. Jósefsspítala og lýsir yfir furðu sinni á því hvernig ríkis - stjórnin, með heilbrigðis ráðherra í fararbroddi hyggst þvínga starfsfólk til þátttöku einka - rekstrar í heilbrigðiskerfinu. Samtímis lýsir stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði yfir stuðn - ingi við megininntak stjórnar Samfylkingarfélagsins í Hafnar - firði, en ólíkt félögum sínum í ríkisstjórn, er andstaða við einka væðingu heilbrigðis kerf - isins ríkari í Hafnarfirði en á stjórnarheilmilinu. Læknar á heilsgæslustöðvum í Hafnarfirði og í Garðabæ Læknar heilsugæslustöðvanna í Hafnarfirði og Garðabæ lýsa þung um áhyggjum af fyrir - huguðum breytingum á starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Það er ljóst ef fyrirhugaðar breyt ingar sem lúta að því að gera spítalann að öldrunar stofn - un, ná fram að ganga, verður um verulega skerta þjónustu við okkar skjólstæðinga að ræða. Jafnframt mun þetta leiða til þess að stór sjúklingahópur mun þurfa að sækja dýrari þjónustu inná yfirfullt hátæknisjúkrahús. Miðað við fram komnar for send - ur eru þessar breytingar í besta falli mjög vafasamar bæði fjárhagslega og faglega. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Vegna ákvörðunar heilbrigðis - ráðherra um stórfelldar breyt - ingar á starfsemi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði lýsa hjúkrunar - fræð ingar og sjúkraliðar Heilsu - gæslustöðvanna í Hafnarfirði og Garðabæ yfir áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum. Á milli hjúkrunarfræðinga /sjúkra - liða heilsugæslu og starfsfólks St. Jósefsspítala er mjög skilvirkt og gott faglegt samstarf, sem styrkir m.a. heimahjúkun til þess að hjúkra veikum einstaklingum með flóknar hjúkrunarþarfir, óháð aldri. Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi St. Jósefsspítala munu ótvírætt hrófla við þeirri sam - felldu og skilvirku nærþjónustu sem nú þegar er til staðar fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar. Þeir þurfa því að leita í dýrari úrræði á verkefnahlaðið og yfirfullt hátæknisjúkrahús. Félag eldri borgara Stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði lýsir yfir megnustu óánægju með vinnubrögð heil - brigðisráðherra þar sem lýst er yfir meðal annars að hann ætli að leggja niður starfsemi St. Jósefs - spítala í núverandi mynd. Jafnframt minnir stjórn FEBH heilbrigðisráðherra á að sam - komulag er gert var um hjúkr - unarheimilið Sólvang fyrir tæp - um þrem árum er ekki komið til framkvæmda. Við krefjumst þess að nú þegar verði farið að vinna eftir þeim hugmyndum sem þar komu fram. Það er ekki forsvaranlegt að dr+aga Hafn - firðinga endalaust á loforðum um framkvæmdir í öldrunar - málum sem ekkert verð ur úr. Samfylkingin Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum heilbrigðisráðherra um niðurlagningu St. Jósefsspítala og flutning á starfsemi hans, sem lagðar voru fram án samráðs við hluteigandi starfsfólk og bæjar - yfir völd. Í tillögum ráðherrans felast engar trúverðugar skýringar á því hver tilgangur breytinganna sé og með hvaða hætti þær eigi að þjóna betur hagsmunum þeirra Fjölmargir álykta um St. Jósefsspítala Allir mótmæla aðferðum heilbrigðisráðherra Áætlanir heilbrigðisráðherra um að leggja niður eina sjúkra - húsið í Hafnarfirði og breyta því í öldrunarstofnun hefur valdið undrun og reiði meðal Hafnfirðinga og annarra velunnara spí - tal ans. Það út af fyrir sig að gera St. Jósefs að öldrunarstofnun er ekki slæm hugmynd, en fyrst þurfum við að fá nýtt sjúkrahús í Hafnarfirði. Auk þess er hætta á að það yrði að gera miklar og kostn aðar samar breytingar á húsnæðinu ef það ætti að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til öldrunarstofnana í dag. Það er ekki ásættanlegt fyrir bæjarfélag sem nálgast óðfluga 30000 íbúa að þar skuli ekki vera sjúkrahús. Þegar íbúafjöldinn í Hafnarfirði var ekki helmingur - inn af því sem hann er nú, voru tvö sjúkrahús starfandi í Hafnar - firði. Þetta yrði því mikil afturför og við Hafnfirðingar sættum okkur ekki við slíkt. Þá skal bent á það að á áætlun er bygging hjúkrunarheimils fyrir aldraða á Völlunum. Á St. Jósefsspítala hef ur verið byggð upp mjög sérhæfð og góð þjónusta við fólk sem er með sjúkdóma í melt - ingarfærum auk kven - sjúkdóma lækninga og fleira. Ef þessi fyrir - ætlun ráðherrans nær fram að ganga er það alvarlegt mál fyrir Hafnfirðinga. Ég skora á hafnfirsku ráð - herrana í ríkistjórninni og þingmenn kjör - dæm is ins að koma í veg fyrir þetta skemmdar verk á heilbrigðis - þjón ustunni. Þá er vert að benda á að þjónustu lyfjaverslana í Hafn ar firði er mjög ábótavant. Það er engin þeirra opin á kvöld - in og allar þrjár eru lokaðar á sunnu dögum. Ef Hafnfirðingar þurfa að kaupa lyf á þessum tíma verða þeir því að fara í Kópavog. Mér finnst að þessar lyfjabúðir gætu auðveldlega skipt því á milli sín að hafa opið á kvöldin og á sunnudögum. Höfundur er f.v. flugumferðarstjóri. Ekkert sjúkrahús í Hafnarfirði? - slæm tíðindi fyrir Hafnfirðinga Hermann Þórðarson Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. janúar 2009

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.