Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. janúar 2009 Með Evrópuumræðu Sjálf - stæðisflokksins, stendur yfir ein - hver umfangsmesta og lýð - ræðislegasta umræða sem farið hefur fram í jafn stórum félaga - samtökum á Íslandi. Óskað er eftir þátttöku og samráði sem flestra og hafa undirtektirnar verið gríðarlega góðar. Grasrótin í Sjálf stæð - is flokknum hefur sýnt það og sannað að hún er öflugri en nokkru sinni fyrr. Evrópunefnd Sjálf - stæðisflokksins, sem hóf formlega starf sitt þ. 12.desember sl., hefur haldið undirbúningsfundi í 7 undir - nefnd um um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Nefndin heldur úti mjög öflugri heimasíðu á www.evropu nefnd.is þar sem allir geta fræðst og spurst fyrir. Nú er hafin fundar - her ferð Evrópunefndarinnar en haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið. Kristján Þór Júlíus son formaður nefndar innar kom hing að í Hafnarfjörð sl. sunnudag og kynnti starf nefndarinnar, svar aði fyrirspurnum og skrifaði hjá sér ábendingar fundar - gesta. Nefndin mun skila af sér skýrslu til landsfundar sem fram fer dagana 29. jan. – 1. feb. nk., en fundurinn mun á grund velli þeirrar skýrslu meta hvort framtíð Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Næstu tvö fimmtudagskvöld verða fundir á vegum Sjálf - stæðisflokksins í Hafnarfirði og verða þeir öllum opnir. Í kvöld, fimmtudaginn 15. janúar, verður stutt og almenn söguleg yfirferð yfir þróun Evrópusambandsins auk þess sem Halldór Hall - dórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun fjalla um stöðu sveitarfélaganna og áhrif inngöngu Íslands í ESB á sveitarfélögin. Fimmtudaginn 22. janúar munu fulltrúar út - gerðar manna og landbúnaðarins kynna og fara yfir sjónarmið þessara tveggja grunn atvinnu - vega á Íslandi. Höfundur er stjórnarmaður í Fram, félagi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Evrópuumræða Sjálfstæðisflokksins Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Á haustdögum vöknuðum við Íslendingar upp í þjóðfélagi sem var okkur flestum alls ókunnugt. Stoðir þjóðfélagsins okkar hrundu. Spari- og áhættufé ótal margra fuðraði upp. Nú þegar frá líður blasir við stöðnun í at vinnu - lífi, sem vekur upp óöryggi um nánustu framtíð okkar allra um leið og það veikir undirstöður vel ferðarkerfisins. Það er eins og hyldýpi í ævintýramynd eftir Spiel berg hafi opnast og gleypt hér alla peninga þjóðarinnar, þeir bara hurfu, en hvert? Okkur er ráðlagt að spara, ríkið þarf að spara, og við þær að - stæður koma fram ýmsar hug - myndir um hvar best sé að hefja sparnaðinn bæði á heimilunum og hjá hinu opinbera. Heilbrigðiskerfið okkar hefur þótt dýrt og verið mikið í um - ræðunni alla tíð. Þar hafa stjórn - mála menn og þeir sem að mála - flokknum koma reynt að hagræða eins og kostur er m.a. með sam - einingu stofnana, flutnings þeirra og svo framvegis. Athygli hefur vakið á liðnum áratugum, að þegar kemur að sparn aði í heilbrigðisgeiranum hefur St. Jósefsspítali í Hafnar - firði verið ofarlega á blaði. Það var síðast árið 1991, sem leggja átti spítalann niður og var því harð lega mótmælt þegar konur í Banda lagi kvenna í bænum gengu í hvert hús og fengu undir - skriftir flestra bæjarbúa, að horfið var frá þeirri ákvörðun. Nú er bankað upp á aftur af ríkisvaldinu og talað um að leggja spítalann niður í núverandi mynd, opna þar öldrunarþjónustu og færa þá faglegu þekkingu sem spítalinn hefur staðið fyrir suður með sjó og til Reykja víkur. Þessi ákvörðun hefur ekki verið studd nein um rökum þar sem hvorki liggur fyrir fjár - hagslegur sparn aður né hagræð ing. Þetta er kjörein ing í rekstri og stærð sjúkra - húss, þar sem boðin er fagleg lækna þjónusta í fjölskylduvænu um - hverfi. Þar eru sjúklingar í nánu sambandi við lækni sinn og hjúkrunarfólk. Hjúkrunarheimilið Sólvangur var opnað árið 1953 og hefur sinnt öldrunarþjónustu með sóma. Þar hefur starfsfólk hugað vel að mörgum sjúklingum í þröngu húsnæði en nú hefur rúmum þar verið fækkað og þar með að - stæður fyrir sjúklinga og starfs - fólk til