Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 15.01.2009, Blaðsíða 11
Ný íþróttagrein bættist við í bæinn á nýju ári, FitKid heilsu - efling arkerfi fyrir ungt fólk á aldr inum 8-17 ára. Fitkid nám - skeið hófst á mánudaginn í líkams ræktarstöðinni Hress. FitKid er alþjóðlegt heilsu efl - ingar kerfi fyrir börn og unglinga frá 7-17 ára. Það bræðir saman á nýstárlegan hátt fimleika, dans, leikræna tjáningu, þolfimi og styrktaræfingar. Markmið FitKid er að beina börn um og unglingum inn á braut heilbrigðra lífshátta án öfga á skapandi og skemmti leg - an hátt, auka víðsýni þeirra, styrkja sjálfsmynd þeirra og sjálfs traust. FitKid var stofnað árið 1997 af Gerry G. Hargitay í Florida í Banda ríkjunum og er skrásett vöru merki International Fitness Federation. Það er enn í stöðugri útbreiðslu um heiminn, og í dag eru þátttökuþjóðir 14 talsins. Á Íslandi heldur Íslenska Fitness Félagið utan um starfsemi Fit - Kid. Formaður félagsins er Krisztina G. Agueda. Á FitKid námskeiðum er mætt þrisvar í viku og æfðir fimleikar, dans, þolfimi og styrktaræfingar. Árlega eru haldin innlend og alþjóð leg stórmót. Síðasta stór - mót var haldið hér á landi þann 18. október í Laugar dalshöll og hingað mættu til leiks þátt tak - endur víðs vegar úr Evrópu. Nánari upplýsingar hjá Hress heilsurækt www.hress.is og hjá Íslenska Fitness Félagsins www.fitkid.is Þrátt fyrir að tekjuskerðing bæjar sjóðs Hafnarfjarðar sé áætluð um 1 milljarðar króna á árinu 2009 og ný útgjöld vegna almennra kjara samn inga og nýrra skóla- og þjónustustofna verði yfir 700 milljónir króna á árinu, verður með margvíslegum hagræð ingar- og að halds að - gerðum stefnt að því að rekstur bæj ar félagsins verði já kvæður og velferð og þjó n usta tryggð án þess að nokkrar hækkanir verði á al mennum þjónustugjöldum. Fjárhagsáætlun árins 2009 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2010- 2012 var samþykkt sam hljóða með 8 atkvæðum bæjar fulltrúa Samfyllkingar og Vinstri grænna á bæjarstjórnarfundi sl. mið viku - dag. Höfuðmarkmið fjár hags- og starfsáætlunar bæj ar félagsins er að treysta velferð bæjarbúa og verja grunnþjónustu bæjar félags - ins við þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi í efna hags- og atvinnumálum þjóðar innar Til að ná þeim meginmark mið - um þrátt fyrir umtalsverða tekju - skerðingu bæjarsjóðs verð ur: • Stefnt að jákvæðri afkoma bæj arsjóðs á árinu 2009 • Öll almenn þjónustugjöld í skólum og grunnþjónustu verði óbreytt í krónutölu. • Gjald fyrir kalt vatn lækkað um 15% til að koma á móts við rekstur heimila og fyrir tækja • Heimild til hækkunar útsvars nýtt til að mæta lækkun tekna af fasteignagjöldum og stofna sérstakan velferðarsjóð • Öllum nýframkvæmdum lokið að fullu eftir því sem fjár - mögnun verður tryggð. • Fjárfest inga- og framkvæmdaáætlun endurskoðuð að vori í samræmi við almenna stöðu efnahagsmála. Í forsendum fjár hagsáætlunar er m.a. gert ráð fyrir að skat ttekjur bæjarsjóðs lækki um 5% milli áranna 2008 og 2009 en áætlað er að tekju missir bæjarsjóðs verði um 1 milljarður króna á árinu 2009 vegna minni atvinnu þátt - töku og atvinnutekna bæjarbúa. Til að bregðast við þeirri stöðu hef ur þegar verður gripið til fjölþættra aðgerða til að ná fram hag ræðingu og sparnaði og þeim málum fylgt enn frekar eftir á nýju fjárhagsári. Nýir kjarasamningar hækka launakostnað bæjarins á árinu 2009 um 300 m.kr. Á móti þessari launhækkun er gert ráð fyrir 200 m.kr. hagræðingu í launa- og bifreiðakostnaði á árinu 2009. Þessari hagræðingu verður náð með; fækkun yfirvinnustunda, breytingu á vaktafyrirkomulagi, styttri opnunartíma stofnana, lækkun hæstu launa, lækkun launa í nefndum og ráðum og uppsögn og breytingum samn - inga um bifreiðastyrki. Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður rekstrarniðurstaða aðal - sjóðs og eignasjóðs jákvæð um nær 87 m. kr. á árinu 2009 og rekstrar niðurstaða samstæðu bæj - ar félag ins jákvæð um 236 m.kr. Þá mun veltufé frá rekstri í A hluta á árinu 2009 verða um 860 m.kr. og hjá sam stæð unni nær 1.617 m.kr. Önnur helstu megin - markmið í fjárhags og starfsáætlun bæjarins verða m.a. að: • Treysta grunnstoðir fjöl skyldu-, skóla-, æsku lýðs- og íþrótta mála. • Verja störf al - mennra starfs - manna. • Tryggja jafna stöðu og mögu - leika allra bæjarbúa, ungra sem aldraðra, til þátttöku og aðgengis að þjónustu og félagslegu starfi. • Efla atvinnulífið með öllum tiltækum ráðum; m.a. með víðtæku samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og stuðn - ingi við nýsköpun, hugmynda- og þróunarvinnu. • Leggja sem áður ríka áherslu á samráð og samstarf jafnt innan bæjarstjórnar sem og við starfsmenn bæjarins, íbúa og hagsmunaðila til að ná breiðri samstöðu um að gerðir og megináherslur. • Tryggja almannaheill bæjar - búa og stuðning og þjónustu við þá sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 er unnin og sett fram við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu eftir efnahagslegt hrun og gjaldþrot bankakerfisins. Alger viðsnúningur hefur orðið í atvinnu- og efnahagslífi þjóðar - innar á örfáum vikum og mikil óvissa ríkir með fram - vindu og þróun þeirra mála á komandi mán - uðum og misserum. Við þessar aðstæður skiptir miklu að breið samvinna og sam staða sé um þær aðgerðir sem grípa þarf til. Fjar vera bæjar full trúa Sjálf stæðisflokksins frá allri undirbúningsvinnu og til - lögugerð við mótun fjárhags áætl - unar hefur að vonum vakið at - hygli, en bæjarfulltrúar jafnaðar- og félagshyggjuflokkana í Hafn - ar firði hafa unnið vel saman og með skýr markmið að leiðarljósi. Fjár hagsáætlun Hafnar fjarðar - bæjar fyrir árið 2009 sýnir með skýr um hætti vilja stórs meiri - hluta bæjarstjórnar að standa vörð um velferð og hagsmuni íbúanna og tryggja jöfnuð og tryggja þjón - ustu fyrir alla. Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir í 100 ára kaup - staðar sögu bæjarins okkar. Það hafa verið erfiðir tímar og at - vinnu þref og þeir erfiðleikar sett mark sitt á afkomu og mannlíf í bæjarfélaginu. En við höfum sigr - ast á slíkum erfiðleikum áður og við munum gera það enn og aftur. Það er með seiglu, kjarki og þor sem menn hafa tekist á við erfiðleika hverju sinni og þau meðul munu áfram duga best. Höfundur er bæjarstjóri. Auglýs ing í F jarðarpóst inum borgar s ig ! Auglýsingasími: 565 3066 Fimmtudagur 15. janúar 2009 www.fjardarposturinn.is 11 Úrslit: Handbolti Konur: Haukar - Valur: 29-26 FH - Fram: 23-28 Körfubolti Konur: Haukar - Grindavík: (miðv.d.) Haukar - KR: 65-93 Fjölnir - Haukar: 33-81 Karlar: UMFN - Haukar: 77-62 Haukar - Höttur: 58-51 Næstu leikir Handbolti 17. jan. kl. 16, Kaplakriki FH - Stjarnan (úrvalsdeild kvenna) 17. jan. kl. 13, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 21. jan. kl. 20.45, Kaplakriki FH - Fram (bikarkeppni kvenna) Körfubolti 16. jan. kl. 19.15, Þorlákshöfn Þór - Haukar (1. deild karla) 21. jan. kl. 19.15, Hveragerði Hamar - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Mætum á heimaleiki ÍþróttirStaðið vörð um velferð og grunnþjónstu Breið samstaða innan bæjastjórnar um áherslur og aðgerðir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Lúðvík Geirsson Ólafur Haukur Magnússon, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur Rekstrarráðgjöf • Rekstrarleg endurskipulagning • Fjárhagsleg endurskipulagning Fyrir einstaklinga og fyrirtæki - lítil sem stór Bridge Eftir gott jólafrí hélt Aðal - sveita keppni Bridgefélags Hafn - ar fjarðar áfram af fullum krafti s.l. mánudag og eftir sjö umferðir af ellefu er spennan á toppn um að verða óbærileg. Næstu tvö mánudagskvöld munu leiða það í ljós hverjir verða Hafnar fjarðar - meistarar í sveita keppni en staða efstu sveita er þessi: 1. 10-11 128 2. Miðvikudagsklúbburinn 124 3. Elding 123 4. Vinir 120 5. Sigurjón Harðarson 113 6. Einar Sigurðsson 106 FitKid í Hafnarfirði Rekstrargreining ehf. Bæjarhrauni 2, 2.h. • sími 555 1090 Ég lýsi hérmeð yfir megnustu óánægju með vinnubrögð heil - brigðisráðherra þar sem hann lýsir yfir, meðal annars, að hann ætli að loka fyrir starfssemi St. Jósefsspítala í núver - andi mynd. Þessi fram kvæmd er hróp - legt ranglæti í öllu sið - uðu þjóðfélagi og alls ekki í takt við nú - tímalegt siðferði. Þarna starfa á annað hundrað manns, mikið fagfólk, með mikinn mannauð og hefur gert í tugi ára. Þetta er móðg un á hæsta stigi við starfsfólk er þarna starfar og alla Hafnfirðinga, þetta er ráð stjórn, þetta verður að stöðva. St. Jósefsspítala er í mínum huga sem eitt af helgustu véum Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Við verðum að slá skjaldborg um þennan stað, þetta er stofnun með mikla og frábæra sögu gegnum rúm 80 ár. Við látum ekki þennan gjörning heil brigð - is ráðherra ganga yfir okkur. Jafnframt vil ég minna heil - brigðis yfirvöld á að samkomulag er gert var um sjúkrahúsið Sól - vang fyrir tæpum þrem árum er ekki enn komið til framkvæmda og virðist ekki vera nein fram - kvæmd þar í sjónmáli. Ég krefst þess að nú þegar verði farið að vinna eftir þeim hug mynd - um sem þar komu fram. Það er ekki for - svaranlegt að draga Hafnfirðinga enda - laust á asnaeyrunum í loforðum um fram - kvæmdir í öldrunar - mál um sem ekkert verð ur úr. Að lokum minni ég á að allt síðastliðið ár var talað um að byrja á fram kvæmdum við Hjúkrunarheimili á Völlum 7 í Hafnarfirði á næstu vikum, næstu dögum já eða jafnvel á næstu klukku stund um. Fyrsta skóflu stung an hefur ekki enn verið tekin, mér vitanlega. Segir það ekki ýmislegt um hug ráða - manna til öldrunarmála? Hafnfirðingar, við skulum vel fylgjast með, veita aðhald, við látum ekki bjóða okkur hvað sem er. Höfundur er formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði. Ráðstjórn í heilbrgðismálum Jón Kr. Óskarsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.