hjúkrunar og umönnunar stórbættar. Öldrunarsamtökin Höfn hafa byggt 68 íbúðir á Sólvangs torf - unni, þar njóta íbúar nálægðar við Sólvang enda valið þann kostinn að búa í nálægð við hjúkrunar - heimili. Þá er heilsugæslan í húsi Sólvangs sem eykur enn frekar á öryggi heimilismanna á svæðinu. Undirrituð hefur alltaf staðið á þeirri meiningu að Sólvangur og Lækjarskóli væru góðir grannar sem gætu blómstrað í návist hvors annars. Sólvangur ætti möguleika til fjölgunar herbergja með við - bygg ingu í norður og eða Öldrun - ar samtökin Höfn byggðu fleiri íbúðir á svæðinu. Þá er sund laug og íþróttahús við Lækjar skóla sem nýst gæti ungum sem öldn - um. Sveitarfélögin hafa verið að taka yfir þjón ustuþætti frá ríkinu á liðnum árum, og er nær tækt að nefna skól ana í því dæmi en þeir hafa eflst og dafnað í umsjá sveitarfélaganna. Það væri verðugt verk efni fyrir bæjarstjórn Hafn - ar fjarðar að skoða mögu leikann á því að gera þjónustusamning við ríkið um rekstur viðkomandi stofnana og tryggja á þann hátt áframhaldandi rekstur þeirra í núverandi mynd. Sú metnaðarfulla faglega þekk - ing og starfsemi sem ríkir á St. Jósefsspítala - Sólvangi er rómuð af öllum landsmönnum. Það hef - ur ekki farið fram hjá þeim sem að stuðningsyfirlýsingu við St. Jósefsspítala standa. Það er styrk - ur í rekstri stofnana og fyrirtækja að vera ekki of stór og að þar starfi gott teymi, með þeim framtíðarhugmyndum sem fyrir liggja með rekstur spítalans er verið að brjóta það upp og tæta í sundur þannig að enginn fái notið þess. Það er svo merkilegt þegar litið er yfir starfsemina og söguna, að tíminn hefur ekki náð að vinna á þeirri umhyggju og þeim góða starfsanda sem stofnað var til við opnun St. Jósefsspítala árið 1926. Stöndum vörð um St. Jósefs - spítala. Höfundur er f.v. bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. St. Jósefsspítali Kjöreining í rekstri og stærð sjúkrahúss Valgerður Sigurðardóttir Nú líður að þorra og hefur Fjörukráin verið vinsæll staður til þorraáts enda einn þjóðlegasti staður landsins. Þetta árið verður ekkert gefið eftir, segir Jóhannes Viðar Bjarnason, því hlaðborðið kemur til með að svigna undan þorrakræsingunum. Víkinga - sveit in heldur uppi stemmningu með söng og léttleika meðan á átinu stendur. Hin vinsæla hljóm sveit Paparnir leikur síðan fyrir dansi allan þorrann sem er fimm helgar að þessu sinni. Stefán Páll matreiðir Nýr matreiðslumaður, Stefán Páll Jónsson, er tekinn við í eld - húsinu. „Hann hefur unnið á virt - um veitingastöðum hér heima og erlendis, það er ekki nokkur vafi á því að hann kemur til með að verða sterkur hlekkur í okkar annars ágætu keðju,“ segir Jóhannes. „Birna Rut Viðars - dóttir er komin í fast starf og verður yfirþjónn. Við byrjum nýja árið af krafti og hefjast dansleikir að nýju nú eftir jólin og væntum við þess að Paparnir komi til með að létta okkur lund í skammdeginu. Betri hljómsveit er vart að finna þann - ig að það kemur til með að verða glatt á hjalla á Fjörukránni í vetur,“ segir Jóhannes. Tilboðsmatseðlar verða um helgar og í miðri viku þar sem verði verður haldið í lágmarki og gæðum í hámarki. Víkingahátíðin er í fullum undirbúningi; hún byrjar 12. júní og lýkur 17. júní og segist Jóhannes eiga von á að yfir 200 víkingar verði á svæðinu meðan á hátíðinni stendur, innlendir sem erlendir. Þorragestir á hótelinu „Hótelpakkarnir okkar hafa gengið vel og hefur fólk utan af landi verið duglegt að nýta sér þá. Það var nær upppantað á hótelinu allar helgar í desember og við eigum von á þó nokkrum hópum sem eru á leið í þorrann til okkar. Við lítum því björtum augum fram á veginn með bjartsýni og von í farteskinu, ákveðin í að gera okkar besta og vonandi verður nýja árið okkur öllum farsælt,“ segir Jóhannes Viðar, víghreifur að vanda. Þorrinn og Víkingasveitin Fjörukráin undirbýr hátíð á þorranum Paparnir spila í Fjörukránni Er Fjarðarpósturinn besti auglýsingamiðillinn fyrir Hafnarfjörð? Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna. Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.